Líftryggingar halda en slysabætur gætu skerst í glannaskap við gosið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. júlí 2023 07:46 Vítavert gáleysi getur skert slysatryggingar. Vísir/Vilhelm Glannaskapur við gosstöðvarnar ógildir ekki líftryggingar fólks en möguleiki er á því að slysabætur skerðist vegna vítaverðs gáleysis. Borið hefur á því að fólk fylgi ekki fyrirmælum lögreglu og setji sig í hættu. „Það er ekki verið að loka að ástæðulausu og það er mjög mikilvægt að fólk virði lokanir,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS segir mikilvægt að fólk virði lokanir. „Það eru alltaf einhverjir sem telja sig vita betur og að aðgerðir eins og þessar séu forræðishyggja. En fólk áttar sig oft ekki á til dæmis vegalengdinni og hvernig andrúmsloftið er þarna,“ segir Sigrún. Lögregla hefur lokað gosstöðvunum við Litla Hrút vegna slæms veðurs og mikils mosabruna. En við mosabrunann myndast gróðureldar sem eru verri fyrir líkamann en kvikugasið, sem er þó slæmt. Sumir fylgja hins vegar ekki fyrirmælunum og reyna að komast að gosstöðvunum. Þá eru einnig sumir sem hafa beinlínis sett sig í hættu við að fara of nálægt gígnum og jafn vel ganga á nýstorknuðu og ótraustu hrauni. „Sumir eru með betri líftryggingu en aðrir!“ skrifaði læknirinn Tómas Guðbjartsson í háði á Facebook síðu sinni og birti mynd af tveimur ferðamönnum sem gengið höfðu upp á hraunið. Sterk líftryggingarvernd Sigrún segir hins vegar að líftryggingaverndin sé mjög sterk. Glannaskapur sem þessi eða jafn vel viljandi sjálfsvíg ógilda hana ekki né draga úr henni. ,,Ef þú deyrð fá aðstandendur greitt úr þinni líftryggingu sama hver dánarorsök er nema viðkomandi hafi fallið fyrir eign hendi innan árs frá því að tryggingin var tekin,“ segir Sigrún. Annað geti hins vegar gilt um slysabætur. Almennt séð er tryggingarverndin sterk en glannaskapur getur haft áhrif við ákvörðun slysabóta. „Það er möguleiki á að skerða slysabætur út frá vítaverðu gáleysi,“ segir Sigrún. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
„Það er ekki verið að loka að ástæðulausu og það er mjög mikilvægt að fólk virði lokanir,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS segir mikilvægt að fólk virði lokanir. „Það eru alltaf einhverjir sem telja sig vita betur og að aðgerðir eins og þessar séu forræðishyggja. En fólk áttar sig oft ekki á til dæmis vegalengdinni og hvernig andrúmsloftið er þarna,“ segir Sigrún. Lögregla hefur lokað gosstöðvunum við Litla Hrút vegna slæms veðurs og mikils mosabruna. En við mosabrunann myndast gróðureldar sem eru verri fyrir líkamann en kvikugasið, sem er þó slæmt. Sumir fylgja hins vegar ekki fyrirmælunum og reyna að komast að gosstöðvunum. Þá eru einnig sumir sem hafa beinlínis sett sig í hættu við að fara of nálægt gígnum og jafn vel ganga á nýstorknuðu og ótraustu hrauni. „Sumir eru með betri líftryggingu en aðrir!“ skrifaði læknirinn Tómas Guðbjartsson í háði á Facebook síðu sinni og birti mynd af tveimur ferðamönnum sem gengið höfðu upp á hraunið. Sterk líftryggingarvernd Sigrún segir hins vegar að líftryggingaverndin sé mjög sterk. Glannaskapur sem þessi eða jafn vel viljandi sjálfsvíg ógilda hana ekki né draga úr henni. ,,Ef þú deyrð fá aðstandendur greitt úr þinni líftryggingu sama hver dánarorsök er nema viðkomandi hafi fallið fyrir eign hendi innan árs frá því að tryggingin var tekin,“ segir Sigrún. Annað geti hins vegar gilt um slysabætur. Almennt séð er tryggingarverndin sterk en glannaskapur getur haft áhrif við ákvörðun slysabóta. „Það er möguleiki á að skerða slysabætur út frá vítaverðu gáleysi,“ segir Sigrún.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira