Lífið

Lína Langsokkur er látin

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Upprunalega Lína Langsokkur, hin sænska Sonja Melin, lést 4. júlí síðastliðinn, 89 ára að aldri.
Upprunalega Lína Langsokkur, hin sænska Sonja Melin, lést 4. júlí síðastliðinn, 89 ára að aldri. Getty

Upprunalega Lína Langsokkur, hin sænska Sonja Melin, lést 4. júlí síðastliðinn, 89 ára að aldri. Melin var konan sem veitti barnabókahöfundinum Astrid Lindgren innblástur að sögunni um Línu Langsokk sem kom út árið 1945.

Fram kemur í sænska miðlinum Expressen að Lindgren hafi fyrst tekið eftir Sonju í barnaafmæli dóttur sínnar árið 1941.

„Sonja var rauðhærð og frökk, alveg eins og við þekkjum Línu Langsokk,“ sagði Astrid Lindgren í viðtali við Expressen í tilefni af áttatíu ára afmæli sínu árið 1987:

„Útlit hennar og hegðun gaf mér loka innblástur af stúlkunni þar sem hún valsaði um allt, full af orku. Ég hugsaði þegar ég sá hana: þarna er Lína mín, með fagurrautt hár.“

Sonja Melin starfaði í mörg ár í grænmetisverslun fjölskyldu sinnar í Stokkhólmi þar sem Lindgren var ein af fastakúnnum hennar.

Astrid Lindgren lést árið 2002 en hún var höfundur sagnanna um Emil í Kattholti, Línu Langsokk, Barnanna í Ólátagarði, Bróður míns Ljónshjarta og þannig mætti áfram telja.


Tengdar fréttir

Okkar Astrid Lindgren kveður

Eftir að andlátsfregn birtist, að Guðrún Helgadóttir rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður væri látin, hafa fjölmargir lýst yfir aðdáun sinni á þessum áhrifamikla rithöfundi, og kvatt hana með miklu þakklæti. Þjóðin syrgir nú einn sinn allra vinsælasta höfund.

Lína langsokkur eða Lóa langsokkur?

Fyrst þegar Pippi Långstrump eftir Astrid Lindgren var þýdd á íslensku hét söguhetjan ekki Lína langsokkur, eins og við þekkjum hana í dag, heldur Lóa langsokkur. Ármann Jakobsson, íslenskufræðingur og rithöfundur, vakti athygli á þessu á Twitter í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×