Handbolti

„Við ætluðum alltaf að komast í undanúrslit“

Smári Jökull Jónsson skrifar
Benedikt Gunnar Óskarsson var í bronsliði Íslands á heimsmeistaramóti U21-árs landsliða í handknattleik.
Benedikt Gunnar Óskarsson var í bronsliði Íslands á heimsmeistaramóti U21-árs landsliða í handknattleik. Vísir/Sigurjón

Ísland fagnaði þriðja sætinu á heimsmeistaramóti U21-árs liða í handbolta um helgina. Leikmaður liðsins segir árangurinn góðan stökkpall fyrir leikmenn liðsins sem allir leika í Olís-deildinni.

Ísland náði þeim sögulega árangri að enda í þriðja sæti heimsmeistaramótsins. Benedikt Gunnar Óskarsson leikamaður Íslands segir að leikmenn hafi haft mikla trú á verkefninu án þess að hafa haft of miklar væntingar fyrir mótið.

„Við strákarnir höfum haft ótrúlega mikla trú á okkur þessi þrjú ár sem við höfum verið saman. Við ætluðum alltaf að komast í undanúrslit en það gekk ekki á síðustu mótum þannig að við reyndum að taka aðra nálgun núna, einn leik í einu og það virkaði,“ sagði Benedikt í samtali við Svövu Kristínu í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2.

Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi í undanúrslitum og mætti þar ofjörlum sínum.

„Það var svekkjandi að ná ekki að halda þessu lengur í góðum leik. Ef maður leyfir Ungverjum að vera þeir sjálfir, er ekkert að trufla þá eða setja pressu á þá, þá eru þeir bara geggjaðir.“

Hvernig var tilfinningin þegar flautað var af í bronsleiknum?

„Það var geggjað. Það voru svona 5000 manns á leiknum og það héldu allir með okkur og við fengum auka kikk við það. Þetta var geggjað.“

Allt viðtalið við Benedikt Gunnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en þar ræðir hann meðal annars um brottför bróður síns Arnórs Snæs til Rhein-Neckar Löwen og þá staðreynd að faðir hans Óskar Bjarni Óskarsson er orðinn þjálfari hans hjá Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×