Stelpurnar okkar gætu lent í riðli með Grænlandi á HM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2023 11:00 Sandra Erlingsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu bíða örugglega spenntar eftir niðurstöðunnni í dag. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í handbolta kemst að því í dag hvaða liðum stelpurnar okkar munu mæta á heimsmeistaramótinu í desember. Ísland fékk óvænt þátttökurétt í mótinu á dögunum sem annað af tveimur boðsliðum IHF en keppnin fer að þessu fram á Norðurlöndunum eða í Danmörku, Í Svíþjóð og í Noregi. Riðill íslensku stelpnanna mun innihalda þrjú önnur lið og hann gæti verið spilaður í öllum þessum þremur löndum. IHF tilkynnti í morgun hvaða tvö lið fengju boðssæti á HM 2023 sem spilað verður í Noregi, Svíþjóð og Danmörk í desember. Stelpurnar okkar fengu úthlutað sæti á HM ásamt Austurríki og eru þær því á leið á sitt fyrsta stórmót síðan 2012.https://t.co/8QFHS0FEw7— HSÍ (@HSI_Iceland) July 3, 2023 Mestar líkur eru á að Ísland spili í Danmörku því fjórir af átta riðlum verða spilaðir þar. Tveir fara síðan fram í Svíþjóð og tveir í Noregi. Íslenska liðið er í fjórða og síðasta styrkleikaflokki þegar dregið verður í dag og því þegar ljóst að landslið Kongó, Senegal, Paragvæ, Íran, Kasakstans, Síle og Austurríki verða ekki í riðli Íslands. Ísland fær hins vegar eitt lið úr hverjum af hinum styrkleikaflokkunum þremur og þar geta stelpurnar okkar bæði verið mjög heppnar og mjög óheppnar. The pots are set for the 2023 IHF Women's World Championship draw on Thursday 6 July Austria and Iceland are awarded the Wild Cards and join an incredible line-up that #aimtoexcite Read more https://t.co/IuliS2Au4b#DENNORSWE2023 pic.twitter.com/O8sfT5YUm4— International Handball Federation (@ihf_info) July 3, 2023 Íslenska liðið gæti þannig fengið nýliða Grænlands úr þriðja styrkleikaflokki en líka Afríkuþjóðirnar Kamerún og Angóla eða Asíuþjóðirnar Japan og Kína. Evrópuþjóðirnar Serbía og Úkraína eru einnig í þriðja styrkleikaflokknum ásamt Argentínu. Íslensku stelpurnar munu síðan alltaf lenda í riðli með mjög öflugum liðum úr efstu tveimur styrkleikaflokkunum en það er munur á því að lenda í riðli með Noregi og Spáni eða í riðli með Þýskalandi og Tékklandi. Leikstaðirnir í boði í riðlakeppninni eru Herning og Frederikshavn í Danmörku, Stavanger í Noregi og Gautaborg og Helsingborg í Svíþjóð. Hér fyrir neðan má sjá styrkleikariðlana. Drátturinn hefst klukkan 13.30 að íslenskum tíma. IHF Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Handbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Ísland fékk óvænt þátttökurétt í mótinu á dögunum sem annað af tveimur boðsliðum IHF en keppnin fer að þessu fram á Norðurlöndunum eða í Danmörku, Í Svíþjóð og í Noregi. Riðill íslensku stelpnanna mun innihalda þrjú önnur lið og hann gæti verið spilaður í öllum þessum þremur löndum. IHF tilkynnti í morgun hvaða tvö lið fengju boðssæti á HM 2023 sem spilað verður í Noregi, Svíþjóð og Danmörk í desember. Stelpurnar okkar fengu úthlutað sæti á HM ásamt Austurríki og eru þær því á leið á sitt fyrsta stórmót síðan 2012.https://t.co/8QFHS0FEw7— HSÍ (@HSI_Iceland) July 3, 2023 Mestar líkur eru á að Ísland spili í Danmörku því fjórir af átta riðlum verða spilaðir þar. Tveir fara síðan fram í Svíþjóð og tveir í Noregi. Íslenska liðið er í fjórða og síðasta styrkleikaflokki þegar dregið verður í dag og því þegar ljóst að landslið Kongó, Senegal, Paragvæ, Íran, Kasakstans, Síle og Austurríki verða ekki í riðli Íslands. Ísland fær hins vegar eitt lið úr hverjum af hinum styrkleikaflokkunum þremur og þar geta stelpurnar okkar bæði verið mjög heppnar og mjög óheppnar. The pots are set for the 2023 IHF Women's World Championship draw on Thursday 6 July Austria and Iceland are awarded the Wild Cards and join an incredible line-up that #aimtoexcite Read more https://t.co/IuliS2Au4b#DENNORSWE2023 pic.twitter.com/O8sfT5YUm4— International Handball Federation (@ihf_info) July 3, 2023 Íslenska liðið gæti þannig fengið nýliða Grænlands úr þriðja styrkleikaflokki en líka Afríkuþjóðirnar Kamerún og Angóla eða Asíuþjóðirnar Japan og Kína. Evrópuþjóðirnar Serbía og Úkraína eru einnig í þriðja styrkleikaflokknum ásamt Argentínu. Íslensku stelpurnar munu síðan alltaf lenda í riðli með mjög öflugum liðum úr efstu tveimur styrkleikaflokkunum en það er munur á því að lenda í riðli með Noregi og Spáni eða í riðli með Þýskalandi og Tékklandi. Leikstaðirnir í boði í riðlakeppninni eru Herning og Frederikshavn í Danmörku, Stavanger í Noregi og Gautaborg og Helsingborg í Svíþjóð. Hér fyrir neðan má sjá styrkleikariðlana. Drátturinn hefst klukkan 13.30 að íslenskum tíma. IHF
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Handbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira