Rauðar viðvaranir og skógareldar í Suður-Evrópu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júlí 2023 22:48 Frá eyjunni La Palma þar sem íbúar hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda. EPA Ekkert lát virðist ætla að verða á hitabylgjum sem ganga nú yfir Suður-Evrópu. Á Ítalíu, Spáni og Grikklandi er hitanum lýst sem óbærilegum og íbúar hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda. Á Kanaríeyjunni La Palma á Spáni hafa að minnsta kosti tvö þúsund manns þurft að flýja heimili vegna skógarelda. Eldurinn kviknaði snemma á laugardagsmorgun og dreifðist fljótlega í átt að byggð. Íbúar í bæjunum Tijarafe og Puntagorda, á norðurhluta eyjunnar, fengu þau tilmæli að yfirgefa heimili sín en ekki liggur fyrir hve margir hafi flúið. Hitinn hefur á mörgum stöðum náð yfir 40 gráður á selsíus og búist er við því að hitinn verði áfram svipaður í næstu viku. Sem dæmi er spáð 48 gráðum á Sardiníu, samkvæmt ítölskum miðlum. Líkur eru því á að hitamet verði slegið en mesti hiti sem mælst hefur í álfunni er 48,8 gráður á Sikiley í ágúst árið 2021. Kæling í Tórínó á Norður-Ítalíu.AP Sérfæðingar telja að hitinn muni ná hámarki milli 19. og 23. júlí. Ríkisstjórn Ítalíu hefur gefið út rauðar viðvaranir vegna hitans og ráðlagt fólki að forðast beint sólarljós milli klukkan ellefu og sex á daginn. Þá er því beint til fólks að gæta sérstaklega að öldruðum eða öðrum sem gætu verið sérlega viðkvæmir fyrir sólinni. Krakkar kæla sig niður í Milanó á Ítalíu.Ap Í samtali við BBC segir fararstjórinn Felicity Hinton, sem stödd er í Rómarborg, að hitinn geri það að verkum að það sé martraðakennt að skoða borgina. „Það er alltaf heitt í Róm en núna hefur hitinn haldist stöðugur mjög lengi,“ sagði hún. „Ég og kollegar mínir erum mjög stressaðir. Fólk hefur verið að falla í yfirlið í ferðum og það eru sjúkrabílar úti um allt.“ Hitabylgja gengur nú yfir Grikkland sömuleiðis.ap Veður Loftslagsmál Ítalía Spánn Grikkland Gróðureldar Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Hitametin orðin of mörg til að telja upp Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. 14. júlí 2023 22:37 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Á Kanaríeyjunni La Palma á Spáni hafa að minnsta kosti tvö þúsund manns þurft að flýja heimili vegna skógarelda. Eldurinn kviknaði snemma á laugardagsmorgun og dreifðist fljótlega í átt að byggð. Íbúar í bæjunum Tijarafe og Puntagorda, á norðurhluta eyjunnar, fengu þau tilmæli að yfirgefa heimili sín en ekki liggur fyrir hve margir hafi flúið. Hitinn hefur á mörgum stöðum náð yfir 40 gráður á selsíus og búist er við því að hitinn verði áfram svipaður í næstu viku. Sem dæmi er spáð 48 gráðum á Sardiníu, samkvæmt ítölskum miðlum. Líkur eru því á að hitamet verði slegið en mesti hiti sem mælst hefur í álfunni er 48,8 gráður á Sikiley í ágúst árið 2021. Kæling í Tórínó á Norður-Ítalíu.AP Sérfæðingar telja að hitinn muni ná hámarki milli 19. og 23. júlí. Ríkisstjórn Ítalíu hefur gefið út rauðar viðvaranir vegna hitans og ráðlagt fólki að forðast beint sólarljós milli klukkan ellefu og sex á daginn. Þá er því beint til fólks að gæta sérstaklega að öldruðum eða öðrum sem gætu verið sérlega viðkvæmir fyrir sólinni. Krakkar kæla sig niður í Milanó á Ítalíu.Ap Í samtali við BBC segir fararstjórinn Felicity Hinton, sem stödd er í Rómarborg, að hitinn geri það að verkum að það sé martraðakennt að skoða borgina. „Það er alltaf heitt í Róm en núna hefur hitinn haldist stöðugur mjög lengi,“ sagði hún. „Ég og kollegar mínir erum mjög stressaðir. Fólk hefur verið að falla í yfirlið í ferðum og það eru sjúkrabílar úti um allt.“ Hitabylgja gengur nú yfir Grikkland sömuleiðis.ap
Veður Loftslagsmál Ítalía Spánn Grikkland Gróðureldar Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Hitametin orðin of mörg til að telja upp Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. 14. júlí 2023 22:37 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Hitametin orðin of mörg til að telja upp Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal. 14. júlí 2023 22:37