Bjartsýnn að slökkvistarfi við gosstöðvar ljúki í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 17. júlí 2023 11:59 Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík. Vísir/Arnar Tekin verður ákvörðun eftir hádegi um opnun við gosstöðvar. Slökkvistarf hófst í morgun og hefur gengið vel. Unnið er að því að slökkva í síðasta kafla gróðurelda. Slökkvistarf hefur gengið vel við gosstöðvar og segir Einar Sveinn Jónsson, slökkiliðsstjóri í Grindavík, að þau stefni á að slökkva í síðasta kafla gróðureldanna í dag. Viðbragðsaðilar funda nú eftir hádegi og verður tekin ákvörðun um klukkan eitt um það hvort að svæðið verði opnað fyrir almenningi á ný en lokað hefur verið síðan á fimmtudag. „Við ætlum í dag að ráðast á síðasta kaflann okkar, sem liggur frá hættusvæðinu við Keili að Vatnsfelli. Það loga ennþá gróðureldar þar þannig markmið dagsins er að klára þann kafla. Það er síðasti stóri gróðureldakaflinn sem við eigum eftir,“ segir Einar og að þau séu bjartsýn á að ná að klára þetta í dag. Hann segir veðrið gott og aðstæður þannig góðar til slökkvistarfs og að það ætti að hjálpa að vindur sé dottinn niður. Landhelgisgæslan og mannskapur frá slökkviliðum í nágrenni og björgunarsveitinni Þorbirni aðstoðar við slökkvistarfið. Hvað varðar hættu á svæðinu segir Einar að það síðasta sem hann gerði í gær hafi verið að meta hana. Blátt mengunarský hafi legið yfir gönguleiðinni og að hann mæli ekki með að ganga við þær aðstæður. Myndin sýnir stöðuna við Hraunsels – Vatnsfell. Það er reykur frá gróðureldum, sunnan og suðaustan við gosstöðvarnar, sem er að dreifast yfir gönguleiðina.Mynd/Lögreglan á Suðurnesjum Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, fundar með öðrum viðbragðsaðilum eftir hádegi en var bjartsýnn á að hægt yrði að opna aftur að gosstöðvunum, og þá svokallaða Meradalaleið. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar Grindavík Tengdar fréttir Fóru inn á lokaðar gosstöðvarnar og þurftu hjálp björgunarsveita Gosstöðvarnar eru ennþá lokaðar en þær hafa verið það síðan síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Staðan verður endurmetin eftir hádegi í dag þegar viðbragðsaðilar hafa lokið fundi sínum. Leita þurfti að tveimur ferðamönnum í nótt. 17. júlí 2023 10:01 Eldgosið mallar áfram Eldgosið við Litla Hrút á Reykjanesi mallar áfram og engar breytingar hafa verið mældar yfir helgina. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þó að svæðinu hafi verið lokað alveg í gærkvöldi og því hafi engar nýjar tölur borist. Þá bendir ekkert til þess að dregið hafi úr gasmengun á svæðinu. 17. júlí 2023 07:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Slökkvistarf hefur gengið vel við gosstöðvar og segir Einar Sveinn Jónsson, slökkiliðsstjóri í Grindavík, að þau stefni á að slökkva í síðasta kafla gróðureldanna í dag. Viðbragðsaðilar funda nú eftir hádegi og verður tekin ákvörðun um klukkan eitt um það hvort að svæðið verði opnað fyrir almenningi á ný en lokað hefur verið síðan á fimmtudag. „Við ætlum í dag að ráðast á síðasta kaflann okkar, sem liggur frá hættusvæðinu við Keili að Vatnsfelli. Það loga ennþá gróðureldar þar þannig markmið dagsins er að klára þann kafla. Það er síðasti stóri gróðureldakaflinn sem við eigum eftir,“ segir Einar og að þau séu bjartsýn á að ná að klára þetta í dag. Hann segir veðrið gott og aðstæður þannig góðar til slökkvistarfs og að það ætti að hjálpa að vindur sé dottinn niður. Landhelgisgæslan og mannskapur frá slökkviliðum í nágrenni og björgunarsveitinni Þorbirni aðstoðar við slökkvistarfið. Hvað varðar hættu á svæðinu segir Einar að það síðasta sem hann gerði í gær hafi verið að meta hana. Blátt mengunarský hafi legið yfir gönguleiðinni og að hann mæli ekki með að ganga við þær aðstæður. Myndin sýnir stöðuna við Hraunsels – Vatnsfell. Það er reykur frá gróðureldum, sunnan og suðaustan við gosstöðvarnar, sem er að dreifast yfir gönguleiðina.Mynd/Lögreglan á Suðurnesjum Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, fundar með öðrum viðbragðsaðilum eftir hádegi en var bjartsýnn á að hægt yrði að opna aftur að gosstöðvunum, og þá svokallaða Meradalaleið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar Grindavík Tengdar fréttir Fóru inn á lokaðar gosstöðvarnar og þurftu hjálp björgunarsveita Gosstöðvarnar eru ennþá lokaðar en þær hafa verið það síðan síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Staðan verður endurmetin eftir hádegi í dag þegar viðbragðsaðilar hafa lokið fundi sínum. Leita þurfti að tveimur ferðamönnum í nótt. 17. júlí 2023 10:01 Eldgosið mallar áfram Eldgosið við Litla Hrút á Reykjanesi mallar áfram og engar breytingar hafa verið mældar yfir helgina. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þó að svæðinu hafi verið lokað alveg í gærkvöldi og því hafi engar nýjar tölur borist. Þá bendir ekkert til þess að dregið hafi úr gasmengun á svæðinu. 17. júlí 2023 07:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fóru inn á lokaðar gosstöðvarnar og þurftu hjálp björgunarsveita Gosstöðvarnar eru ennþá lokaðar en þær hafa verið það síðan síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Staðan verður endurmetin eftir hádegi í dag þegar viðbragðsaðilar hafa lokið fundi sínum. Leita þurfti að tveimur ferðamönnum í nótt. 17. júlí 2023 10:01
Eldgosið mallar áfram Eldgosið við Litla Hrút á Reykjanesi mallar áfram og engar breytingar hafa verið mældar yfir helgina. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir þó að svæðinu hafi verið lokað alveg í gærkvöldi og því hafi engar nýjar tölur borist. Þá bendir ekkert til þess að dregið hafi úr gasmengun á svæðinu. 17. júlí 2023 07:46