ÓL-smuga opnast fyrir stelpurnar okkar Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2023 14:03 Leiðin á Ólympíuleikana er löng og afar torfær en Ísland á alla vega fræðilega möguleika núna á að fara hana. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk ekki aðeins sæti á HM upp í hendurnar frá IHF á mánudaginn, heldur einnig möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Á HM er nefnilega í boði eitt öruggt sæti á Ólympíuleikunum, og sex sæti í ólympíuumspili. IHF, alþjóða handknattleikssambandið, ákvað að veita Austurríki og Íslandi síðustu tvö sætin sem í boði voru á HM. Sambandið hélt opnu hvaða tvö lið fengju síðustu sætin og valdi á endanum tvö af þeim þremur liðum sem voru næst því að komast á HM í gegnum Evrópuumspilið í apríl síðastliðnum, sem voru mikil gleðitíðindi fyrir Ísland. Stelpurnar okkar fá svo að vita það á morgun með hvaða liðum þær verða í riðli á HM, en mótið fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð dagana 29. nóvember til 17. desember. Með það í huga að Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki fyrir HM-dráttinn er afar ólíklegt að liðið komist á Ólympíuleika. En ef Ísland verður heppið með riðil er þó ef til vill möguleiki á að enda nógu ofarlega til að komast í ólympíuumspilið. Þurfa að komast í 8-liða úrslitin Á HM spila 32 lið og verða þau dregin í átta fjögurra liða riðla. Upp úr hverjum riðli komast þrjú lið í milliriðlakeppni, þar sem tveir og tveir riðlar blandast saman í sex liða riðla. Tvö lið komast áfram úr hverjum milliriðli í 8-liða úrslitin, og þangað þyrfti Ísland að ná til að komast í ólympíuumspilið. Til að það sé mögulegt þyrfti Ísland að vera heppið með riðil á morgun, sem og „tengiriðil“ sem riðill Ísland myndi blandast við í milliriðlakeppninni. Ef Ísland kæmist í ólympíuumspilið myndi liðið spila um sæti á Ólympíuleikunum í apríl. Í umspilinu er spilað í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö lið áfram úr hverjum riðli, á Ólympíuleikana, þar sem tólf lið taka þátt. Aðeins Frakkland, sem gestgjafi, og Evrópumeistarar Þóris Hergeirssonar í norska landsliðinu, hafa tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum. Karlalandsliðið á einnig von Karlalandslið Íslands í handbolta freistar þess sama og kvennalandsliðið, að komast á Ólympíuleikana í París, og þarf þá að ná góðum árangri á Evrópumótinu í Þýskalandi í janúar. Þar verður í boði eitt öruggt sæti á leikunum og tvö sæti í umspilinu. Danir hafa þegar tryggt sig inn á ÓL með því að verða heimsmeistarar og lið Frakklands, Spánar, Svíþjóðar, Þýskalands, Noregs, Egyptalands og Ungverjalands fara að lágmarki í umspilið. Ísland keppir því í raun ekki við þessi lið um umspilssæti á EM í janúar. Landslið kvenna í handbolta Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
Á HM er nefnilega í boði eitt öruggt sæti á Ólympíuleikunum, og sex sæti í ólympíuumspili. IHF, alþjóða handknattleikssambandið, ákvað að veita Austurríki og Íslandi síðustu tvö sætin sem í boði voru á HM. Sambandið hélt opnu hvaða tvö lið fengju síðustu sætin og valdi á endanum tvö af þeim þremur liðum sem voru næst því að komast á HM í gegnum Evrópuumspilið í apríl síðastliðnum, sem voru mikil gleðitíðindi fyrir Ísland. Stelpurnar okkar fá svo að vita það á morgun með hvaða liðum þær verða í riðli á HM, en mótið fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð dagana 29. nóvember til 17. desember. Með það í huga að Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki fyrir HM-dráttinn er afar ólíklegt að liðið komist á Ólympíuleika. En ef Ísland verður heppið með riðil er þó ef til vill möguleiki á að enda nógu ofarlega til að komast í ólympíuumspilið. Þurfa að komast í 8-liða úrslitin Á HM spila 32 lið og verða þau dregin í átta fjögurra liða riðla. Upp úr hverjum riðli komast þrjú lið í milliriðlakeppni, þar sem tveir og tveir riðlar blandast saman í sex liða riðla. Tvö lið komast áfram úr hverjum milliriðli í 8-liða úrslitin, og þangað þyrfti Ísland að ná til að komast í ólympíuumspilið. Til að það sé mögulegt þyrfti Ísland að vera heppið með riðil á morgun, sem og „tengiriðil“ sem riðill Ísland myndi blandast við í milliriðlakeppninni. Ef Ísland kæmist í ólympíuumspilið myndi liðið spila um sæti á Ólympíuleikunum í apríl. Í umspilinu er spilað í þremur fjögurra liða riðlum og komast tvö lið áfram úr hverjum riðli, á Ólympíuleikana, þar sem tólf lið taka þátt. Aðeins Frakkland, sem gestgjafi, og Evrópumeistarar Þóris Hergeirssonar í norska landsliðinu, hafa tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum. Karlalandsliðið á einnig von Karlalandslið Íslands í handbolta freistar þess sama og kvennalandsliðið, að komast á Ólympíuleikana í París, og þarf þá að ná góðum árangri á Evrópumótinu í Þýskalandi í janúar. Þar verður í boði eitt öruggt sæti á leikunum og tvö sæti í umspilinu. Danir hafa þegar tryggt sig inn á ÓL með því að verða heimsmeistarar og lið Frakklands, Spánar, Svíþjóðar, Þýskalands, Noregs, Egyptalands og Ungverjalands fara að lágmarki í umspilið. Ísland keppir því í raun ekki við þessi lið um umspilssæti á EM í janúar.
Landslið kvenna í handbolta Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira