Messi lentur í Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2023 13:01 Ung knattspyrnuáhugakona í Miami fyrir framan stóra mynd af nýju hetju borgarinnar, Lionel Messi. AP/Rebecca Blackwell Lionel Messi er loksins kominn til Bandaríkjanna en það eru margar vikur síðan fréttist af því að hann væri að semja við bandaríska félagið Inter Miami. Messi verður formlega kynntur til leiks 16. júlí næstkomandi og má búast við flottri athöfn. Inter Miami staðfesti í gær að hún muni hefjast klukkan sex á sunnudaginn og fari fram á DRV PNK leikvanginum. Messi lenti í Miami í gær og sáust myndir af honum með eiginkonu sinni og börnum á flugvellinum í Fort Lauderdale. Messi fór í viðtal við argentínska sjónvarpsstöð á þriðjudaginn og þar talaði hann um að hann ætlaði að gefa allt sitt til að hjálpa liði Inter Miami. Liðið þarf svo sannarlega á hjálp að halda en eftir 2-2 jafntefli við D.C. United á sunnudaginn hefur Inter Miami leikið tíu leiki í röð án þess að ná að fagna einum einasta sigri. Það hefur aldrei gerst áður í sögu bandaríska félagsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Inter Miami hefur sett stefnuna á það að Messi spili sinn fyrsta leik með félaginu 21. júlí næstkomandi þegar liðið spilar við Cruz Azul í deildarbikarnum. Hinn 35 ára gamli Messi hefur unnið alla helstu titla í boði á ferlinum og alls 43 titla. Hann hefur sjö sinnum fengið Gullhnöttinn sem besti leikmaður heims. 35 af titlum hans komu með Barcelona og skoraði á sínum tíma 672 mörk fyrir félagið. Eftir tvo ár með Paris Saint Germain í Frakklandi þá ákvað Messi að semja frekar við MLS-lið í Bandaríkjunum í stað þess að fara heim til Barcelona eða elta peningana til Sádí-Arabíu. Messi mætir til Bandaríkjanna sem ríkjandi heimsmeistari eftir að hafa kórónað ferilinn sinn með heimsmeistaratitlinum í Katar. MLS deildin væntir mikils af komu hans og augu margra verða á því hvort að Messi sé enn það góður að hann geti rifið Inter Miami liðið upp af botninum. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Sjá meira
Messi verður formlega kynntur til leiks 16. júlí næstkomandi og má búast við flottri athöfn. Inter Miami staðfesti í gær að hún muni hefjast klukkan sex á sunnudaginn og fari fram á DRV PNK leikvanginum. Messi lenti í Miami í gær og sáust myndir af honum með eiginkonu sinni og börnum á flugvellinum í Fort Lauderdale. Messi fór í viðtal við argentínska sjónvarpsstöð á þriðjudaginn og þar talaði hann um að hann ætlaði að gefa allt sitt til að hjálpa liði Inter Miami. Liðið þarf svo sannarlega á hjálp að halda en eftir 2-2 jafntefli við D.C. United á sunnudaginn hefur Inter Miami leikið tíu leiki í röð án þess að ná að fagna einum einasta sigri. Það hefur aldrei gerst áður í sögu bandaríska félagsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Inter Miami hefur sett stefnuna á það að Messi spili sinn fyrsta leik með félaginu 21. júlí næstkomandi þegar liðið spilar við Cruz Azul í deildarbikarnum. Hinn 35 ára gamli Messi hefur unnið alla helstu titla í boði á ferlinum og alls 43 titla. Hann hefur sjö sinnum fengið Gullhnöttinn sem besti leikmaður heims. 35 af titlum hans komu með Barcelona og skoraði á sínum tíma 672 mörk fyrir félagið. Eftir tvo ár með Paris Saint Germain í Frakklandi þá ákvað Messi að semja frekar við MLS-lið í Bandaríkjunum í stað þess að fara heim til Barcelona eða elta peningana til Sádí-Arabíu. Messi mætir til Bandaríkjanna sem ríkjandi heimsmeistari eftir að hafa kórónað ferilinn sinn með heimsmeistaratitlinum í Katar. MLS deildin væntir mikils af komu hans og augu margra verða á því hvort að Messi sé enn það góður að hann geti rifið Inter Miami liðið upp af botninum.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Sjá meira