Túlka reglulega við viðkvæmar og flóknar aðstæður Lovísa Arnardóttir skrifar 14. júlí 2023 21:00 Sigríður segir að túlkari taki starf sitt mjög alvarlega og kappkosti að veita góða þjónustu, oft við flóknar aðstæður. Vísir/Rúnar Framkvæmdastjóri Alþjóðaseturs segir ekki vandamál að túlka fyrir hvern sem þarf á þjónustunni að halda. Þau séu vön að túlka við viðkvæmar aðstæður, eins og í fangelsum. Í nýrri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenfanga er þeim tilmælum beint til Fangelsismálastofnunar að kalla ávallt til túlk við innkomu, að bæta upplýsingagjöf með því að þýða mikilvægar upplýsingar og að gæta þess að fangar túlki ekki hver fyrir annan, en dæmi eru um deilur á milli fanga vegna slíks máls. Fram kemur í skýrslunni að fangar hafi fengið þóknun fyrir að túlka en að það geti skapað ýmis vandamál. Fangelsismálastjóri sagði í síðustu viku í viðtali að það gæti verið áskorun að fá túlk fyrir ört stækkandi hóp erlendra fanga innan fangelsisins en eins og stendur eru um 60 prósent þeirra sem eru í gæsluvarðhaldi af erlendu bergi brotin og um 30 prósent þeirra sem afplána. Þessi hlutföll hafa hækkað mikið síðustu ár. „Það gefur augaleið að það er í að þjónusta á þá sem þurfa á þeirri þjónustu að halda,“ segir Sigríður Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðaseturs, en hún segir erfitt að fullyrða um það hvers vegna það sé áskorun að fá túlka í fangelsin en geti ímyndað sér að það snúist um fjármagn. Það ætti þó alltaf að gera ráð fyrir þjónustunni í áætlunum. „Ég get alveg fullyrt að staðfest færni okkar og getu til að þjónusta fangelsin, eins og alla aðra, og veita þeim faglega og góða túlkaþjónustu.“ Áskorun að halda uppi góðu þjónustustigi Samkvæmt lögum á fólk á rétt á túlkaþjónustu við fjölbreyttar aðstæður og segir Sigríður að flestar stofnanir og fyrirtæki gæti vel að því að tryggja túlkaþjónustu þegar lögin segja. Spurð hvort fjölgun erlendra ríkisborgara hafi verið áskorun segir Sigríður þau tilbúin í hvaða áskoranir sem er. „Það er auðvitað áskorun að halda uppi góðu þjónustustigi og að fjölga fólki á skrá. Við erum alltaf að leita að góðum túlkum og ráða til okkar til að anna eftirspurn,“ segir hún og að í dag bjóði þau upp á túlkun fyrir um 60 til 70 tungumál. „Breytingar í samfélaginu geta orðið til þess að við þurfum að fjölga tungumálum en það er ekki eitthvað sem er hindrun eða vandamál.“ Sigríður segir að verkefni túlka séu fjölbreytt en að flest þeirra séu þegar fólk á lagalegan rétt á túlk. Á Íslandi sé það í öllu sem viðkemur félagsþjónustu og barnavernd, skólamálum, í heilbrigðiskerfinu og svo í dómsal. Hún segir að túlkarnir geti fylgt fólki og að fólk geti einnig óskað eftir ákveðnum túlki en eðli máls samkvæmt er oft um náið samstarf er að ræða. Einmitt þess vegna séu skýrar reglur. „Það vinna allir eftir siðareglum túlka og það eru mjög skýrar reglur um tengslin sem mega vera á milli aðila.“ Mikið breyst eftir Covid Spurð um breytingar í faginu síðustu ár segir Sigríður að mesta breytingin hafi átt sér stað í Covid. „Fyrir það vorum við alltaf staðtúlkunum en núna hefur þjónustan jafnvel orðið betri því fyrirtæki áttuðu sig á gildi símatúlkana, símaskilaboða og fjarfunda. Þjónustan er þannig ekki bara fókuseruð á einn fund heldur líka verið að taka styttri mál með þessum leiðum,“ segir Sigríður og að þau taki sitt starf mjög alvarlega. „Það er hægt að þjónusta alls sem eiga lagalegan rétt á að fá túlk. Þá gerum við okkar besta. Við tökum starfi okkar mjög alvarlega og vitum hvað þetta er mikilvæg þjónusta sem við erum að veita og gerum okkar allra besta að veita hana.“ Innflytjendamál Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir „Svo allt í einu vakna ég upp á Hólmsheiði og enginn segir neitt“ Tinna Hilmarsdóttir Konudóttir afplánaði dóm á meðan heimsfaraldri stóð. Fyrst á Hólmsheiði og svo að Sogni. Hún segir eitt stærsta vandamálið sem hún upplifði innan fangelsisins hafa verið skort á upplýsingagjöf. 10. júlí 2023 09:00 Mikil áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin Fangelsismálastjóri, Páll Winkel, segir það mikla áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin en síðustu ár hefur verið mikið fjölgun meðal erlendra fanga í íslenskum fangelsum. 8. júlí 2023 15:31 Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26 „Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í nýrri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenfanga er þeim tilmælum beint til Fangelsismálastofnunar að kalla ávallt til túlk við innkomu, að bæta upplýsingagjöf með því að þýða mikilvægar upplýsingar og að gæta þess að fangar túlki ekki hver fyrir annan, en dæmi eru um deilur á milli fanga vegna slíks máls. Fram kemur í skýrslunni að fangar hafi fengið þóknun fyrir að túlka en að það geti skapað ýmis vandamál. Fangelsismálastjóri sagði í síðustu viku í viðtali að það gæti verið áskorun að fá túlk fyrir ört stækkandi hóp erlendra fanga innan fangelsisins en eins og stendur eru um 60 prósent þeirra sem eru í gæsluvarðhaldi af erlendu bergi brotin og um 30 prósent þeirra sem afplána. Þessi hlutföll hafa hækkað mikið síðustu ár. „Það gefur augaleið að það er í að þjónusta á þá sem þurfa á þeirri þjónustu að halda,“ segir Sigríður Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðaseturs, en hún segir erfitt að fullyrða um það hvers vegna það sé áskorun að fá túlka í fangelsin en geti ímyndað sér að það snúist um fjármagn. Það ætti þó alltaf að gera ráð fyrir þjónustunni í áætlunum. „Ég get alveg fullyrt að staðfest færni okkar og getu til að þjónusta fangelsin, eins og alla aðra, og veita þeim faglega og góða túlkaþjónustu.“ Áskorun að halda uppi góðu þjónustustigi Samkvæmt lögum á fólk á rétt á túlkaþjónustu við fjölbreyttar aðstæður og segir Sigríður að flestar stofnanir og fyrirtæki gæti vel að því að tryggja túlkaþjónustu þegar lögin segja. Spurð hvort fjölgun erlendra ríkisborgara hafi verið áskorun segir Sigríður þau tilbúin í hvaða áskoranir sem er. „Það er auðvitað áskorun að halda uppi góðu þjónustustigi og að fjölga fólki á skrá. Við erum alltaf að leita að góðum túlkum og ráða til okkar til að anna eftirspurn,“ segir hún og að í dag bjóði þau upp á túlkun fyrir um 60 til 70 tungumál. „Breytingar í samfélaginu geta orðið til þess að við þurfum að fjölga tungumálum en það er ekki eitthvað sem er hindrun eða vandamál.“ Sigríður segir að verkefni túlka séu fjölbreytt en að flest þeirra séu þegar fólk á lagalegan rétt á túlk. Á Íslandi sé það í öllu sem viðkemur félagsþjónustu og barnavernd, skólamálum, í heilbrigðiskerfinu og svo í dómsal. Hún segir að túlkarnir geti fylgt fólki og að fólk geti einnig óskað eftir ákveðnum túlki en eðli máls samkvæmt er oft um náið samstarf er að ræða. Einmitt þess vegna séu skýrar reglur. „Það vinna allir eftir siðareglum túlka og það eru mjög skýrar reglur um tengslin sem mega vera á milli aðila.“ Mikið breyst eftir Covid Spurð um breytingar í faginu síðustu ár segir Sigríður að mesta breytingin hafi átt sér stað í Covid. „Fyrir það vorum við alltaf staðtúlkunum en núna hefur þjónustan jafnvel orðið betri því fyrirtæki áttuðu sig á gildi símatúlkana, símaskilaboða og fjarfunda. Þjónustan er þannig ekki bara fókuseruð á einn fund heldur líka verið að taka styttri mál með þessum leiðum,“ segir Sigríður og að þau taki sitt starf mjög alvarlega. „Það er hægt að þjónusta alls sem eiga lagalegan rétt á að fá túlk. Þá gerum við okkar besta. Við tökum starfi okkar mjög alvarlega og vitum hvað þetta er mikilvæg þjónusta sem við erum að veita og gerum okkar allra besta að veita hana.“
Innflytjendamál Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir „Svo allt í einu vakna ég upp á Hólmsheiði og enginn segir neitt“ Tinna Hilmarsdóttir Konudóttir afplánaði dóm á meðan heimsfaraldri stóð. Fyrst á Hólmsheiði og svo að Sogni. Hún segir eitt stærsta vandamálið sem hún upplifði innan fangelsisins hafa verið skort á upplýsingagjöf. 10. júlí 2023 09:00 Mikil áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin Fangelsismálastjóri, Páll Winkel, segir það mikla áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin en síðustu ár hefur verið mikið fjölgun meðal erlendra fanga í íslenskum fangelsum. 8. júlí 2023 15:31 Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26 „Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Svo allt í einu vakna ég upp á Hólmsheiði og enginn segir neitt“ Tinna Hilmarsdóttir Konudóttir afplánaði dóm á meðan heimsfaraldri stóð. Fyrst á Hólmsheiði og svo að Sogni. Hún segir eitt stærsta vandamálið sem hún upplifði innan fangelsisins hafa verið skort á upplýsingagjöf. 10. júlí 2023 09:00
Mikil áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin Fangelsismálastjóri, Páll Winkel, segir það mikla áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin en síðustu ár hefur verið mikið fjölgun meðal erlendra fanga í íslenskum fangelsum. 8. júlí 2023 15:31
Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26
„Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00