Verulega minni kraftur en í gær Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2023 08:16 Eldgos hófst við Litla-Hrút á fimmta tímanum í gær. Sprungan myndaðist skammt frá Meradölum, þar sem hraun kom upp í fyrra. Vísir/Vilhelm Verulega hefur dregið úr krafti eldgossins við Litla-Hrút í nótt og hraunflæði hefur minnkað. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, en hann var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir eldgosið hegða sér svipað og gosið í fyrra, en þá hafi kraftur þess verið mikill í upphafi og minnkað. Upphafsfasi þessa goss hafi þó verið mun öflugri en eldgossins í fyrra. „Núna er þetta farið að líkjast mikið fyrri gosunum, svona að nálgast þau í stærð,“ sagði Magnús Tumi. „Það hefur dregið verulega úr og það er í sjálfu sér algengt í eldgosum að fyrsti fasinn er öflugastur en síðan dregur úr og fer í hægara rennsli.“ Gosið er við Litla-Hrút suðvestur af Keili.Kort/Kristján Hann sagði eldgosið sýna frekar hefðbundna hegðun. Magnús Tumi sagði mögulegt að styrkur gossins gæti aukist aftur en það væri ólíklegt með eldgos sem þetta. „En þau geta náttúrulega aukist og minnkað á víxl en þessi upphafsfasi er lang öflugastur.“ Fylgjast má með nýjustu vendingum varðandi eldgosið hér í Vaktinni á Vísi. Betra að fara varlega Þá sagði Magnús að þær ákvarðanir sem teknar hafi verið í gærkvöldi um að loka svæðinu hafi verið hafi byggt á því sem sást á gosstöðvum þá. „Það þýðir ekkert annað en að fara þokkalega varlega í svona málum, því það verður ekki aftur tekið ef að illa spilast úr,“ sagði Magnús Tumi. Hann sagði einnig að ef eldgosið myndi halda áfram með þessum hætti myndi það taka langan tíma þar til hraunflæðið gæti farið að ógna einhverjum innviðum. Magnús Tumi sagði að fólki annars staðar í heiminum þætti stórmerkilegt hve gott aðgengi fólk fengi að gosstöðvum hér á landi. Í fyrra hefðu aðstæður til að mynda verið bættar, björgunarfólk aðstoðaði fólk við að ferðast að gosstöðvum og lokunum hafi verið haldið í lágmarki. „Þetta hefur vakið athygli um allan heim. Á Ítalíu, þar eru lokanir reglan, og þegar gaus á Kanaríeyjum í fyrra, þá voru miklar lokanir. Þar var ekkert verið að leyfa fólki að koma nálægt þessu, enda var það kannski svolítið hættulegra þegar það var. En þetta vakti mikla athygli, hvaða nálgun var tekin hér. Að bara leyfa fólki að fara og aðstoða fólk á allan hátt.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. 11. júlí 2023 00:14 Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“ Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti. 11. júlí 2023 00:05 Segir gosið miklu öflugra en síðustu tvö Upplýsingafundur Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga fór fram nú í kvöld. Þar sagði Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, að gosið nú sé um tíu sinnum öflugra en eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021. 10. júlí 2023 23:07 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Hann segir eldgosið hegða sér svipað og gosið í fyrra, en þá hafi kraftur þess verið mikill í upphafi og minnkað. Upphafsfasi þessa goss hafi þó verið mun öflugri en eldgossins í fyrra. „Núna er þetta farið að líkjast mikið fyrri gosunum, svona að nálgast þau í stærð,“ sagði Magnús Tumi. „Það hefur dregið verulega úr og það er í sjálfu sér algengt í eldgosum að fyrsti fasinn er öflugastur en síðan dregur úr og fer í hægara rennsli.“ Gosið er við Litla-Hrút suðvestur af Keili.Kort/Kristján Hann sagði eldgosið sýna frekar hefðbundna hegðun. Magnús Tumi sagði mögulegt að styrkur gossins gæti aukist aftur en það væri ólíklegt með eldgos sem þetta. „En þau geta náttúrulega aukist og minnkað á víxl en þessi upphafsfasi er lang öflugastur.“ Fylgjast má með nýjustu vendingum varðandi eldgosið hér í Vaktinni á Vísi. Betra að fara varlega Þá sagði Magnús að þær ákvarðanir sem teknar hafi verið í gærkvöldi um að loka svæðinu hafi verið hafi byggt á því sem sást á gosstöðvum þá. „Það þýðir ekkert annað en að fara þokkalega varlega í svona málum, því það verður ekki aftur tekið ef að illa spilast úr,“ sagði Magnús Tumi. Hann sagði einnig að ef eldgosið myndi halda áfram með þessum hætti myndi það taka langan tíma þar til hraunflæðið gæti farið að ógna einhverjum innviðum. Magnús Tumi sagði að fólki annars staðar í heiminum þætti stórmerkilegt hve gott aðgengi fólk fengi að gosstöðvum hér á landi. Í fyrra hefðu aðstæður til að mynda verið bættar, björgunarfólk aðstoðaði fólk við að ferðast að gosstöðvum og lokunum hafi verið haldið í lágmarki. „Þetta hefur vakið athygli um allan heim. Á Ítalíu, þar eru lokanir reglan, og þegar gaus á Kanaríeyjum í fyrra, þá voru miklar lokanir. Þar var ekkert verið að leyfa fólki að koma nálægt þessu, enda var það kannski svolítið hættulegra þegar það var. En þetta vakti mikla athygli, hvaða nálgun var tekin hér. Að bara leyfa fólki að fara og aðstoða fólk á allan hátt.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. 11. júlí 2023 00:14 Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“ Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti. 11. júlí 2023 00:05 Segir gosið miklu öflugra en síðustu tvö Upplýsingafundur Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga fór fram nú í kvöld. Þar sagði Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, að gosið nú sé um tíu sinnum öflugra en eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021. 10. júlí 2023 23:07 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. 11. júlí 2023 00:14
Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“ Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti. 11. júlí 2023 00:05
Segir gosið miklu öflugra en síðustu tvö Upplýsingafundur Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga fór fram nú í kvöld. Þar sagði Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, að gosið nú sé um tíu sinnum öflugra en eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021. 10. júlí 2023 23:07