„Auðvitað er áhugi á mér“ Jón Már Ferro skrifar 12. júlí 2023 07:00 Adam Pálsson var stoðsendingahæstur í fyrra. Nú vill hann verða markahæstur. vísir/Pawel Cieslikiewicz „Ég býst við erfiðum leik. Þeir hafa gefið Víking og Breiðablik hörku leik. Fyrstu sextíu mínúturnar voru þeir mjög flottir og voru nálægt því að gera jafntefli. Þeir eru með gæði innan síns liðs og eru þéttir til baka. Rúnar kann alveg að búa til lið,“ segir Adam Pálsson, sóknarmaður Vals, um leik liðsins gegn Fylki í Bestu deild karla í kvöld. Valur er níu stigum á eftir Víkingum sem eru í toppsætinu. Þrátt fyrir það eiga Hlíðarendapiltar tvo leiki inni á Víkinga og geta því minnkað forystuna niður í þrjú stig sigri þeir báða þessa leiki. Gylfi Þór Sigurðsson æfði með Val á dögunum en meiddist lítillega á æfingu. Adam segist ekki vita stöðuna á honum eins og er. „Það lyfti öllum æfingakúltur á annað plan og í raun bara öllu. Það segir sig sjálft að hafa svona góðan leikmann á æfingu sem er með svona sterka nærveru, þá fara allir upp á tærnar,“ segir Adam. Valur verður að öllum líkindum í keppni við Víkinga um Íslandsmeistaratitilinn. Adam vildi þó ekki útiloka Blika úr þeirri keppni. „Þetta verður keppni fram í rauðann dauðann. Við gerum okkar besta á eftir og sjáum svo hvað gerist. Við þurfum að vinna til að komast nær þeim en þetta verður hörku leikur,“ segir Adam. Adam er ánægður með spilamennsku sína og segir liðið alltaf verða betra og betra. „Tímabilið byrjaði vel hjá mér persónulega og mér finnst liðið alltaf verða betra og betra. Addi er að koma áherslunum betur til okkar. Við erum að verða betri og betri með hverjum leik. Gæðin á æfingum eru rosaleg. Maður finnur fyrir sögunni þegar maður labbar hingað inn. Líka hvað þeir vilja mikið vinna. Það er ekki hægt að gera neitt jafntefli hér og þar. Það er ekkert hægt. Í Keflavík var kannski allt í lagi að gera jafntefli. Hér er það ekki í lagi,“ segir Adam. Eins og flestir góðir leikmenn á Íslandi, þá vill Adam spila erlendis í sterkari deild. Þrátt fyrir það er hann einbeittur á að standa sig vel fyrir Val þangað til. „Það er alltaf einhver samtöl á milli umboðsmanns og liða úti. Svo fær maður að heyra smá af því. Ég reyni bara að einbeita mér eins mikið og ég get að Val. Það er minn aðal fókus. Um leið og þú hugsar um eitthvað annað þá fer þér að ganga illa á vellinum. Fólk horfir bara á næstu framistöðu. Það er öllum drullusama hvað þú gerðir fyrir fimm leikjum síðan. Þú verður að vera góður í næsta leik og ef þú ert góður í næsta leik þá heldur þetta bara áfram,“ segir Adam. „Auðvitað er áhugi á mér. Það segir sig sjálft ef það gengur vel. Það fer bara á milli umboðsmanns og liðsins. Ef það kemur formlegt tilboð þá er ég alveg til í að skoða það. Þangað til er ég bara að einbeita mér að Val og vinna titilinn,“ segir Adam. Besta deild karla Valur Fylkir Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Valur er níu stigum á eftir Víkingum sem eru í toppsætinu. Þrátt fyrir það eiga Hlíðarendapiltar tvo leiki inni á Víkinga og geta því minnkað forystuna niður í þrjú stig sigri þeir báða þessa leiki. Gylfi Þór Sigurðsson æfði með Val á dögunum en meiddist lítillega á æfingu. Adam segist ekki vita stöðuna á honum eins og er. „Það lyfti öllum æfingakúltur á annað plan og í raun bara öllu. Það segir sig sjálft að hafa svona góðan leikmann á æfingu sem er með svona sterka nærveru, þá fara allir upp á tærnar,“ segir Adam. Valur verður að öllum líkindum í keppni við Víkinga um Íslandsmeistaratitilinn. Adam vildi þó ekki útiloka Blika úr þeirri keppni. „Þetta verður keppni fram í rauðann dauðann. Við gerum okkar besta á eftir og sjáum svo hvað gerist. Við þurfum að vinna til að komast nær þeim en þetta verður hörku leikur,“ segir Adam. Adam er ánægður með spilamennsku sína og segir liðið alltaf verða betra og betra. „Tímabilið byrjaði vel hjá mér persónulega og mér finnst liðið alltaf verða betra og betra. Addi er að koma áherslunum betur til okkar. Við erum að verða betri og betri með hverjum leik. Gæðin á æfingum eru rosaleg. Maður finnur fyrir sögunni þegar maður labbar hingað inn. Líka hvað þeir vilja mikið vinna. Það er ekki hægt að gera neitt jafntefli hér og þar. Það er ekkert hægt. Í Keflavík var kannski allt í lagi að gera jafntefli. Hér er það ekki í lagi,“ segir Adam. Eins og flestir góðir leikmenn á Íslandi, þá vill Adam spila erlendis í sterkari deild. Þrátt fyrir það er hann einbeittur á að standa sig vel fyrir Val þangað til. „Það er alltaf einhver samtöl á milli umboðsmanns og liða úti. Svo fær maður að heyra smá af því. Ég reyni bara að einbeita mér eins mikið og ég get að Val. Það er minn aðal fókus. Um leið og þú hugsar um eitthvað annað þá fer þér að ganga illa á vellinum. Fólk horfir bara á næstu framistöðu. Það er öllum drullusama hvað þú gerðir fyrir fimm leikjum síðan. Þú verður að vera góður í næsta leik og ef þú ert góður í næsta leik þá heldur þetta bara áfram,“ segir Adam. „Auðvitað er áhugi á mér. Það segir sig sjálft ef það gengur vel. Það fer bara á milli umboðsmanns og liðsins. Ef það kemur formlegt tilboð þá er ég alveg til í að skoða það. Þangað til er ég bara að einbeita mér að Val og vinna titilinn,“ segir Adam.
Besta deild karla Valur Fylkir Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira