Náði myndbandi af nýrri gossprungu að opnast Máni Snær Þorláksson skrifar 13. júlí 2023 10:54 Jakob Vegerfors náði myndbandi af nýrri gossprungu að opnast. Jakob Vegerfors/Madeleine Marie Myndband náðist af því þegar ný sprunga opnaðist á gossvæðinu á Reykjanesi á mánudaginn. Í myndbandinu má sjá hvernig hraunið nær að brjótast út úr sprungunni í fyrsta skiptið. Sá sem tók upp myndbandið hafði beðið í nokkra daga á svæðinu eftir að eldgos hæfist. „Við vorum hópur af fólki sem var í rauninni að bíða í fimm daga eftir þessu, meira og minna. Ég mætti þarna á föstudaginn, það voru nokkrir sem mættu daginn fyrir það. Við vorum að fylgjast með þessu rosalega mikið og reyna að hugsa um hvar þetta myndi fara í gegn,“ segir Jakob Vegerfors, ljósmyndarinn sem náði myndbandinu sem um ræðir. Klippa: Ný gossprunga opnast Jakob segir að þau hafi svo verið pínu heppin að ná eldgosinu snemma. „Við vorum alltaf að fylgjast með og reyna að hugsa hvar þetta myndi fara í gegn. Annar maður sem var með okkur var svo fyrstur að sjá fyrsta litla reykinn.“ Þá sendi hópurinn drónana sína af stað en þau voru þá stödd rúmlega tveimur kílómetrum frá gáttinni. Fljótlega eftir það náði Jakob myndbandinu af því þegar nýja sprungan opnaðist. View this post on Instagram A post shared by Jakob Vegerfors (@urriss) „Þetta var náttúrulega allt klikkað,“ segir Jakob. Þau hafi séð eldgosið innan við tíu mínútum eftir að fyrsti reykurinn kom. „Allt varð náttúrulega bara brjálað, við vorum öll að öskra og dansa uppi á fjalli. Við trúðum þessu ekki.“ Jakob segir að hópurinn hafi gætt sín og passað upp á öryggið á meðan þau voru á svæðinu. „Við vorum bæði að fylgjast með öllum upplýsingum sem við gátum séð á netinu. Svo var fólk sem var með okkur með beina tengingu við jarðfræðinga og alls konar. Við vorum líka að hugsa hvar við ættum að vera ef það kæmi jarðskjálfti og þannig.“ Eldgosið festi hann á Íslandi Jakob er enginn byrjandi þegar kemur að því að taka upp eldgos. „Ég er alveg búinn að vera að gera þetta síðan í fyrsta eldgosinu,“ segir hann. View this post on Instagram A post shared by Jakob Vegerfors (@urriss) Það var einmitt eldgosið árið 2021 sem festi Jakob hér á Íslandi. Hann er hálfur Svíi og hálfur Íslendingur. Hann var alinn upp í Svíþjóð en var tiltölulega nýfluttur hingað þegar það gaus árið 2021. „Ég var svona frekar nýfluttur til landsins aftur,“ segir hann. „Svo kom eldgosið og ég byrjaði bara að vera úti í náttúrunni, þetta er bara búið að vera lífið mitt síðustu ár.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Við vorum hópur af fólki sem var í rauninni að bíða í fimm daga eftir þessu, meira og minna. Ég mætti þarna á föstudaginn, það voru nokkrir sem mættu daginn fyrir það. Við vorum að fylgjast með þessu rosalega mikið og reyna að hugsa um hvar þetta myndi fara í gegn,“ segir Jakob Vegerfors, ljósmyndarinn sem náði myndbandinu sem um ræðir. Klippa: Ný gossprunga opnast Jakob segir að þau hafi svo verið pínu heppin að ná eldgosinu snemma. „Við vorum alltaf að fylgjast með og reyna að hugsa hvar þetta myndi fara í gegn. Annar maður sem var með okkur var svo fyrstur að sjá fyrsta litla reykinn.“ Þá sendi hópurinn drónana sína af stað en þau voru þá stödd rúmlega tveimur kílómetrum frá gáttinni. Fljótlega eftir það náði Jakob myndbandinu af því þegar nýja sprungan opnaðist. View this post on Instagram A post shared by Jakob Vegerfors (@urriss) „Þetta var náttúrulega allt klikkað,“ segir Jakob. Þau hafi séð eldgosið innan við tíu mínútum eftir að fyrsti reykurinn kom. „Allt varð náttúrulega bara brjálað, við vorum öll að öskra og dansa uppi á fjalli. Við trúðum þessu ekki.“ Jakob segir að hópurinn hafi gætt sín og passað upp á öryggið á meðan þau voru á svæðinu. „Við vorum bæði að fylgjast með öllum upplýsingum sem við gátum séð á netinu. Svo var fólk sem var með okkur með beina tengingu við jarðfræðinga og alls konar. Við vorum líka að hugsa hvar við ættum að vera ef það kæmi jarðskjálfti og þannig.“ Eldgosið festi hann á Íslandi Jakob er enginn byrjandi þegar kemur að því að taka upp eldgos. „Ég er alveg búinn að vera að gera þetta síðan í fyrsta eldgosinu,“ segir hann. View this post on Instagram A post shared by Jakob Vegerfors (@urriss) Það var einmitt eldgosið árið 2021 sem festi Jakob hér á Íslandi. Hann er hálfur Svíi og hálfur Íslendingur. Hann var alinn upp í Svíþjóð en var tiltölulega nýfluttur hingað þegar það gaus árið 2021. „Ég var svona frekar nýfluttur til landsins aftur,“ segir hann. „Svo kom eldgosið og ég byrjaði bara að vera úti í náttúrunni, þetta er bara búið að vera lífið mitt síðustu ár.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira