Hraunið muni flæða áfram inn í Meradali Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júlí 2023 13:12 Eldgos á Reykjanesi við Litla-Hrút. Hraunið er búið að fylla upp í skál við Kistufell og mun líklega flæða áfram inn í Meradali. Vísir/Vilhelm Hraunið úr eldgosinu mun líklega fylla upp í skálina við Kistufell suður af Litla-Hrúti í dag. Spálíkan rannsóknarstofu eldfjallafræða og náttúruvár spáir því að hraunið muni flæða áfram inni Meradali. Ómögulegt sé þó að spá fyrir um lengd gossins. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands greindi frá því í morgun að lægðin við Kistufell sé að fyllast af hrauni og það fari að flæða úr henni. Rannsóknarstofan greindi frá þessu í færslu á Facebook. Á kortinu að neðan má sjá hermun Litla-Hrúts hraunbreiðunnar til miðnættis í nótt. Kort af gosstöðvunum úr hermilíkani sem rannsóknarstofan styðst við. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að hraunið úr eldgosinu sé búið að fylla upp í lægðina. Það sjáist á ljósmyndum af vettvangi. Módelið sem rannsóknarstofan notast við reynir að herma eftir flæði hraunsins út frá seigju þess, hitastigi og flotspennu og öðrum eiginleikum. Síðan keyri módelið hermun á flæðinu og spáði líkanið því að hraunið myndi flæða upp úr lægðinni fyrri partinn í dag. „Nú er bara spurning hvort það kemur heim og saman,“ segir Þorvaldur. Hraunið flæði líklega inn í Meradali Samkvæmt spánni muni hraunið flæða áfram inn í Meradali, yfir storknað hraunið úr gosum síðustu tveggja ára. „Ef það fer þessa leið út úr þessari lægð eða skál þá spáir hermunin því að hraunið muni fara þarna áfram og niður í Meradali. Það myndi þá fara yfir 21 og 22 hraunið í austurenda Meradals,“ segir Þorvaldur. „Þetta er líkan og þau eru alltaf háð þeim forsendum sem maður gefur sér en náttúran fer sínar eigin leiðir. En það verður gaman að sjá hvort þetta gengur eftir,“ segir hann. Gangi það eftir þýði það að eldfjallafræðingar séu komnir nær því að geta spáð fyrir um hraunflæði í rauntíma. En það þýði líka að það sé stutt í hraunbotninn og hraunið muni ólíklega hafa áhrif á innviði á borð við Suðurstrandarveg. „Það þyrfti að setja töluvert hraun inn í Meradalina sjálfa til þess að það færi að flæða út úr þeim og áfram niður úr. Það yrði lán í óláni ef þetta fer þessa leið af því það tefur bara fyrir því að hraunið fari niður í átt að Suðurstrandarvegi,“ sagði Þorvaldur Þórðarson. Geti gosið í vikur, mánuði eða lengur Þorvaldur segir ekki hægt að spá fyrir um lengd gossins. Kvika muni flæða eins lengi og gosrásin helst opin án utanaðkomandi áhrifa. „Það sem hefur gerst núna er að þessi gangur sem kom þarna inn 2021, dýpri hlutinn af honum er núna vel opinn alla leið upp til yfirborðs. Það er komið nýtt kvikuinnskot inn í hann 2023 og gerði það líka 2022. Þessi innskot halda þessari gosrás opinni,“ segir Þorvaldur. Núna sé líka búið að opna rásina alla leið upp á yfirborðið og „svo lengi sem kvika flæðir inn í rásina og ekkert utanaðkomandi reyni að loka henni eða valda skemmdum á henni þá vellur kvikan út úr gígunum upp á yfirborðið af því þú getur haldið þessu flæði,“ segir hann. Hraunið er heitt og flæðir áfram.Vísir/Vilhelm „Meðan við viðhöldum þessu flæði og viðhöldum opinni gosrás þá erum við með eldgos.“ „Staðan er sú að það bendir ekkert til þess að gosið sé að hætta. Það virðist malla þarna í rólegheitunum og er búið að nálgast einhvers konar jafnvægi í inn og útflæði. Auðvitað getur það jafnvægi raskast en á meðan þú heldur því við þá erum við í eldgosi og það getur staðið í vikur og mánuði eða jafnvel lengur,“ segir Þorvaldur að lokum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Spá því að hraun flæði úr lægðinni á næstu klukkutímum Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands segir líkur á því að hraunið sem safnaðist saman í lægðinni við Kistufell suður af Litla-Hrúti byrji að flæða úr lægðinni sem sé að verða full. 13. júlí 2023 07:54 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands greindi frá því í morgun að lægðin við Kistufell sé að fyllast af hrauni og það fari að flæða úr henni. Rannsóknarstofan greindi frá þessu í færslu á Facebook. Á kortinu að neðan má sjá hermun Litla-Hrúts hraunbreiðunnar til miðnættis í nótt. Kort af gosstöðvunum úr hermilíkani sem rannsóknarstofan styðst við. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að hraunið úr eldgosinu sé búið að fylla upp í lægðina. Það sjáist á ljósmyndum af vettvangi. Módelið sem rannsóknarstofan notast við reynir að herma eftir flæði hraunsins út frá seigju þess, hitastigi og flotspennu og öðrum eiginleikum. Síðan keyri módelið hermun á flæðinu og spáði líkanið því að hraunið myndi flæða upp úr lægðinni fyrri partinn í dag. „Nú er bara spurning hvort það kemur heim og saman,“ segir Þorvaldur. Hraunið flæði líklega inn í Meradali Samkvæmt spánni muni hraunið flæða áfram inn í Meradali, yfir storknað hraunið úr gosum síðustu tveggja ára. „Ef það fer þessa leið út úr þessari lægð eða skál þá spáir hermunin því að hraunið muni fara þarna áfram og niður í Meradali. Það myndi þá fara yfir 21 og 22 hraunið í austurenda Meradals,“ segir Þorvaldur. „Þetta er líkan og þau eru alltaf háð þeim forsendum sem maður gefur sér en náttúran fer sínar eigin leiðir. En það verður gaman að sjá hvort þetta gengur eftir,“ segir hann. Gangi það eftir þýði það að eldfjallafræðingar séu komnir nær því að geta spáð fyrir um hraunflæði í rauntíma. En það þýði líka að það sé stutt í hraunbotninn og hraunið muni ólíklega hafa áhrif á innviði á borð við Suðurstrandarveg. „Það þyrfti að setja töluvert hraun inn í Meradalina sjálfa til þess að það færi að flæða út úr þeim og áfram niður úr. Það yrði lán í óláni ef þetta fer þessa leið af því það tefur bara fyrir því að hraunið fari niður í átt að Suðurstrandarvegi,“ sagði Þorvaldur Þórðarson. Geti gosið í vikur, mánuði eða lengur Þorvaldur segir ekki hægt að spá fyrir um lengd gossins. Kvika muni flæða eins lengi og gosrásin helst opin án utanaðkomandi áhrifa. „Það sem hefur gerst núna er að þessi gangur sem kom þarna inn 2021, dýpri hlutinn af honum er núna vel opinn alla leið upp til yfirborðs. Það er komið nýtt kvikuinnskot inn í hann 2023 og gerði það líka 2022. Þessi innskot halda þessari gosrás opinni,“ segir Þorvaldur. Núna sé líka búið að opna rásina alla leið upp á yfirborðið og „svo lengi sem kvika flæðir inn í rásina og ekkert utanaðkomandi reyni að loka henni eða valda skemmdum á henni þá vellur kvikan út úr gígunum upp á yfirborðið af því þú getur haldið þessu flæði,“ segir hann. Hraunið er heitt og flæðir áfram.Vísir/Vilhelm „Meðan við viðhöldum þessu flæði og viðhöldum opinni gosrás þá erum við með eldgos.“ „Staðan er sú að það bendir ekkert til þess að gosið sé að hætta. Það virðist malla þarna í rólegheitunum og er búið að nálgast einhvers konar jafnvægi í inn og útflæði. Auðvitað getur það jafnvægi raskast en á meðan þú heldur því við þá erum við í eldgosi og það getur staðið í vikur og mánuði eða jafnvel lengur,“ segir Þorvaldur að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Spá því að hraun flæði úr lægðinni á næstu klukkutímum Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands segir líkur á því að hraunið sem safnaðist saman í lægðinni við Kistufell suður af Litla-Hrúti byrji að flæða úr lægðinni sem sé að verða full. 13. júlí 2023 07:54 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Spá því að hraun flæði úr lægðinni á næstu klukkutímum Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands segir líkur á því að hraunið sem safnaðist saman í lægðinni við Kistufell suður af Litla-Hrúti byrji að flæða úr lægðinni sem sé að verða full. 13. júlí 2023 07:54