Samtök atvinnulífsins í mannréttinda-grímubúningi Daníel Isebarn Ágústsson og Hekla Sigrúnardóttir skrifa 6. júlí 2023 07:31 Samtök atvinnulífsins (SA) eru hagsmunasamtök íslenskra atvinnurekenda. Samtökin taka hlutverk sitt sem hagsmunaverðir fyrirtækja mjög alvarlega og líta ekki á það sem markmið að gæta að réttindum launafólks. Hagsmunagæsla SA felst oftar en ekki í því að skerða réttindi launafólks, enda virðast samtökin telja að vinnumarkaðurinn sé einfalt reikningsdæmi þar sem hagsmunir atvinnurekenda felist í því að minnka réttindi starfsfólks. Samtökin ganga oft hart fram gagnvart launafólki og á allra síðustu árum hafa samtökin t.d. véfengt grundvallarreglur vinnumarkaðar sem hafa verið óumdeildar í tugi ára. Nýjasta útspil SA virðist vera tilraun til þess að telja fólki trú um að samtökin séu að gæta mannréttinda minnihlutahópa. SA reyndi að skerða réttindi trans fólks í dómsmáli um veikindarétt Í lok júní sl. kvað Hæstiréttur Íslands upp dóm þar sem reyndi á lög frá 2019 um kynrænt sjálfræði. Markmið þeirra laga var að bæta réttarstöðu trans og intersex fólks. Í dómsmálinu voru málsatvik þau að einstaklingur hafði gengist undir kynstaðfestandi skurðaðgerð. Einstaklingurinn óskaði eftir greiðslu launa í veikindaforföllum vegna aðgerðarinnar. Byggði hann á því að aðgerðin hefði verið nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir kynama, þ.e. þá vanlíðan sem fæst af því að kyneinkenni samrýmist ekki kynvitund, og hefði hún því verið nauðsynleg til þess koma í veg fyrir óvinnufærni. Atvinnurekandi hans, dyggilega studdur og hvattur áfram af SA, ákvað aftur á móti að neita um greiðslur í veikindaforföllum. Ástæðan var sú afstaða SA að lög um kynrænt sjálfræði, sem óumdeilanlega áttu að auka réttindi, hafi þrátt fyrir allt falið í sér að einstaklingar í þessari stöðu hefðu misst réttindi. SA byggði á því að lögin hafi átt að leiða til þess að kynmisræmi væri ekki sjúkdómur og því væru það í raun mannréttindi einstaklingsins að fá ekki veikindagreiðslur vegna aðgerðarinnar. Sem betur fer hafnaði Hæstiréttur þessum útúrsnúningum og staðfesti rétt einstaklingsins til launa í veikindaforföllum vegna aðgerðarinnar. Lögmaður á vinnumarkaðssviði SA hefur nú lýst þeirri skoðun að dómur Hæstaréttar byggi á „gamaldags viðhorfum og [sé] í hrópandi mótsögn við baráttu trans fólks“ og að dómurinn sé „skref aftur á bak í réttindabaráttu trans fólks“. Það væri óskandi að SA væri í alvöru að reyna að auka réttindi trans fólks en þegar betur er að gáð eru SA einungis að gæta hagsmuna atvinnurekenda, eins og venjulega. Sú hagsmunagæsla felst, eins og svo oft áður, í því að reyna að skerða réttindi launafólks. Dómur Hæstaréttar er réttur og verndar réttindi trans fólks Rétt er að lögum um kynrænt sjálfræði var ætlað að stuðla að afsjúkdómsvæðingu trans fólks, í samræmi við vitundarvakningu innan heilbrigðisvísindanna og í samfélaginu. Er þannig ljóst að það að vera trans er hvorki flokkað sem sjúkdómur að lögum né samkvæmt heilbrigðisvísindunum. Í nýjustu útgáfu alþjóðlegs flokkunarkerfis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar yfir sjúkdóma (IDC) voru gerðar mikilvægar breytingar á kerfinu, annars vegar með því að taka upp nafnið kynmisræmi og hins vegar með því að færa greininguna úr kaflanum um geðsjúkdóma yfir í kafla um kynheilsu. Kynmisræmi er hins vegar enn að finna í greiningarkerfinu, ólíkt því sem SA virðist halda fram. Samkvæmt hinu nýja greiningarviðmiði felst kynmisræmi í verulegu og viðvarandi misræmi á milli kynvitundar einstaklings og þess kyns sem úthlutað var við fæðingu. Þetta misræmi leiðir oft til löngunar til þess að leiðrétta kyneinkenni til samræmis við kynvitund svo að viðkomandi geti hafið líf í réttu kyni og notið viðurkenningar í því. Á Íslandi er að auki horft til DSM-kerfisins sem er greiningarkerfi geðsjúkdóma. Í nýjustu útgáfu kerfisins er að finna greininguna kynami. Hugtakið á að tákna breytta nálgun, þannig að það að falla ekki að staðalímyndum samfélagsins varðandi kyn og kyngervi er ekki flokkað sem sjúkdómur. Þess í stað er einblínt á þá vanlíðan sem getur fylgt upplifun af misræmi á milli kynvitundar og kyneinkenna, svo og viðbrögðum samfélagsins við slíku misræmi. Þessar forsendur lagði Hæstiréttur einmitt til grundvallar í áðurnefndu dómsmáli. Niðurstaða dómsins byggði þannig á því að kynstaðfestandi aðgerðin sem einstaklingurinn gekkst undir hefði verið nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir kynama. Hefði málatilbúnaður SA náð fram að ganga hefði það ekki verið sigur í mannréttindabaráttu trans fólks. Sú niðurstaða sem SA sóttist eftir hefði falið í sér verulega hindrun sem stæði í vegi þess að trans fólk gæti sótt lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu, enda væri framfærsla þeirra ekki trygg. Rannsóknir sýna t.d. fram á að það dragi margfalt úr tíðni sjálfsvígshugsana og sjálfsvígstilrauna eftir að kynstaðfestandi heilbrigðisþjónusta er sótt. Ótrúverðug mannréttindabarátta SA Ef það hefði verið samræmi í mannréttindaleikriti SA hefðu samtökin boðið upp á trúverðuga lausn málsins fyrir einstaklinginn sem átti að njóta mannréttindanna. Samtökin hefðu þurft að sýna fram á að mannréttindabarátta þeirra stuðlaði ekki að tekjumissi fyrir einstaklinginn. Þannig hefði t.d. verið sannfærandi ef SA hefði lagt til að atvinnurekandinn myndi greiða laun, svo lengi sem þær greiðslur yrðu ekki kallaðar veikindalaun. SA kom slíkt ekki til hugar en þess í stað stungu samtökin upp á lausn sem kostaði atvinnurekandann ekkert, og opinberaði um leið hinn raunverulega tilgang SA með málinu. Atvinnurekandinn ætti ekki að greiða veikindalaun en að mati SA væri heppilegt ef stéttarfélög og ríkissjóður myndu þess í stað greiða kostnaðinn: „Við erum með sjúkrasjóði, sjúkratryggingar og við erum náttúrulega með ríkið. Samfélagið sem heild ætti náttúrulega að grípa þá einstaklinga sem að upplifa kynmisræmi“ sagði lögmaður SA í viðtali við RÚV. Samtök trans fólks á Íslandi, Trans Ísland, hafa fagnað niðurstöðu Hæstaréttardómsins og formaður þeirra sagðist ósammála sjónarmiðum SA. Eftir því sem næst verður komist hefur enginn tekið opinberlega undir sjónarmið SA enda aðhyllast fáir mannréttindabaráttu sem dregur úr réttindum þeirra sem barist er fyrir. Þrátt fyrir að flagga fögrum orðum er enda ekki um að ræða raunverulega baráttu SA fyrir réttindum trans fólks heldur enn eina tilraun SA til að skerða réttindi launafólks, að þessu sinni klædd í mannréttindabúning. Höfundar eru lögfræðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Málefni trans fólks Hinsegin Vinnumarkaður Mannréttindi Mest lesið Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Næringarráðleggingar: fræðsla eða hroki? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins (SA) eru hagsmunasamtök íslenskra atvinnurekenda. Samtökin taka hlutverk sitt sem hagsmunaverðir fyrirtækja mjög alvarlega og líta ekki á það sem markmið að gæta að réttindum launafólks. Hagsmunagæsla SA felst oftar en ekki í því að skerða réttindi launafólks, enda virðast samtökin telja að vinnumarkaðurinn sé einfalt reikningsdæmi þar sem hagsmunir atvinnurekenda felist í því að minnka réttindi starfsfólks. Samtökin ganga oft hart fram gagnvart launafólki og á allra síðustu árum hafa samtökin t.d. véfengt grundvallarreglur vinnumarkaðar sem hafa verið óumdeildar í tugi ára. Nýjasta útspil SA virðist vera tilraun til þess að telja fólki trú um að samtökin séu að gæta mannréttinda minnihlutahópa. SA reyndi að skerða réttindi trans fólks í dómsmáli um veikindarétt Í lok júní sl. kvað Hæstiréttur Íslands upp dóm þar sem reyndi á lög frá 2019 um kynrænt sjálfræði. Markmið þeirra laga var að bæta réttarstöðu trans og intersex fólks. Í dómsmálinu voru málsatvik þau að einstaklingur hafði gengist undir kynstaðfestandi skurðaðgerð. Einstaklingurinn óskaði eftir greiðslu launa í veikindaforföllum vegna aðgerðarinnar. Byggði hann á því að aðgerðin hefði verið nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir kynama, þ.e. þá vanlíðan sem fæst af því að kyneinkenni samrýmist ekki kynvitund, og hefði hún því verið nauðsynleg til þess koma í veg fyrir óvinnufærni. Atvinnurekandi hans, dyggilega studdur og hvattur áfram af SA, ákvað aftur á móti að neita um greiðslur í veikindaforföllum. Ástæðan var sú afstaða SA að lög um kynrænt sjálfræði, sem óumdeilanlega áttu að auka réttindi, hafi þrátt fyrir allt falið í sér að einstaklingar í þessari stöðu hefðu misst réttindi. SA byggði á því að lögin hafi átt að leiða til þess að kynmisræmi væri ekki sjúkdómur og því væru það í raun mannréttindi einstaklingsins að fá ekki veikindagreiðslur vegna aðgerðarinnar. Sem betur fer hafnaði Hæstiréttur þessum útúrsnúningum og staðfesti rétt einstaklingsins til launa í veikindaforföllum vegna aðgerðarinnar. Lögmaður á vinnumarkaðssviði SA hefur nú lýst þeirri skoðun að dómur Hæstaréttar byggi á „gamaldags viðhorfum og [sé] í hrópandi mótsögn við baráttu trans fólks“ og að dómurinn sé „skref aftur á bak í réttindabaráttu trans fólks“. Það væri óskandi að SA væri í alvöru að reyna að auka réttindi trans fólks en þegar betur er að gáð eru SA einungis að gæta hagsmuna atvinnurekenda, eins og venjulega. Sú hagsmunagæsla felst, eins og svo oft áður, í því að reyna að skerða réttindi launafólks. Dómur Hæstaréttar er réttur og verndar réttindi trans fólks Rétt er að lögum um kynrænt sjálfræði var ætlað að stuðla að afsjúkdómsvæðingu trans fólks, í samræmi við vitundarvakningu innan heilbrigðisvísindanna og í samfélaginu. Er þannig ljóst að það að vera trans er hvorki flokkað sem sjúkdómur að lögum né samkvæmt heilbrigðisvísindunum. Í nýjustu útgáfu alþjóðlegs flokkunarkerfis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar yfir sjúkdóma (IDC) voru gerðar mikilvægar breytingar á kerfinu, annars vegar með því að taka upp nafnið kynmisræmi og hins vegar með því að færa greininguna úr kaflanum um geðsjúkdóma yfir í kafla um kynheilsu. Kynmisræmi er hins vegar enn að finna í greiningarkerfinu, ólíkt því sem SA virðist halda fram. Samkvæmt hinu nýja greiningarviðmiði felst kynmisræmi í verulegu og viðvarandi misræmi á milli kynvitundar einstaklings og þess kyns sem úthlutað var við fæðingu. Þetta misræmi leiðir oft til löngunar til þess að leiðrétta kyneinkenni til samræmis við kynvitund svo að viðkomandi geti hafið líf í réttu kyni og notið viðurkenningar í því. Á Íslandi er að auki horft til DSM-kerfisins sem er greiningarkerfi geðsjúkdóma. Í nýjustu útgáfu kerfisins er að finna greininguna kynami. Hugtakið á að tákna breytta nálgun, þannig að það að falla ekki að staðalímyndum samfélagsins varðandi kyn og kyngervi er ekki flokkað sem sjúkdómur. Þess í stað er einblínt á þá vanlíðan sem getur fylgt upplifun af misræmi á milli kynvitundar og kyneinkenna, svo og viðbrögðum samfélagsins við slíku misræmi. Þessar forsendur lagði Hæstiréttur einmitt til grundvallar í áðurnefndu dómsmáli. Niðurstaða dómsins byggði þannig á því að kynstaðfestandi aðgerðin sem einstaklingurinn gekkst undir hefði verið nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir kynama. Hefði málatilbúnaður SA náð fram að ganga hefði það ekki verið sigur í mannréttindabaráttu trans fólks. Sú niðurstaða sem SA sóttist eftir hefði falið í sér verulega hindrun sem stæði í vegi þess að trans fólk gæti sótt lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu, enda væri framfærsla þeirra ekki trygg. Rannsóknir sýna t.d. fram á að það dragi margfalt úr tíðni sjálfsvígshugsana og sjálfsvígstilrauna eftir að kynstaðfestandi heilbrigðisþjónusta er sótt. Ótrúverðug mannréttindabarátta SA Ef það hefði verið samræmi í mannréttindaleikriti SA hefðu samtökin boðið upp á trúverðuga lausn málsins fyrir einstaklinginn sem átti að njóta mannréttindanna. Samtökin hefðu þurft að sýna fram á að mannréttindabarátta þeirra stuðlaði ekki að tekjumissi fyrir einstaklinginn. Þannig hefði t.d. verið sannfærandi ef SA hefði lagt til að atvinnurekandinn myndi greiða laun, svo lengi sem þær greiðslur yrðu ekki kallaðar veikindalaun. SA kom slíkt ekki til hugar en þess í stað stungu samtökin upp á lausn sem kostaði atvinnurekandann ekkert, og opinberaði um leið hinn raunverulega tilgang SA með málinu. Atvinnurekandinn ætti ekki að greiða veikindalaun en að mati SA væri heppilegt ef stéttarfélög og ríkissjóður myndu þess í stað greiða kostnaðinn: „Við erum með sjúkrasjóði, sjúkratryggingar og við erum náttúrulega með ríkið. Samfélagið sem heild ætti náttúrulega að grípa þá einstaklinga sem að upplifa kynmisræmi“ sagði lögmaður SA í viðtali við RÚV. Samtök trans fólks á Íslandi, Trans Ísland, hafa fagnað niðurstöðu Hæstaréttardómsins og formaður þeirra sagðist ósammála sjónarmiðum SA. Eftir því sem næst verður komist hefur enginn tekið opinberlega undir sjónarmið SA enda aðhyllast fáir mannréttindabaráttu sem dregur úr réttindum þeirra sem barist er fyrir. Þrátt fyrir að flagga fögrum orðum er enda ekki um að ræða raunverulega baráttu SA fyrir réttindum trans fólks heldur enn eina tilraun SA til að skerða réttindi launafólks, að þessu sinni klædd í mannréttindabúning. Höfundar eru lögfræðingar.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun