Fyrrum olíuforstjóri veitir ómetanlega innsýn inn í heim spillingar og óheilbrigðra viðskiptahátta Jón Ingi Hákonarson skrifar 17. júlí 2023 07:02 Hlustaði á áhugavert viðtal við fyrrum forstjóra olíufélags sem sagði farir sínar ekki sléttar þegar spilaborgin hrundi 2008. Í stuttu máli hneykslaðist hann á framgöngu Norðmanna vegna afgreiðslu olíufarms sem félagið hafði pantað frá norska ríkisolíufyrirtækinu Statoil. Hvorki viðskiptabanki fyrirtækisins, Statoil né norska ríkið vildi lána fyrirtækinu 23 milljónir dollara. Það endaði með því að þáverandi Seðlabankastjóri greiddi umrædda upphæð og olíufarmurinn var afgreiddur. Síðan þá hefur hann, að sögn, ekki getað litið Norðmenn sömu augum. Mér hefur alltaf fundist áhugaverðara það sem fólk kýs ekki að segja, frekar en að hlusta á það sem það kýs að segja. Hvað er það sem hann kýs að halda utan við frásögn sína? Hann kýs að halda því utan við frásögnina að hér voru fleiri olíufélög sem gátu afgreitt olíufarma í samstarfi við sína viðskiptabanka og viðskiptafélaga. Ekki þurfti aðkomu Seðlabankastjóra í þeim tilvikum. Hann kýs að halda því utan við frásögn sína að fyrirtækið sem hann veitti forstöðu var í raun ógjaldfært á þessum tíma og fór seinna í nauðarsamninga þar sem kröfuhafar töpuðu milljörðum. Það hefði líklega þýtt að Statoil hefði þurft að afskrifa stóran hluta viðskiptakrafna sinna á félagið. Er ekki líklegt að vel rekið fyrirtæki eins og Statoil hafi haft það til hliðsjónar við ákvörðun sína? Hann kýs að halda því utan við frásögnina að Seðlabankanum er einungis ætlað að vera í viðskiptum við viðskiptabanka en ekki fyrirtæki og einstaklinga. Það eitt og sér, að Seðlabankastjóri hlaupi undir bagga með ógjaldfæru fyrirtæki í samkeppnisrekstri vegna vináttu og kunningskapar við forstjóra og stjórnarformann félagsins hafi í raun og veru verið sýningargluggi inn í þá miklu spillingu og frændhygli sem einkennir þetta samfélag okkar. Það sem ég heyrði í þessu viðtali var frásögn af því þegar óheilbrigðir viðskiptahættir, frændhygli og spilling mætti eðlilegum og varfærnum viðskiptaháttum. Það að Norðmenn hafi ekki viljað treysta ógjaldfæru fyrirtæki fyrir 23 milljónum dollara eru eðlilegir viðskiptahættir. Það að Seðlabankastjóri greiði fyrir olíufarm er það ekki. Ég er þakklátur olíuforstjóranum fyrrverandi fyrir að leyfa okkur að sjá frá fyrstu hendi hvernig kaupin gerast á eyrinni, hvernig heilbrigðir viðskiptahættir eru í raun fjarri Íslandsströndum. Hér sést hvar valdið liggur. Þegar öllu er á botninn hvolft liggur valdið hjá þeim sem hafa aðgang að gjaldeyri. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bensín og olía Noregur Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Hlustaði á áhugavert viðtal við fyrrum forstjóra olíufélags sem sagði farir sínar ekki sléttar þegar spilaborgin hrundi 2008. Í stuttu máli hneykslaðist hann á framgöngu Norðmanna vegna afgreiðslu olíufarms sem félagið hafði pantað frá norska ríkisolíufyrirtækinu Statoil. Hvorki viðskiptabanki fyrirtækisins, Statoil né norska ríkið vildi lána fyrirtækinu 23 milljónir dollara. Það endaði með því að þáverandi Seðlabankastjóri greiddi umrædda upphæð og olíufarmurinn var afgreiddur. Síðan þá hefur hann, að sögn, ekki getað litið Norðmenn sömu augum. Mér hefur alltaf fundist áhugaverðara það sem fólk kýs ekki að segja, frekar en að hlusta á það sem það kýs að segja. Hvað er það sem hann kýs að halda utan við frásögn sína? Hann kýs að halda því utan við frásögnina að hér voru fleiri olíufélög sem gátu afgreitt olíufarma í samstarfi við sína viðskiptabanka og viðskiptafélaga. Ekki þurfti aðkomu Seðlabankastjóra í þeim tilvikum. Hann kýs að halda því utan við frásögn sína að fyrirtækið sem hann veitti forstöðu var í raun ógjaldfært á þessum tíma og fór seinna í nauðarsamninga þar sem kröfuhafar töpuðu milljörðum. Það hefði líklega þýtt að Statoil hefði þurft að afskrifa stóran hluta viðskiptakrafna sinna á félagið. Er ekki líklegt að vel rekið fyrirtæki eins og Statoil hafi haft það til hliðsjónar við ákvörðun sína? Hann kýs að halda því utan við frásögnina að Seðlabankanum er einungis ætlað að vera í viðskiptum við viðskiptabanka en ekki fyrirtæki og einstaklinga. Það eitt og sér, að Seðlabankastjóri hlaupi undir bagga með ógjaldfæru fyrirtæki í samkeppnisrekstri vegna vináttu og kunningskapar við forstjóra og stjórnarformann félagsins hafi í raun og veru verið sýningargluggi inn í þá miklu spillingu og frændhygli sem einkennir þetta samfélag okkar. Það sem ég heyrði í þessu viðtali var frásögn af því þegar óheilbrigðir viðskiptahættir, frændhygli og spilling mætti eðlilegum og varfærnum viðskiptaháttum. Það að Norðmenn hafi ekki viljað treysta ógjaldfæru fyrirtæki fyrir 23 milljónum dollara eru eðlilegir viðskiptahættir. Það að Seðlabankastjóri greiði fyrir olíufarm er það ekki. Ég er þakklátur olíuforstjóranum fyrrverandi fyrir að leyfa okkur að sjá frá fyrstu hendi hvernig kaupin gerast á eyrinni, hvernig heilbrigðir viðskiptahættir eru í raun fjarri Íslandsströndum. Hér sést hvar valdið liggur. Þegar öllu er á botninn hvolft liggur valdið hjá þeim sem hafa aðgang að gjaldeyri. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun