Stjórnarandstaðan biður Katrínu um að kalla þing saman Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2023 11:09 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur áður sagt að hún muni líklega ekki kalla þing saman á nýjan leik. Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði tillaga til forseta Íslands um að kalla þing saman aftur. Formennirnir segja að þingið þurfi að taka þrjú mál til umræðu. Fyrsta málið snýr að sölu eignarhluta ríkisins á Íslandsbanka. Annað snýr að stöðvun veiða á langreyðum við Ísland Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að hún ætti ekki von á því að hún myndi kalla saman þing aftur vegna greinargerðar um starfsemi Lindarhvols. Það var eftir að þingmenn Miðflokksins sendu henni erindi en nú hafa aðrir þingflokkar tekið undir beiðnina. Sjá einnig: „Á ekki von á að kalla saman þing“ Íslandsbanki var nýverið sektaður vegna sölu 22,5 prósenta eignarhluts bankans og vankanta á framkvæmd sölunnar. Seðlabankinn á enn eftir að skila úttekt á öðrum söluaðilum útboðsins og þá hefur Ríkisendurskoðandi tilkynnt framhaldsúttekt vegna söluferlisins, eins og fram kemur í yfirlýsingu frá þingflokksformönnunum. Sjá einnig: Brot bankans mögulega rakin til brotalama hjá Bankasýslunni Svandís Svavarsdóttir ,matvælaráðherra, stöðvaði hvalveiði tímabundið í síðasta mánuði, rétt áður en veiðarnar áttu að hefjast. Mikið hefur verið deilt um þá ákvörðun. Sjá einnig: „SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Þá var nýverið birt greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols en það er félag sem stofnað var árið 2016 af Bjarna Benediktssyni, þáverandi og núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, til þess að halda utan um þær eignir sem ríkið eignaðist vegna stöðugleikaframlaga. Alþingi Salan á Íslandsbanka Hvalveiðar Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka fyrr en í september. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Það verði gert þegar þing kemur saman aftur þar sem einungis sé hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Fyrsta málið snýr að sölu eignarhluta ríkisins á Íslandsbanka. Annað snýr að stöðvun veiða á langreyðum við Ísland Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í gær að hún ætti ekki von á því að hún myndi kalla saman þing aftur vegna greinargerðar um starfsemi Lindarhvols. Það var eftir að þingmenn Miðflokksins sendu henni erindi en nú hafa aðrir þingflokkar tekið undir beiðnina. Sjá einnig: „Á ekki von á að kalla saman þing“ Íslandsbanki var nýverið sektaður vegna sölu 22,5 prósenta eignarhluts bankans og vankanta á framkvæmd sölunnar. Seðlabankinn á enn eftir að skila úttekt á öðrum söluaðilum útboðsins og þá hefur Ríkisendurskoðandi tilkynnt framhaldsúttekt vegna söluferlisins, eins og fram kemur í yfirlýsingu frá þingflokksformönnunum. Sjá einnig: Brot bankans mögulega rakin til brotalama hjá Bankasýslunni Svandís Svavarsdóttir ,matvælaráðherra, stöðvaði hvalveiði tímabundið í síðasta mánuði, rétt áður en veiðarnar áttu að hefjast. Mikið hefur verið deilt um þá ákvörðun. Sjá einnig: „SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Þá var nýverið birt greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols en það er félag sem stofnað var árið 2016 af Bjarna Benediktssyni, þáverandi og núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, til þess að halda utan um þær eignir sem ríkið eignaðist vegna stöðugleikaframlaga.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Hvalveiðar Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka fyrr en í september. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Það verði gert þegar þing kemur saman aftur þar sem einungis sé hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka fyrr en í september. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Það verði gert þegar þing kemur saman aftur þar sem einungis sé hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. 8. júlí 2023 10:38