Lengsta regnbogagata landsins á Akranesi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. júlí 2023 21:01 Regnbogagatan á Akranesi setur litríkan svip á bæinn. Vísir/Vilhelm Lengsta regnbogagata landsins var máluð í miðbæ Akraness í gær. Forseti hinsegin Vesturlands segir mikilvægt sem aldrei fyrr að fagna fjölbreytileikanum. Helgina 20.-23. júlí fer fram Hinseginhátíð Vesturlands sem að þessu sinni verður haldin á Akranesi. Af því tilefni var gata í miðbænum máluð í öllum regnbogans litum. Fulltrúar frá fyrirtækjum og félagasamtökum sem styðja við verkefnið hófu málningarvinnuna í veðurblíðunni á Akranesi í gær. Regnboginn nær frá Akratorgi að Merkigerði, alls 400 metra. Það gerir götuna að lengstu regnbogagötu landsins. Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, forseti hinsegin Vesturlands, segir sýnileikann gríðarlega mikilvægan. „Það er erfitt að koma út og finnast maður öðruvísi. Við þurfum að vera sýnileg til að fræða alla um hinseginleikann í heild, þannig að við getum fengið að vera þau sem við erum og líða vel í eigin skinni.” Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, forseti hinsegin Vesturlands, er ánægð með nýju regnbogagötuna og vonar að hún sé komin til að vera. Vísir/Vilhelm Því miður hafi bakslag verið í baráttu hinsegin fólks síðustu ár. Guðrún segir að því sé enn mikilvægara að vera sýnileg og halda baráttunni áfram. Vonandi komin til að vera Hvernig hafa bæjarbúar brugðist við þessu framtaki, eru allir jákvæðir? „Já, rosalega vel. Við erum rosalega glöð og hlökkum mjög mikið til að halda hátíðina okkar. Við fáum bara góð viðbrögð.” Enn er talsvert í hátíðina en Guðrún hefur ekki áhyggjur af því að fáninn muni eyðast upp þangað til. „Þetta er rosalega vel málað og verður vonandi lengur en hátíðin. Vonandi til framtíðar.” Regnbogagata á AkranesiVísir/Vilhelm Akranes Hinsegin Styttur og útilistaverk Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Helgina 20.-23. júlí fer fram Hinseginhátíð Vesturlands sem að þessu sinni verður haldin á Akranesi. Af því tilefni var gata í miðbænum máluð í öllum regnbogans litum. Fulltrúar frá fyrirtækjum og félagasamtökum sem styðja við verkefnið hófu málningarvinnuna í veðurblíðunni á Akranesi í gær. Regnboginn nær frá Akratorgi að Merkigerði, alls 400 metra. Það gerir götuna að lengstu regnbogagötu landsins. Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, forseti hinsegin Vesturlands, segir sýnileikann gríðarlega mikilvægan. „Það er erfitt að koma út og finnast maður öðruvísi. Við þurfum að vera sýnileg til að fræða alla um hinseginleikann í heild, þannig að við getum fengið að vera þau sem við erum og líða vel í eigin skinni.” Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir, forseti hinsegin Vesturlands, er ánægð með nýju regnbogagötuna og vonar að hún sé komin til að vera. Vísir/Vilhelm Því miður hafi bakslag verið í baráttu hinsegin fólks síðustu ár. Guðrún segir að því sé enn mikilvægara að vera sýnileg og halda baráttunni áfram. Vonandi komin til að vera Hvernig hafa bæjarbúar brugðist við þessu framtaki, eru allir jákvæðir? „Já, rosalega vel. Við erum rosalega glöð og hlökkum mjög mikið til að halda hátíðina okkar. Við fáum bara góð viðbrögð.” Enn er talsvert í hátíðina en Guðrún hefur ekki áhyggjur af því að fáninn muni eyðast upp þangað til. „Þetta er rosalega vel málað og verður vonandi lengur en hátíðin. Vonandi til framtíðar.” Regnbogagata á AkranesiVísir/Vilhelm
Akranes Hinsegin Styttur og útilistaverk Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira