Komst í 17.500 feta hæð á svifflugvél í sérstökum skilyrðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 6. júlí 2023 00:06 Bólstraskýin eru ákaflega falleg. Myndina tók Ásgeir í 17.500 feta hæð. Ásgeir Bjarnason Á þriðjudag mynduðust sérstök veðurskilyrði á Sandskeiði þannig að svifflugmenn drifu sig af stað. Ásgeir Bjarnason læknir komst í 17.500 feta hæð. „Í 17 þúsund fetum er maður ekki fyrir neinum farþegavélum. Þær eru allar langt langt fyrir neðan, annað hvort í flugtaki eða lendingu,“ segir Ásgeir sem hefur flogið svifflugvél síðan árið 1968 þegar hann var gutti. Á þriðjudag kom norðan rok sem gaf góðar fjallabylgjur með réttum hitaskilyrðum. Það þurfa að vera svokölluð hitahvörf á einhverjum stað, þá koma upp meiri sveiflur í loftmassanum. Ásgeir segir að svifflugmenn geti komist ansi hátt við þessar aðstæður, til dæmis í Suður Ameríku þar sem eru mjög há fjöll. Þá komast menn í sömu hæð og farþegaþotur. Svona háum fjöllum sé hins vegar ekki til að dreifa hérna á Íslandi og því komast menn mest í 17 til 20 þúsund fet. Sem er þó mjög hátt. Jón Atli, Steini Tótu og Ásgeir.RAX „Maður þarf að vera með súrefni og athuga súrefnismettunina í fingrunum á leiðinni upp til að sjá hvort það sé ekki örugglega allt í lagi,“ segir Ásgeir. „Við erum með góðar súrefnisgræjur, sem skammta súrefni þegar við öndum inn. Þá endist flaskan lengur.“ Að sögn Ásgeirs eru bestu svæðin Við Kjalarnes og austur við Esjuna. Þegar svona skilyrði myndast drífa svifflugmenn sig af stað til að komast hátt. Þegar ljósmyndarann Ragnar Axelsson (RAX) bar að garði voru auk Ásgeirs á Sandskeiði flugmaðurinn Steini Tótu frá Vestmannaeyjum og Jón Atli Ólafsson sem dró svifflugvélarnar á gamalli áburðarflugvél. Eins og heima í stofu Ásgeir segir að skýin hafi svolítið verið að hamla fluginu en svifflugmenn passa sig á því að fljúga ekki blindflug. Þá var einnig töluverð ókyrrð í loftinu. Neðst í bylgjustreyminu er svokallaður rotor, það er að loftið snýst í hringi næst jörðinni og myndar ókyrrðina. Áburðarvélin dregur svifflugvélina.RAX „Þegar maður er kominn upp fyrir það er loftið algjörlega kyrrt. Þess vegna eru bylgjuskýin svona slétt og falleg. Loftstraumurinn er algjörlega án ókyrrðar. Þegar maður er kominn upp fyrir er þetta eins og að sitja í stól heima í stofu,“ segir Ásgeir. Aldrei lent í háska Þrátt fyrir að hafa verið lengi í svifflugi segist hann aldrei hafa lent í neinum háska. „Maður passar sig og tekur enga sjénsa,“ segir hann. Ásgeir segir svifflugmennina hjá Svifflugfélagi Íslands vel útbúna. Í öllum vélunum séu ratsjársvarar til að flugstjórnin sjái hvar þær eru, í hvaða hæð og á hvaða hraða. Flugmennirnir þurfa að tala við flugstjórnina til að fá heimild til að fara upp í vissar hæðir. Auk þess sjá farþegaflugvélar ratsjársvarana í sínum flugrekstrarvarnarskjám. Jón Atli hefur flogið síðan árið 1968.RAX Rótorinn í skýjunum.RAX RAX Ásgeir og Steini Tótu.RAX Fréttir af flugi RAX Kópavogur Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Sjá meira
„Í 17 þúsund fetum er maður ekki fyrir neinum farþegavélum. Þær eru allar langt langt fyrir neðan, annað hvort í flugtaki eða lendingu,“ segir Ásgeir sem hefur flogið svifflugvél síðan árið 1968 þegar hann var gutti. Á þriðjudag kom norðan rok sem gaf góðar fjallabylgjur með réttum hitaskilyrðum. Það þurfa að vera svokölluð hitahvörf á einhverjum stað, þá koma upp meiri sveiflur í loftmassanum. Ásgeir segir að svifflugmenn geti komist ansi hátt við þessar aðstæður, til dæmis í Suður Ameríku þar sem eru mjög há fjöll. Þá komast menn í sömu hæð og farþegaþotur. Svona háum fjöllum sé hins vegar ekki til að dreifa hérna á Íslandi og því komast menn mest í 17 til 20 þúsund fet. Sem er þó mjög hátt. Jón Atli, Steini Tótu og Ásgeir.RAX „Maður þarf að vera með súrefni og athuga súrefnismettunina í fingrunum á leiðinni upp til að sjá hvort það sé ekki örugglega allt í lagi,“ segir Ásgeir. „Við erum með góðar súrefnisgræjur, sem skammta súrefni þegar við öndum inn. Þá endist flaskan lengur.“ Að sögn Ásgeirs eru bestu svæðin Við Kjalarnes og austur við Esjuna. Þegar svona skilyrði myndast drífa svifflugmenn sig af stað til að komast hátt. Þegar ljósmyndarann Ragnar Axelsson (RAX) bar að garði voru auk Ásgeirs á Sandskeiði flugmaðurinn Steini Tótu frá Vestmannaeyjum og Jón Atli Ólafsson sem dró svifflugvélarnar á gamalli áburðarflugvél. Eins og heima í stofu Ásgeir segir að skýin hafi svolítið verið að hamla fluginu en svifflugmenn passa sig á því að fljúga ekki blindflug. Þá var einnig töluverð ókyrrð í loftinu. Neðst í bylgjustreyminu er svokallaður rotor, það er að loftið snýst í hringi næst jörðinni og myndar ókyrrðina. Áburðarvélin dregur svifflugvélina.RAX „Þegar maður er kominn upp fyrir það er loftið algjörlega kyrrt. Þess vegna eru bylgjuskýin svona slétt og falleg. Loftstraumurinn er algjörlega án ókyrrðar. Þegar maður er kominn upp fyrir er þetta eins og að sitja í stól heima í stofu,“ segir Ásgeir. Aldrei lent í háska Þrátt fyrir að hafa verið lengi í svifflugi segist hann aldrei hafa lent í neinum háska. „Maður passar sig og tekur enga sjénsa,“ segir hann. Ásgeir segir svifflugmennina hjá Svifflugfélagi Íslands vel útbúna. Í öllum vélunum séu ratsjársvarar til að flugstjórnin sjái hvar þær eru, í hvaða hæð og á hvaða hraða. Flugmennirnir þurfa að tala við flugstjórnina til að fá heimild til að fara upp í vissar hæðir. Auk þess sjá farþegaflugvélar ratsjársvarana í sínum flugrekstrarvarnarskjám. Jón Atli hefur flogið síðan árið 1968.RAX Rótorinn í skýjunum.RAX RAX Ásgeir og Steini Tótu.RAX
Fréttir af flugi RAX Kópavogur Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“