Skellti sér út að hlaupa þegar hún frétti að Ísland væri komið á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2023 08:31 Þórey Rósa Stefánsdóttir er leikjahæst í íslenska landsliðinu. vísir/hulda margrét Ein reyndasta handboltakona landsins var að vonum ánægð þegar í ljós kom að Ísland yrði meðal þátttökuþjóða á HM 2023. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk svokallað boðssæti á HM sem fer fram á Norðurlöndunum í nóvember og desember. Þetta verður í annað sinn sem Ísland verður með á HM. Á HM 2011 enduðu Íslendingar í 12. sæti. „Ég hafði í raun ekki mikla trú á þessu. Ég hélt að einhver önnur lið yrðu valin,“ sagði Þórey Rósa í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2, aðspurð hvort hún hafi búist við að Ísland kæmist á HM. „En þegar þetta kom í ljós fékk maður hnút í magann og hugsaði: bíddu já, þetta er bara að fara að gerast núna. Maður reimaði á sig hlaupaskóna og fór út að hlaupa til að ná áttum.“ Klippa: Viðtal við Þóreyju Rósu Þórey Rósa er reyndasti leikmaður íslenska liðsins og hlakkar til að fara aftur á stórmót með því. „Við sem erum búnar að fara á stórmót erum alltaf að segja sögur af því þegar við vorum þar hafi þetta verið svona og svona. Mér finnst bara svo gaman að þessar stelpur sem eru núna fái þetta tækifæri og íslenskur kvennahandbolti sé aftur kominn á þennan stað og við fáum að upplifa þetta,“ sagði Þórey Rósa. „Þegar þú ert kominn inn í þessa lúppu kemstu á betri stað og þetta er spark í rassinn á fullt af stelpum, að æfa betur og komast í liðið. Þetta er frábært fyrir íslenskan kvennahandbolta.“ Dregið verður í riðla á HM í dag. Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki. Leikið er í átta fjögurra liða riðlum og komast þrjú lið í milliriðil. Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir ÓL-smuga opnast fyrir stelpurnar okkar Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk ekki aðeins sæti á HM upp í hendurnar frá IHF á mánudaginn, heldur einnig möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. 5. júlí 2023 14:03 „Með hjartað á 200 og þurfti að taka hlé frá vinnunni“ „Þetta var svo ótrúlega mikið sjokk áðan vegna þess að ég var ekki búin að gera mér neinar vonir,“ segir Sandra Erlingsdóttir, himinlifandi eftir þau tíðindi dagsins að hún sé leiðinni á HM í handbolta í lok nóvember. 3. júlí 2023 14:06 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk svokallað boðssæti á HM sem fer fram á Norðurlöndunum í nóvember og desember. Þetta verður í annað sinn sem Ísland verður með á HM. Á HM 2011 enduðu Íslendingar í 12. sæti. „Ég hafði í raun ekki mikla trú á þessu. Ég hélt að einhver önnur lið yrðu valin,“ sagði Þórey Rósa í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2, aðspurð hvort hún hafi búist við að Ísland kæmist á HM. „En þegar þetta kom í ljós fékk maður hnút í magann og hugsaði: bíddu já, þetta er bara að fara að gerast núna. Maður reimaði á sig hlaupaskóna og fór út að hlaupa til að ná áttum.“ Klippa: Viðtal við Þóreyju Rósu Þórey Rósa er reyndasti leikmaður íslenska liðsins og hlakkar til að fara aftur á stórmót með því. „Við sem erum búnar að fara á stórmót erum alltaf að segja sögur af því þegar við vorum þar hafi þetta verið svona og svona. Mér finnst bara svo gaman að þessar stelpur sem eru núna fái þetta tækifæri og íslenskur kvennahandbolti sé aftur kominn á þennan stað og við fáum að upplifa þetta,“ sagði Þórey Rósa. „Þegar þú ert kominn inn í þessa lúppu kemstu á betri stað og þetta er spark í rassinn á fullt af stelpum, að æfa betur og komast í liðið. Þetta er frábært fyrir íslenskan kvennahandbolta.“ Dregið verður í riðla á HM í dag. Ísland er í fjórða og neðsta styrkleikaflokki. Leikið er í átta fjögurra liða riðlum og komast þrjú lið í milliriðil.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir ÓL-smuga opnast fyrir stelpurnar okkar Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk ekki aðeins sæti á HM upp í hendurnar frá IHF á mánudaginn, heldur einnig möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. 5. júlí 2023 14:03 „Með hjartað á 200 og þurfti að taka hlé frá vinnunni“ „Þetta var svo ótrúlega mikið sjokk áðan vegna þess að ég var ekki búin að gera mér neinar vonir,“ segir Sandra Erlingsdóttir, himinlifandi eftir þau tíðindi dagsins að hún sé leiðinni á HM í handbolta í lok nóvember. 3. júlí 2023 14:06 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Sjá meira
ÓL-smuga opnast fyrir stelpurnar okkar Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk ekki aðeins sæti á HM upp í hendurnar frá IHF á mánudaginn, heldur einnig möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. 5. júlí 2023 14:03
„Með hjartað á 200 og þurfti að taka hlé frá vinnunni“ „Þetta var svo ótrúlega mikið sjokk áðan vegna þess að ég var ekki búin að gera mér neinar vonir,“ segir Sandra Erlingsdóttir, himinlifandi eftir þau tíðindi dagsins að hún sé leiðinni á HM í handbolta í lok nóvember. 3. júlí 2023 14:06