ÍBV í viðræðum við Roland Eradze og Carlos kemur ekki: „Búið og var aldrei neitt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júlí 2023 11:31 Roland Eradze á í viðræðum við ÍBV um að gerast aðstoðarþjálfari en Carlos Martin var áhugasamur um starfið. Vísir/Bára Dröfn/Diego Margt bendir til þess að Roland Valur Eradze verði næsti aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara ÍBV í handknattleik. Viðræður Eyjamanna við Eradze standa yfir og ríkir bjartsýni að gengið verði frá samningum. Roland Valur Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, á í viðræðum við ÍBV um að hann verði næsti aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Viðræður á milli aðila standa yfir og framkvæmdastjóri ÍBV segir að þær gangi vel. Samkvæmt heimildum Sérfræðingsins er ÍBV í viðræðum við Roland Eradze að gerast aðstoðarþjálfari karlaliðsins. Roland hefur síðustu ár verið aðstoðarþjálfari H.C Motor bæði í Úkraínu og þýsku B-deildinni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Roland lék á sínum tíma með ÍBV. #Handkastið pic.twitter.com/zyYEcJ2Mno— Arnar Daði (@arnardadi) July 10, 2023 „Þetta hefur ekki staðið lengi yfir,“ sagði Ellert Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, í samtali við Vísi. Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson greindi fyrst frá því á Twitter í morgun að samkvæmt hans heimildum stæðu viðræður yfir á milli ÍBV og Roland Vals. „Viðræðurnar ganga vel og við erum bjartsýnir á að þær klárist fljótlega,“ sagði Ellert enn fremur en Roland Eradze hefur verið í þjálfarateymi úkraínska liðsins HC Motor síðan árið 2020. HC Motor tók þátt í Evrópudeildinni í handknattleik í vetur en féll úr leik í 16-liða úrslitum gegn króatíska liðinu RK Nexe. z Þá spilaði liðið í þýsku B-deildinni þar sem ekki var spilað í Úkraínu vegna stríðsins sem þar geysar. Roland Valur lék með Val, Stjörnunni og ÍBV hér á landi sem leikmaður og lék 52 landsleiki fyrir Íslands hönd eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari. Þá hefur hann verið í þjálfarateymi yngri landsliða Íslands, hjá FH, Fram og nú síðast í Úkraínu hjá HC Motor. Svava Kristín Grétarsdóttir íþróttafréttamaður ræddi við Roland Val í mars á síðasta ári þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann þurfti þá að skilja við leikmenn sína úti í Úkraínu og koma sjálfur heim til Íslands. Carlos Santos fer ekki til Eyja Í síðustu viku bárust fregnir af því að ÍBV hefði haft samband við Carlos Martin Santos, þjálfara Harðar á Ísafirði, um að verða aðstoðarmaður Magnúsar Stefánssonar sem tók við þjálfarastarfinu hjá Íslandsmeisturum ÍBV að tímabilinu loknu. Harðverjar sendu inn kvörtun til HSÍ vegna málsins og óskuðu eftir því að sambandið beitti sér af festu gegn ÍBV þar sem þeir vildu meina að reglur hefðu verið brotnar. Ísfirðingar kröfðust þess að fá 3,5 milljónir fyrir Santos sem ÍBV var ekki tilbúið að borga. Eyjamenn hafa greinilega leitað á önnur mið í kjölfarið og vill Ellert meina að of mikið hafi verið gert úr því máli. „Það er búið og var aldrei neitt,“ sagði Ellert við Vísi í morgun. Eins og áður segir verður Magnús Stefánsson við stjórnvölinn hjá ÍBV á næsta tímabili en hann var aðstoðarmaður Erlings Richardssonar á síðasta tímabili. Þetta verður fyrsta tímabil Magnúsar sem aðalþjálfari og því eflaust kærkomið að fá reynslubolta eins og Roland Eradze inn í teymið. „Við erum að horfa í og nýta hans reyslu og sérþekkingu,“ sagði Ellert Scheving framkvæmdastjóri við Vísi en Roland Valur myndi einnig koma að markmannsþjálfun hjá ÍBV. Olís-deild karla ÍBV Hörður Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram Sjá meira
Roland Valur Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, á í viðræðum við ÍBV um að hann verði næsti aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Viðræður á milli aðila standa yfir og framkvæmdastjóri ÍBV segir að þær gangi vel. Samkvæmt heimildum Sérfræðingsins er ÍBV í viðræðum við Roland Eradze að gerast aðstoðarþjálfari karlaliðsins. Roland hefur síðustu ár verið aðstoðarþjálfari H.C Motor bæði í Úkraínu og þýsku B-deildinni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Roland lék á sínum tíma með ÍBV. #Handkastið pic.twitter.com/zyYEcJ2Mno— Arnar Daði (@arnardadi) July 10, 2023 „Þetta hefur ekki staðið lengi yfir,“ sagði Ellert Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, í samtali við Vísi. Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson greindi fyrst frá því á Twitter í morgun að samkvæmt hans heimildum stæðu viðræður yfir á milli ÍBV og Roland Vals. „Viðræðurnar ganga vel og við erum bjartsýnir á að þær klárist fljótlega,“ sagði Ellert enn fremur en Roland Eradze hefur verið í þjálfarateymi úkraínska liðsins HC Motor síðan árið 2020. HC Motor tók þátt í Evrópudeildinni í handknattleik í vetur en féll úr leik í 16-liða úrslitum gegn króatíska liðinu RK Nexe. z Þá spilaði liðið í þýsku B-deildinni þar sem ekki var spilað í Úkraínu vegna stríðsins sem þar geysar. Roland Valur lék með Val, Stjörnunni og ÍBV hér á landi sem leikmaður og lék 52 landsleiki fyrir Íslands hönd eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari. Þá hefur hann verið í þjálfarateymi yngri landsliða Íslands, hjá FH, Fram og nú síðast í Úkraínu hjá HC Motor. Svava Kristín Grétarsdóttir íþróttafréttamaður ræddi við Roland Val í mars á síðasta ári þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann þurfti þá að skilja við leikmenn sína úti í Úkraínu og koma sjálfur heim til Íslands. Carlos Santos fer ekki til Eyja Í síðustu viku bárust fregnir af því að ÍBV hefði haft samband við Carlos Martin Santos, þjálfara Harðar á Ísafirði, um að verða aðstoðarmaður Magnúsar Stefánssonar sem tók við þjálfarastarfinu hjá Íslandsmeisturum ÍBV að tímabilinu loknu. Harðverjar sendu inn kvörtun til HSÍ vegna málsins og óskuðu eftir því að sambandið beitti sér af festu gegn ÍBV þar sem þeir vildu meina að reglur hefðu verið brotnar. Ísfirðingar kröfðust þess að fá 3,5 milljónir fyrir Santos sem ÍBV var ekki tilbúið að borga. Eyjamenn hafa greinilega leitað á önnur mið í kjölfarið og vill Ellert meina að of mikið hafi verið gert úr því máli. „Það er búið og var aldrei neitt,“ sagði Ellert við Vísi í morgun. Eins og áður segir verður Magnús Stefánsson við stjórnvölinn hjá ÍBV á næsta tímabili en hann var aðstoðarmaður Erlings Richardssonar á síðasta tímabili. Þetta verður fyrsta tímabil Magnúsar sem aðalþjálfari og því eflaust kærkomið að fá reynslubolta eins og Roland Eradze inn í teymið. „Við erum að horfa í og nýta hans reyslu og sérþekkingu,“ sagði Ellert Scheving framkvæmdastjóri við Vísi en Roland Valur myndi einnig koma að markmannsþjálfun hjá ÍBV.
Olís-deild karla ÍBV Hörður Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram Sjá meira