Eldgos hafið - Er heimilið tryggt? Ágúst Mogensen skrifar 11. júlí 2023 15:00 Eldgos er hafið á Reykjanesskaga enn á ný, nú í norðvesturhluta Litla-Hrúts. Við mælum með að gefa viðbragðsaðilum rými til þess að kanna aðstæður og hvetjum fólk að leggja ekki leið sína að gosinu strax. Þetta er í þriðja sinn sem gýs á Reykjanesi á stuttum tíma í kjölfar jarðskjálftahrinu. Ekki er hægt að segja til um hvað þetta jarðhræringatímabil mun vara lengi en íbúar suðvesturhornsins gætu þurft að búa við það næstu árin. Í stærstu skjálftunum nötra húsin okkar og innbú glamrar í hillum. Margir velta fyrir sér hvernig tryggingum á húsi og innbúi sé háttað og hverju þarf að huga að í þeim efnum. Húseignin mín Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) bætir tjón á öllum brunatryggðum fasteignum sem verða fyrir tjóni vegna eldgoss eða jarðskjálfta. Brunatryggingin sem þú ert með er skyldutrygging og því er húseignin þín tryggð sjálfkrafa. Þetta gildir um íbúðarhúsnæði, sumarhús, atvinnuhúsnæði, bílskúr og allar fasteignir. Hafa ber í huga að eigin áhætta tjóns er 2% á hverri fasteign og að lágmarki 400.000 krónur sem dregst frá tjónabótum. Á vefsíðunni nti.is má lesa um tryggingar og tilkynningu tjóna ef náttúruhamfarir verða. Innbúið mitt NTÍ bætir einnig tjón á innbúi og lausafé, en þó aðeins ef það er brunatryggt hjá tryggingafélagi. Alveg eins og með húseignina þína þá fer hluti af brunaiðgjaldi innbústryggingar þinnar til Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Hvað er átt við með innbúi og lausafé? Einfaldast er að útskýra það sem þá hluti sem þú flytur með þér ef þú skiptir um fasteign. Hjólhýsi, bátar og vélknúin ökutæki teljast ekki til innbús enda oftast sértryggð sem slík. Fólk ætti að ganga úr skugga um að það sé með innbúið sitt tryggt og að innbúsverðmæti sé rétt. Ef það er langt síðan trygging var tekin gæti verið skynsamlegt að yfirfara tryggingarfjárhæðir því bætur miðast alltaf við það innbúsverðmæti sem gefið er upp á tryggingarskírteini. Eigin áhætta NTÍ í innbústjóni er 2% og að lágmarki 200.000 krónur. En bíllinn minn? NTÍ bætir ekki tjón á bílum nema þeir séu sérstaklega brunatryggðir. Hefðbundin kaskótrygging nær ekki yfir þessi tjón og því gæti verið skynsamlegt að brunatryggja bíla sem eru í sérstakri hættu. Almennt eru bílar ekki taldir í sérstakri áhættu í jarðskjálftum og eldgosum, þá er hægt að færa eða keyra á brott. Hver og einn þarf þó að hugsa málið hér og gera sitt áhættumat. Gagnlegar upplýsingar og viðbrögð Við getum komið í veg fyrir eignatjón og slys í jarðskjálftum með því að fylgja nokkrum góðum ráðum. Festum skápa og hillur og færum verðmæta og/eða hættulega hluti úr efstu hillum. Ekki sofa með þunga hluti fyrir ofan ykkur, s.s. myndir, styttur eða hillur. Ef þú ert úti þegar jarðskjálfti verður þá skaltu vera áfram úti, nema fall eða hrunhætta sé kringum þig. Ef þú ert inni þegar harður skjálfti ríður yfir þá skaltu halda þig frá gluggum en frekar leita skjóls við burðarveggi, hurðarop eða með því að skríða undir sterkbyggð húsgögn eins og borð eða rúm. Komi til eldgoss þá er öruggast að fylgja tilmælum almannavarna og annarra viðbragðsaðila. Frekar en að flykkjast upp að gosstöðvum ættum við að halda okkur fjarri fyrstu dagana. Það er ekki hægt að segja til með öryggi hvar hraunsprungur opnast og kvikan getur verið um og yfir 1000 gráðu heit. Hvar tilkynni ég tjón vegna jarðskjálfta eða eldgoss? Ef svo óheppilega vill til að þú lendir í tjóni vegna jarðskjálfta eða eldgoss þá getur þú tilkynnt það til NTÍ á heimasíðunni nti.is. Þú mátt samt alveg hafa samband við þitt tryggingafélag líka ef eitthvað er óljóst og starfsmaður mun leiðbeina þér. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tryggingar Ágúst Mogensen Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Eldgos er hafið á Reykjanesskaga enn á ný, nú í norðvesturhluta Litla-Hrúts. Við mælum með að gefa viðbragðsaðilum rými til þess að kanna aðstæður og hvetjum fólk að leggja ekki leið sína að gosinu strax. Þetta er í þriðja sinn sem gýs á Reykjanesi á stuttum tíma í kjölfar jarðskjálftahrinu. Ekki er hægt að segja til um hvað þetta jarðhræringatímabil mun vara lengi en íbúar suðvesturhornsins gætu þurft að búa við það næstu árin. Í stærstu skjálftunum nötra húsin okkar og innbú glamrar í hillum. Margir velta fyrir sér hvernig tryggingum á húsi og innbúi sé háttað og hverju þarf að huga að í þeim efnum. Húseignin mín Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) bætir tjón á öllum brunatryggðum fasteignum sem verða fyrir tjóni vegna eldgoss eða jarðskjálfta. Brunatryggingin sem þú ert með er skyldutrygging og því er húseignin þín tryggð sjálfkrafa. Þetta gildir um íbúðarhúsnæði, sumarhús, atvinnuhúsnæði, bílskúr og allar fasteignir. Hafa ber í huga að eigin áhætta tjóns er 2% á hverri fasteign og að lágmarki 400.000 krónur sem dregst frá tjónabótum. Á vefsíðunni nti.is má lesa um tryggingar og tilkynningu tjóna ef náttúruhamfarir verða. Innbúið mitt NTÍ bætir einnig tjón á innbúi og lausafé, en þó aðeins ef það er brunatryggt hjá tryggingafélagi. Alveg eins og með húseignina þína þá fer hluti af brunaiðgjaldi innbústryggingar þinnar til Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Hvað er átt við með innbúi og lausafé? Einfaldast er að útskýra það sem þá hluti sem þú flytur með þér ef þú skiptir um fasteign. Hjólhýsi, bátar og vélknúin ökutæki teljast ekki til innbús enda oftast sértryggð sem slík. Fólk ætti að ganga úr skugga um að það sé með innbúið sitt tryggt og að innbúsverðmæti sé rétt. Ef það er langt síðan trygging var tekin gæti verið skynsamlegt að yfirfara tryggingarfjárhæðir því bætur miðast alltaf við það innbúsverðmæti sem gefið er upp á tryggingarskírteini. Eigin áhætta NTÍ í innbústjóni er 2% og að lágmarki 200.000 krónur. En bíllinn minn? NTÍ bætir ekki tjón á bílum nema þeir séu sérstaklega brunatryggðir. Hefðbundin kaskótrygging nær ekki yfir þessi tjón og því gæti verið skynsamlegt að brunatryggja bíla sem eru í sérstakri hættu. Almennt eru bílar ekki taldir í sérstakri áhættu í jarðskjálftum og eldgosum, þá er hægt að færa eða keyra á brott. Hver og einn þarf þó að hugsa málið hér og gera sitt áhættumat. Gagnlegar upplýsingar og viðbrögð Við getum komið í veg fyrir eignatjón og slys í jarðskjálftum með því að fylgja nokkrum góðum ráðum. Festum skápa og hillur og færum verðmæta og/eða hættulega hluti úr efstu hillum. Ekki sofa með þunga hluti fyrir ofan ykkur, s.s. myndir, styttur eða hillur. Ef þú ert úti þegar jarðskjálfti verður þá skaltu vera áfram úti, nema fall eða hrunhætta sé kringum þig. Ef þú ert inni þegar harður skjálfti ríður yfir þá skaltu halda þig frá gluggum en frekar leita skjóls við burðarveggi, hurðarop eða með því að skríða undir sterkbyggð húsgögn eins og borð eða rúm. Komi til eldgoss þá er öruggast að fylgja tilmælum almannavarna og annarra viðbragðsaðila. Frekar en að flykkjast upp að gosstöðvum ættum við að halda okkur fjarri fyrstu dagana. Það er ekki hægt að segja til með öryggi hvar hraunsprungur opnast og kvikan getur verið um og yfir 1000 gráðu heit. Hvar tilkynni ég tjón vegna jarðskjálfta eða eldgoss? Ef svo óheppilega vill til að þú lendir í tjóni vegna jarðskjálfta eða eldgoss þá getur þú tilkynnt það til NTÍ á heimasíðunni nti.is. Þú mátt samt alveg hafa samband við þitt tryggingafélag líka ef eitthvað er óljóst og starfsmaður mun leiðbeina þér. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun