Eldgos hafið - Er heimilið tryggt? Ágúst Mogensen skrifar 11. júlí 2023 15:00 Eldgos er hafið á Reykjanesskaga enn á ný, nú í norðvesturhluta Litla-Hrúts. Við mælum með að gefa viðbragðsaðilum rými til þess að kanna aðstæður og hvetjum fólk að leggja ekki leið sína að gosinu strax. Þetta er í þriðja sinn sem gýs á Reykjanesi á stuttum tíma í kjölfar jarðskjálftahrinu. Ekki er hægt að segja til um hvað þetta jarðhræringatímabil mun vara lengi en íbúar suðvesturhornsins gætu þurft að búa við það næstu árin. Í stærstu skjálftunum nötra húsin okkar og innbú glamrar í hillum. Margir velta fyrir sér hvernig tryggingum á húsi og innbúi sé háttað og hverju þarf að huga að í þeim efnum. Húseignin mín Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) bætir tjón á öllum brunatryggðum fasteignum sem verða fyrir tjóni vegna eldgoss eða jarðskjálfta. Brunatryggingin sem þú ert með er skyldutrygging og því er húseignin þín tryggð sjálfkrafa. Þetta gildir um íbúðarhúsnæði, sumarhús, atvinnuhúsnæði, bílskúr og allar fasteignir. Hafa ber í huga að eigin áhætta tjóns er 2% á hverri fasteign og að lágmarki 400.000 krónur sem dregst frá tjónabótum. Á vefsíðunni nti.is má lesa um tryggingar og tilkynningu tjóna ef náttúruhamfarir verða. Innbúið mitt NTÍ bætir einnig tjón á innbúi og lausafé, en þó aðeins ef það er brunatryggt hjá tryggingafélagi. Alveg eins og með húseignina þína þá fer hluti af brunaiðgjaldi innbústryggingar þinnar til Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Hvað er átt við með innbúi og lausafé? Einfaldast er að útskýra það sem þá hluti sem þú flytur með þér ef þú skiptir um fasteign. Hjólhýsi, bátar og vélknúin ökutæki teljast ekki til innbús enda oftast sértryggð sem slík. Fólk ætti að ganga úr skugga um að það sé með innbúið sitt tryggt og að innbúsverðmæti sé rétt. Ef það er langt síðan trygging var tekin gæti verið skynsamlegt að yfirfara tryggingarfjárhæðir því bætur miðast alltaf við það innbúsverðmæti sem gefið er upp á tryggingarskírteini. Eigin áhætta NTÍ í innbústjóni er 2% og að lágmarki 200.000 krónur. En bíllinn minn? NTÍ bætir ekki tjón á bílum nema þeir séu sérstaklega brunatryggðir. Hefðbundin kaskótrygging nær ekki yfir þessi tjón og því gæti verið skynsamlegt að brunatryggja bíla sem eru í sérstakri hættu. Almennt eru bílar ekki taldir í sérstakri áhættu í jarðskjálftum og eldgosum, þá er hægt að færa eða keyra á brott. Hver og einn þarf þó að hugsa málið hér og gera sitt áhættumat. Gagnlegar upplýsingar og viðbrögð Við getum komið í veg fyrir eignatjón og slys í jarðskjálftum með því að fylgja nokkrum góðum ráðum. Festum skápa og hillur og færum verðmæta og/eða hættulega hluti úr efstu hillum. Ekki sofa með þunga hluti fyrir ofan ykkur, s.s. myndir, styttur eða hillur. Ef þú ert úti þegar jarðskjálfti verður þá skaltu vera áfram úti, nema fall eða hrunhætta sé kringum þig. Ef þú ert inni þegar harður skjálfti ríður yfir þá skaltu halda þig frá gluggum en frekar leita skjóls við burðarveggi, hurðarop eða með því að skríða undir sterkbyggð húsgögn eins og borð eða rúm. Komi til eldgoss þá er öruggast að fylgja tilmælum almannavarna og annarra viðbragðsaðila. Frekar en að flykkjast upp að gosstöðvum ættum við að halda okkur fjarri fyrstu dagana. Það er ekki hægt að segja til með öryggi hvar hraunsprungur opnast og kvikan getur verið um og yfir 1000 gráðu heit. Hvar tilkynni ég tjón vegna jarðskjálfta eða eldgoss? Ef svo óheppilega vill til að þú lendir í tjóni vegna jarðskjálfta eða eldgoss þá getur þú tilkynnt það til NTÍ á heimasíðunni nti.is. Þú mátt samt alveg hafa samband við þitt tryggingafélag líka ef eitthvað er óljóst og starfsmaður mun leiðbeina þér. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tryggingar Ágúst Mogensen Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Eldgos er hafið á Reykjanesskaga enn á ný, nú í norðvesturhluta Litla-Hrúts. Við mælum með að gefa viðbragðsaðilum rými til þess að kanna aðstæður og hvetjum fólk að leggja ekki leið sína að gosinu strax. Þetta er í þriðja sinn sem gýs á Reykjanesi á stuttum tíma í kjölfar jarðskjálftahrinu. Ekki er hægt að segja til um hvað þetta jarðhræringatímabil mun vara lengi en íbúar suðvesturhornsins gætu þurft að búa við það næstu árin. Í stærstu skjálftunum nötra húsin okkar og innbú glamrar í hillum. Margir velta fyrir sér hvernig tryggingum á húsi og innbúi sé háttað og hverju þarf að huga að í þeim efnum. Húseignin mín Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) bætir tjón á öllum brunatryggðum fasteignum sem verða fyrir tjóni vegna eldgoss eða jarðskjálfta. Brunatryggingin sem þú ert með er skyldutrygging og því er húseignin þín tryggð sjálfkrafa. Þetta gildir um íbúðarhúsnæði, sumarhús, atvinnuhúsnæði, bílskúr og allar fasteignir. Hafa ber í huga að eigin áhætta tjóns er 2% á hverri fasteign og að lágmarki 400.000 krónur sem dregst frá tjónabótum. Á vefsíðunni nti.is má lesa um tryggingar og tilkynningu tjóna ef náttúruhamfarir verða. Innbúið mitt NTÍ bætir einnig tjón á innbúi og lausafé, en þó aðeins ef það er brunatryggt hjá tryggingafélagi. Alveg eins og með húseignina þína þá fer hluti af brunaiðgjaldi innbústryggingar þinnar til Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Hvað er átt við með innbúi og lausafé? Einfaldast er að útskýra það sem þá hluti sem þú flytur með þér ef þú skiptir um fasteign. Hjólhýsi, bátar og vélknúin ökutæki teljast ekki til innbús enda oftast sértryggð sem slík. Fólk ætti að ganga úr skugga um að það sé með innbúið sitt tryggt og að innbúsverðmæti sé rétt. Ef það er langt síðan trygging var tekin gæti verið skynsamlegt að yfirfara tryggingarfjárhæðir því bætur miðast alltaf við það innbúsverðmæti sem gefið er upp á tryggingarskírteini. Eigin áhætta NTÍ í innbústjóni er 2% og að lágmarki 200.000 krónur. En bíllinn minn? NTÍ bætir ekki tjón á bílum nema þeir séu sérstaklega brunatryggðir. Hefðbundin kaskótrygging nær ekki yfir þessi tjón og því gæti verið skynsamlegt að brunatryggja bíla sem eru í sérstakri hættu. Almennt eru bílar ekki taldir í sérstakri áhættu í jarðskjálftum og eldgosum, þá er hægt að færa eða keyra á brott. Hver og einn þarf þó að hugsa málið hér og gera sitt áhættumat. Gagnlegar upplýsingar og viðbrögð Við getum komið í veg fyrir eignatjón og slys í jarðskjálftum með því að fylgja nokkrum góðum ráðum. Festum skápa og hillur og færum verðmæta og/eða hættulega hluti úr efstu hillum. Ekki sofa með þunga hluti fyrir ofan ykkur, s.s. myndir, styttur eða hillur. Ef þú ert úti þegar jarðskjálfti verður þá skaltu vera áfram úti, nema fall eða hrunhætta sé kringum þig. Ef þú ert inni þegar harður skjálfti ríður yfir þá skaltu halda þig frá gluggum en frekar leita skjóls við burðarveggi, hurðarop eða með því að skríða undir sterkbyggð húsgögn eins og borð eða rúm. Komi til eldgoss þá er öruggast að fylgja tilmælum almannavarna og annarra viðbragðsaðila. Frekar en að flykkjast upp að gosstöðvum ættum við að halda okkur fjarri fyrstu dagana. Það er ekki hægt að segja til með öryggi hvar hraunsprungur opnast og kvikan getur verið um og yfir 1000 gráðu heit. Hvar tilkynni ég tjón vegna jarðskjálfta eða eldgoss? Ef svo óheppilega vill til að þú lendir í tjóni vegna jarðskjálfta eða eldgoss þá getur þú tilkynnt það til NTÍ á heimasíðunni nti.is. Þú mátt samt alveg hafa samband við þitt tryggingafélag líka ef eitthvað er óljóst og starfsmaður mun leiðbeina þér. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun