Sport

Heiðurs­hallar­með­limur í hafna­boltanum starfar nú sem í­þrótta­ljós­myndari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Randy Johnson í leik með New York Yankees í úrslitakeppni hafnaboltans.
Randy Johnson í leik með New York Yankees í úrslitakeppni hafnaboltans. Getty/Rob Tringali

Randy Johnson átti magnaðan feril í bandaríska hafnaboltanum en nú hefur þessi fyrrum atvinnumaður í íþróttinni fundið sér annað starfsvettvang í íþróttunum.

Johnson er nú 59 ára og lagði hafnaboltahanskanna á hilluna fyrir meira en áratug síðan. Eftir að hann hætti að spila þá fór hann að stunda ljósmyndun.

Johnson náði einnig frábærum árangri þar og í dag myndar hann meðal annars NFL-leiki. Hann virðist vera hrifnari að mynda ameríska fótboltann frekar en sína gömlu íþrótt.

Johnson er 208 sentimetrar á hæð og sérhæfði sig í að kasta boltanum með frábærum árangri. Alls náði hann að senda mótherja 4875 sinnum aftur til baka án þess að ná að hitta boltann.

Johnson spilaði 22 tímabil í MLB deildinni og var tekinn inn í heiðurshöll hafnaboltans árið 2015 sem var jafnframt fyrsta árið sem hann kom til greina.

Johnson var valinn mikilvægasti leikmaðurinn þegar hann varð meistari með Arizona Diamondbacks árið 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×