Dótturfélag Pipar/TBWA tekur yfir sögufræga skandinavíska hönnunarstofu Eiður Þór Árnason skrifar 4. júlí 2023 18:02 Valgeir Magnússon framkvæmdastjóri TBWA\Norway og stjórnarformaður Pipar\TBWA, Silje M. Storhaug framkvæmdastjóri SDG og Nicolay Jernberg aðstoðarframkvæmdastjóri TBWA\Norway. Pipar TBWA\Norway, dótturfélag íslensku auglýsingastofunnar Pipar\TBWA, hefur keypt rekstur hönnunarstofunnar Scandinavian Design Group (SDG). SDG hefur verið starfrækt frá árinu 1987 og er að sögn Pipar/TBWA meðal þekktustu hönnunarstofa á Norðurlöndunum. Frá þessu er greint í tilkynningu en með sameiningu fyrirtækjanna tveggja og The Engine Nordic sem er fyrir í eigu Pipar/TBWA stendur til að ná fram samlegðaráhrifum og efla þjónustuframboðið fyrir viðskiptavini á Norðurlöndunum. Við þessa breytingu verða starfsmenn í Noregi þrjátíu talsins og yfir þrjú hundruð í samtals fimm Norðurlöndum. „Þessi breyting eykur verulega á möguleika okkar til að vaxa í Noregi og á Norðurlandamarkaði. Við þetta nást miklir viðbótamöguleikar í vörumerkjauppbyggingu fyrir viðskiptavini okkar í Noregi ásamt því að viðskiptavinir okkar á Íslandi geta nú haft beinan aðgang að teymi sem hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna á sviði vörumerkjauppbyggingar og hönnunar,“ er haft eftir Guðmundi H. Pálssyni, framkvæmdastjóra Pipar\TBWA í tilkynningu. Vilja byggja á arfleifð SDG Valgeir Magnusson, framkvæmdastjóri TBWA\Norway, segir að verið sé að tengja tvo sterka heima með mikla sögu. „Við trúum á hina stórkostlegu hönnunar- og stefnumótunarþekkingu hjá SDG, ásamt auglýsinga- og samskiptaþekkingu TBWA. Svo þessu til viðbótar kemur stafræna þekkingin sem við höfum í The Engine Nordic og hvernig við getum náð snertingu við viðskiptavini með nýstárlegum hætti. Við viljum byggja á arfleifð SDG á Norðurlöndum og nýta okkur arfleifð TBWA um allan heim til að auka breiddina í þjónustuframboði okkar. Að vinna undir svona þekktu og sögufrægu vörumerki í Noregi og víðar á Norðurlöndum munum við spara okkur mikinn tíma við að byggja upp okkar markað.“ „Við erum mjög ánægð og spennt fyrir því að SDG sameinist við TBWA í Noregi. Við sjáum möguleika á að ná meiri árangri fyrir okkar fyrirtæki og breikka okkar þjónustu verulega.” segir Silje M. Storhaug framkvæmdastjóri SDG. Meiri þörf fyrir góða hönnun Í dag starfa fyrirtækin meðal annars fyrir vörumerkin HEAD, RevOcean, Vipps, Innovasjon Norge, Sparebank1, Nestlé, Zaptec, Schibsted, Aneo, Norwegian Property, Norges Bank, Norsk Helsenett, Amerikalinjen, Entur, Provocativo, Domino‘s, The Viking Planet, elsta gosframeliðandi Noregs; Oscar Sylte og bjórframleiðendurna Grans and Aass. Nick Bilmes, leiðtogi stefnumótunar hjá SDG, segir um að ræða sameiningu tveggja sterkra hefða og arfleifðar. „Drifkrafturinn sem kemur frá alþjóðlegu neti TBWA og stafrænu þekkingu The Engine Nordic gerir það að verkum að það verður mjög spennandi fyrir okkur að byggja ofan á arfleifðina frá SDG inn í framtíðina, þar sem sífellt er meiri þörf fyrir góða hönnun,“ er haft eftir honum í tilkynningu. Auglýsinga- og markaðsmál Kaup og sala fyrirtækja Noregur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu en með sameiningu fyrirtækjanna tveggja og The Engine Nordic sem er fyrir í eigu Pipar/TBWA stendur til að ná fram samlegðaráhrifum og efla þjónustuframboðið fyrir viðskiptavini á Norðurlöndunum. Við þessa breytingu verða starfsmenn í Noregi þrjátíu talsins og yfir þrjú hundruð í samtals fimm Norðurlöndum. „Þessi breyting eykur verulega á möguleika okkar til að vaxa í Noregi og á Norðurlandamarkaði. Við þetta nást miklir viðbótamöguleikar í vörumerkjauppbyggingu fyrir viðskiptavini okkar í Noregi ásamt því að viðskiptavinir okkar á Íslandi geta nú haft beinan aðgang að teymi sem hefur unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna á sviði vörumerkjauppbyggingar og hönnunar,“ er haft eftir Guðmundi H. Pálssyni, framkvæmdastjóra Pipar\TBWA í tilkynningu. Vilja byggja á arfleifð SDG Valgeir Magnusson, framkvæmdastjóri TBWA\Norway, segir að verið sé að tengja tvo sterka heima með mikla sögu. „Við trúum á hina stórkostlegu hönnunar- og stefnumótunarþekkingu hjá SDG, ásamt auglýsinga- og samskiptaþekkingu TBWA. Svo þessu til viðbótar kemur stafræna þekkingin sem við höfum í The Engine Nordic og hvernig við getum náð snertingu við viðskiptavini með nýstárlegum hætti. Við viljum byggja á arfleifð SDG á Norðurlöndum og nýta okkur arfleifð TBWA um allan heim til að auka breiddina í þjónustuframboði okkar. Að vinna undir svona þekktu og sögufrægu vörumerki í Noregi og víðar á Norðurlöndum munum við spara okkur mikinn tíma við að byggja upp okkar markað.“ „Við erum mjög ánægð og spennt fyrir því að SDG sameinist við TBWA í Noregi. Við sjáum möguleika á að ná meiri árangri fyrir okkar fyrirtæki og breikka okkar þjónustu verulega.” segir Silje M. Storhaug framkvæmdastjóri SDG. Meiri þörf fyrir góða hönnun Í dag starfa fyrirtækin meðal annars fyrir vörumerkin HEAD, RevOcean, Vipps, Innovasjon Norge, Sparebank1, Nestlé, Zaptec, Schibsted, Aneo, Norwegian Property, Norges Bank, Norsk Helsenett, Amerikalinjen, Entur, Provocativo, Domino‘s, The Viking Planet, elsta gosframeliðandi Noregs; Oscar Sylte og bjórframleiðendurna Grans and Aass. Nick Bilmes, leiðtogi stefnumótunar hjá SDG, segir um að ræða sameiningu tveggja sterkra hefða og arfleifðar. „Drifkrafturinn sem kemur frá alþjóðlegu neti TBWA og stafrænu þekkingu The Engine Nordic gerir það að verkum að það verður mjög spennandi fyrir okkur að byggja ofan á arfleifðina frá SDG inn í framtíðina, þar sem sífellt er meiri þörf fyrir góða hönnun,“ er haft eftir honum í tilkynningu.
Auglýsinga- og markaðsmál Kaup og sala fyrirtækja Noregur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira