Gossvæðið bara opið frá Suðurstrandarvegi Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2023 10:24 Fólk á ferðinni við gosstöðvarnar. Vísir/Vilhelm Eldstöðvarnar við Litla Hrút eru eingöngu opnar frá Suðurstrandavegi í dag. Öðrum vegum eða vegaslóðum hefur verið lokað. Leið þessi kallast Meradalaleið og er um tuttugu kílómetra löng, fram og til baka. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum segir að gönguferðin taki um fimm til sjö klukkustundir og henti ekki öllum. Þar segir einnig að björgunarsveitarfólk hafi komið nokkrum til aðstoðar í gær og í nótt en engin alvarleg tilfelli hafi komið upp. Fólk er beðið um að haga sér í samræmi við fyrirmæli lögreglu og björgunarsveita og fara ekki inn á merkt hættu- og bannsvæði. Búist er við því að gasmenginunin berist til suðurs í dag og að hennar verði vart á Suðurstrandavegi og á gönguleiðum að gosstöðvunum. „Mikilvægt er að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum,“ segir í tilkynningunni. Kort sem sýnir gönguleiðarnar við gosstöðvarnar. Örlítill samdráttur Nýjar gervihnattamyndir sýna að síðustu fjóra daga, hefur dregið örlítið úr hraunflæði sé það borið saman við dagana þar á undan. Dagana 13. til 17. júlí mældist hraunflæðið tæplega þrettán rúmmetrar á sekúndu. Flæðið var 14,5 rúmmetrar á sekúndu dagana 11. til 13. júlí. Á vef Jarðvísindastofnunar Háskólans segir að munurinn sé ekki marktækur, sé tillit tekið til óvissu í mælingunum. Þá er hraunið orðið 0,83 ferkílómetrar í flatarmál og rúmmál þess er 8,4 milljón rúmmetrar. Hraunjaðarinn hefur færst fram að meðaltali um þrjú til fjögur hundruð metra á dag en færslan er mjög breytileg. Hraunið er að mestu tuttugu metra þykkt en meðalþykktin er um tíu metrar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum segir að gönguferðin taki um fimm til sjö klukkustundir og henti ekki öllum. Þar segir einnig að björgunarsveitarfólk hafi komið nokkrum til aðstoðar í gær og í nótt en engin alvarleg tilfelli hafi komið upp. Fólk er beðið um að haga sér í samræmi við fyrirmæli lögreglu og björgunarsveita og fara ekki inn á merkt hættu- og bannsvæði. Búist er við því að gasmenginunin berist til suðurs í dag og að hennar verði vart á Suðurstrandavegi og á gönguleiðum að gosstöðvunum. „Mikilvægt er að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. Hætta eykst þegar vind lægir. Þá geta lífshættulegar gastegundir safnast í dældum og geta reynst banvænar. Nýjar gossprungur geta opnast með litlum fyrirvara og glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram sem erfitt getur verið að forðast á hlaupum,“ segir í tilkynningunni. Kort sem sýnir gönguleiðarnar við gosstöðvarnar. Örlítill samdráttur Nýjar gervihnattamyndir sýna að síðustu fjóra daga, hefur dregið örlítið úr hraunflæði sé það borið saman við dagana þar á undan. Dagana 13. til 17. júlí mældist hraunflæðið tæplega þrettán rúmmetrar á sekúndu. Flæðið var 14,5 rúmmetrar á sekúndu dagana 11. til 13. júlí. Á vef Jarðvísindastofnunar Háskólans segir að munurinn sé ekki marktækur, sé tillit tekið til óvissu í mælingunum. Þá er hraunið orðið 0,83 ferkílómetrar í flatarmál og rúmmál þess er 8,4 milljón rúmmetrar. Hraunjaðarinn hefur færst fram að meðaltali um þrjú til fjögur hundruð metra á dag en færslan er mjög breytileg. Hraunið er að mestu tuttugu metra þykkt en meðalþykktin er um tíu metrar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira