„Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér“ Máni Snær Þorláksson skrifar 11. júlí 2023 16:42 Ljósmyndari Vísis er á Reykjanesi og tók myndir af fólki sem var að leggja af stað á gossvæðið sem opnaði í dag. Hjördís hjá Almannavörnum segir mikilvægt að klæða sig vel og vera í góðum skóm. Vísir/Vilhelm Búið er að opna inn á gossvæðið við Litla-Hrút. Ljóst er að mikill fjöldi fólks mun leggja leið sína þangað en mikilvægt er að það sé meðvitað um hversu krefjandi gangan er. Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að það sé gömul saga og ný að fólk fari vanbúið af stað. Opnað var fyrir svæðið í dag frá Suðurstrandarvegi en í tilkynningu um opnunina var vakin athygli á því að gangan væri erfið og um tuttugu kílómetrar að lengd. Þá voru göngumenn beðnir um að klæða sig eftir veðri, hafa með sér nesti og næga hleðslu á farsímum. Mikilvægt sé einnig að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði, aðstæður geti breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. „Við erum að reyna að koma út upplýsingum til sérstaklega erlends ferðafólks að þetta sé ekki einföld gönguferð, að þetta muni taka á,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu „Ég er ekkert hissa“ Dæmi eru um að fólk leggi vanbúið af stað í gönguna, þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda. Það kemur Hjördísi ekki á óvart þar sem þetta hefur gerst áður. „Þetta er nákvæmlega sama og við upplifðum í báðum eldgosunum sem hafa verið, þetta er gömul saga og ný,“ segir Hjördís. „Ég er ekkert hissa, kannski af því við erum búin að upplifa þetta í síðustu gosum.“ Spurt til vegar. Björgunarsveitarfólk á Reykjanesi er án efa kunnugt staðháttum á gossvæðinu.Vísir/Vilhelm Þá bendir hún á að þó veðrið sé gott þá geti það breyst fljótt, því sé mikilvægt fyrir fólk að vera vel klætt. „Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér. Það er kannski það sem við erum búin að vera að reyna að gera síðasta sólarhringinn, koma með leiðbeiningar hvernig þú átt að haga þér. Við erum mjög mikið búin að tala um gasið kannski en níu kílómetra ganga á hálendi Reykjaness ætti að segja þér að þú þurfir góða gönguskó og góðan fatnað.“ Fólk fari ekki með lítil börn Hjördís bendir á ekki á að fara í ferð að eldgosinu með lítil börn. Bæði sökum þess hve krefjandi hún er en einnig vegna gasmengunarinnar. Börn geti síður sagt til um það ef þau finna fyrir gasmengun. Auk þess séu þau viðkvæmari fyrir henni. „Við erum alltaf að höfða til þessarar almennu skynsemi, það tekst misvel en við reynum,“ segir hún. „Við munum það frá því í síðustu gosum að þrátt fyrir að þetta hafi verið hávært í umræðunni þá fór fólk með lítil börn á staðinn.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Opnað var fyrir svæðið í dag frá Suðurstrandarvegi en í tilkynningu um opnunina var vakin athygli á því að gangan væri erfið og um tuttugu kílómetrar að lengd. Þá voru göngumenn beðnir um að klæða sig eftir veðri, hafa með sér nesti og næga hleðslu á farsímum. Mikilvægt sé einnig að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði, aðstæður geti breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. „Við erum að reyna að koma út upplýsingum til sérstaklega erlends ferðafólks að þetta sé ekki einföld gönguferð, að þetta muni taka á,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu „Ég er ekkert hissa“ Dæmi eru um að fólk leggi vanbúið af stað í gönguna, þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda. Það kemur Hjördísi ekki á óvart þar sem þetta hefur gerst áður. „Þetta er nákvæmlega sama og við upplifðum í báðum eldgosunum sem hafa verið, þetta er gömul saga og ný,“ segir Hjördís. „Ég er ekkert hissa, kannski af því við erum búin að upplifa þetta í síðustu gosum.“ Spurt til vegar. Björgunarsveitarfólk á Reykjanesi er án efa kunnugt staðháttum á gossvæðinu.Vísir/Vilhelm Þá bendir hún á að þó veðrið sé gott þá geti það breyst fljótt, því sé mikilvægt fyrir fólk að vera vel klætt. „Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér. Það er kannski það sem við erum búin að vera að reyna að gera síðasta sólarhringinn, koma með leiðbeiningar hvernig þú átt að haga þér. Við erum mjög mikið búin að tala um gasið kannski en níu kílómetra ganga á hálendi Reykjaness ætti að segja þér að þú þurfir góða gönguskó og góðan fatnað.“ Fólk fari ekki með lítil börn Hjördís bendir á ekki á að fara í ferð að eldgosinu með lítil börn. Bæði sökum þess hve krefjandi hún er en einnig vegna gasmengunarinnar. Börn geti síður sagt til um það ef þau finna fyrir gasmengun. Auk þess séu þau viðkvæmari fyrir henni. „Við erum alltaf að höfða til þessarar almennu skynsemi, það tekst misvel en við reynum,“ segir hún. „Við munum það frá því í síðustu gosum að þrátt fyrir að þetta hafi verið hávært í umræðunni þá fór fólk með lítil börn á staðinn.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira