„Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér“ Máni Snær Þorláksson skrifar 11. júlí 2023 16:42 Ljósmyndari Vísis er á Reykjanesi og tók myndir af fólki sem var að leggja af stað á gossvæðið sem opnaði í dag. Hjördís hjá Almannavörnum segir mikilvægt að klæða sig vel og vera í góðum skóm. Vísir/Vilhelm Búið er að opna inn á gossvæðið við Litla-Hrút. Ljóst er að mikill fjöldi fólks mun leggja leið sína þangað en mikilvægt er að það sé meðvitað um hversu krefjandi gangan er. Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að það sé gömul saga og ný að fólk fari vanbúið af stað. Opnað var fyrir svæðið í dag frá Suðurstrandarvegi en í tilkynningu um opnunina var vakin athygli á því að gangan væri erfið og um tuttugu kílómetrar að lengd. Þá voru göngumenn beðnir um að klæða sig eftir veðri, hafa með sér nesti og næga hleðslu á farsímum. Mikilvægt sé einnig að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði, aðstæður geti breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. „Við erum að reyna að koma út upplýsingum til sérstaklega erlends ferðafólks að þetta sé ekki einföld gönguferð, að þetta muni taka á,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu „Ég er ekkert hissa“ Dæmi eru um að fólk leggi vanbúið af stað í gönguna, þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda. Það kemur Hjördísi ekki á óvart þar sem þetta hefur gerst áður. „Þetta er nákvæmlega sama og við upplifðum í báðum eldgosunum sem hafa verið, þetta er gömul saga og ný,“ segir Hjördís. „Ég er ekkert hissa, kannski af því við erum búin að upplifa þetta í síðustu gosum.“ Spurt til vegar. Björgunarsveitarfólk á Reykjanesi er án efa kunnugt staðháttum á gossvæðinu.Vísir/Vilhelm Þá bendir hún á að þó veðrið sé gott þá geti það breyst fljótt, því sé mikilvægt fyrir fólk að vera vel klætt. „Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér. Það er kannski það sem við erum búin að vera að reyna að gera síðasta sólarhringinn, koma með leiðbeiningar hvernig þú átt að haga þér. Við erum mjög mikið búin að tala um gasið kannski en níu kílómetra ganga á hálendi Reykjaness ætti að segja þér að þú þurfir góða gönguskó og góðan fatnað.“ Fólk fari ekki með lítil börn Hjördís bendir á ekki á að fara í ferð að eldgosinu með lítil börn. Bæði sökum þess hve krefjandi hún er en einnig vegna gasmengunarinnar. Börn geti síður sagt til um það ef þau finna fyrir gasmengun. Auk þess séu þau viðkvæmari fyrir henni. „Við erum alltaf að höfða til þessarar almennu skynsemi, það tekst misvel en við reynum,“ segir hún. „Við munum það frá því í síðustu gosum að þrátt fyrir að þetta hafi verið hávært í umræðunni þá fór fólk með lítil börn á staðinn.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Opnað var fyrir svæðið í dag frá Suðurstrandarvegi en í tilkynningu um opnunina var vakin athygli á því að gangan væri erfið og um tuttugu kílómetrar að lengd. Þá voru göngumenn beðnir um að klæða sig eftir veðri, hafa með sér nesti og næga hleðslu á farsímum. Mikilvægt sé einnig að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði, aðstæður geti breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. „Við erum að reyna að koma út upplýsingum til sérstaklega erlends ferðafólks að þetta sé ekki einföld gönguferð, að þetta muni taka á,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu „Ég er ekkert hissa“ Dæmi eru um að fólk leggi vanbúið af stað í gönguna, þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda. Það kemur Hjördísi ekki á óvart þar sem þetta hefur gerst áður. „Þetta er nákvæmlega sama og við upplifðum í báðum eldgosunum sem hafa verið, þetta er gömul saga og ný,“ segir Hjördís. „Ég er ekkert hissa, kannski af því við erum búin að upplifa þetta í síðustu gosum.“ Spurt til vegar. Björgunarsveitarfólk á Reykjanesi er án efa kunnugt staðháttum á gossvæðinu.Vísir/Vilhelm Þá bendir hún á að þó veðrið sé gott þá geti það breyst fljótt, því sé mikilvægt fyrir fólk að vera vel klætt. „Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér. Það er kannski það sem við erum búin að vera að reyna að gera síðasta sólarhringinn, koma með leiðbeiningar hvernig þú átt að haga þér. Við erum mjög mikið búin að tala um gasið kannski en níu kílómetra ganga á hálendi Reykjaness ætti að segja þér að þú þurfir góða gönguskó og góðan fatnað.“ Fólk fari ekki með lítil börn Hjördís bendir á ekki á að fara í ferð að eldgosinu með lítil börn. Bæði sökum þess hve krefjandi hún er en einnig vegna gasmengunarinnar. Börn geti síður sagt til um það ef þau finna fyrir gasmengun. Auk þess séu þau viðkvæmari fyrir henni. „Við erum alltaf að höfða til þessarar almennu skynsemi, það tekst misvel en við reynum,“ segir hún. „Við munum það frá því í síðustu gosum að þrátt fyrir að þetta hafi verið hávært í umræðunni þá fór fólk með lítil börn á staðinn.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira