Líftryggingar halda en slysabætur gætu skerst í glannaskap við gosið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. júlí 2023 07:46 Vítavert gáleysi getur skert slysatryggingar. Vísir/Vilhelm Glannaskapur við gosstöðvarnar ógildir ekki líftryggingar fólks en möguleiki er á því að slysabætur skerðist vegna vítaverðs gáleysis. Borið hefur á því að fólk fylgi ekki fyrirmælum lögreglu og setji sig í hættu. „Það er ekki verið að loka að ástæðulausu og það er mjög mikilvægt að fólk virði lokanir,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS segir mikilvægt að fólk virði lokanir. „Það eru alltaf einhverjir sem telja sig vita betur og að aðgerðir eins og þessar séu forræðishyggja. En fólk áttar sig oft ekki á til dæmis vegalengdinni og hvernig andrúmsloftið er þarna,“ segir Sigrún. Lögregla hefur lokað gosstöðvunum við Litla Hrút vegna slæms veðurs og mikils mosabruna. En við mosabrunann myndast gróðureldar sem eru verri fyrir líkamann en kvikugasið, sem er þó slæmt. Sumir fylgja hins vegar ekki fyrirmælunum og reyna að komast að gosstöðvunum. Þá eru einnig sumir sem hafa beinlínis sett sig í hættu við að fara of nálægt gígnum og jafn vel ganga á nýstorknuðu og ótraustu hrauni. „Sumir eru með betri líftryggingu en aðrir!“ skrifaði læknirinn Tómas Guðbjartsson í háði á Facebook síðu sinni og birti mynd af tveimur ferðamönnum sem gengið höfðu upp á hraunið. Sterk líftryggingarvernd Sigrún segir hins vegar að líftryggingaverndin sé mjög sterk. Glannaskapur sem þessi eða jafn vel viljandi sjálfsvíg ógilda hana ekki né draga úr henni. ,,Ef þú deyrð fá aðstandendur greitt úr þinni líftryggingu sama hver dánarorsök er nema viðkomandi hafi fallið fyrir eign hendi innan árs frá því að tryggingin var tekin,“ segir Sigrún. Annað geti hins vegar gilt um slysabætur. Almennt séð er tryggingarverndin sterk en glannaskapur getur haft áhrif við ákvörðun slysabóta. „Það er möguleiki á að skerða slysabætur út frá vítaverðu gáleysi,“ segir Sigrún. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
„Það er ekki verið að loka að ástæðulausu og það er mjög mikilvægt að fólk virði lokanir,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS segir mikilvægt að fólk virði lokanir. „Það eru alltaf einhverjir sem telja sig vita betur og að aðgerðir eins og þessar séu forræðishyggja. En fólk áttar sig oft ekki á til dæmis vegalengdinni og hvernig andrúmsloftið er þarna,“ segir Sigrún. Lögregla hefur lokað gosstöðvunum við Litla Hrút vegna slæms veðurs og mikils mosabruna. En við mosabrunann myndast gróðureldar sem eru verri fyrir líkamann en kvikugasið, sem er þó slæmt. Sumir fylgja hins vegar ekki fyrirmælunum og reyna að komast að gosstöðvunum. Þá eru einnig sumir sem hafa beinlínis sett sig í hættu við að fara of nálægt gígnum og jafn vel ganga á nýstorknuðu og ótraustu hrauni. „Sumir eru með betri líftryggingu en aðrir!“ skrifaði læknirinn Tómas Guðbjartsson í háði á Facebook síðu sinni og birti mynd af tveimur ferðamönnum sem gengið höfðu upp á hraunið. Sterk líftryggingarvernd Sigrún segir hins vegar að líftryggingaverndin sé mjög sterk. Glannaskapur sem þessi eða jafn vel viljandi sjálfsvíg ógilda hana ekki né draga úr henni. ,,Ef þú deyrð fá aðstandendur greitt úr þinni líftryggingu sama hver dánarorsök er nema viðkomandi hafi fallið fyrir eign hendi innan árs frá því að tryggingin var tekin,“ segir Sigrún. Annað geti hins vegar gilt um slysabætur. Almennt séð er tryggingarverndin sterk en glannaskapur getur haft áhrif við ákvörðun slysabóta. „Það er möguleiki á að skerða slysabætur út frá vítaverðu gáleysi,“ segir Sigrún.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira