Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2023 11:27 Síðasta kornflutningaskipið frá Úkraínu undan ströndum Istanbúl í gærkvöldi. Rússar hóta því nú ljóst og leynt að ráðast á skipin. AP/Sercan Ozkurnazli Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. Síðasta kornflutningaskipið frá Úkraínu eftir að Rússar drógu sig út úr samkomulagi Sameinuðu þjóðanna sást úti fyrir ströndum Istanbul í Tyrklandi í morgun. Í samkomulagi Sameinuðu þjóðanna sem Tyrkir höfðu milligöngu um, var komið upp sameiginlegri miðstöð fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi sem fylgdist með flutningaskipunum á ferðum þeirra til og frá útflutningshöfnum í Úkraínu um Svartahaf og og sá um skoðanir á förmum skipanna. Þegar Rússar hafa nú dregið sig út úr samkomulaginu þýðir það að þeir ábyrgjast ekki að ekki verði gerðar árásir á flutningaskipin. Korn flutt í skip í borginni Izmail í Úkraínu sl. vor.AP/Andrew Kravchenko Í nótt skutu Rússar sex stýriflaugum og fjölda sprengjudróna að Ódessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu við Svartahaf. Úkraínumenn segjast hafa skotið allar flaugarnar og drónana niður, en brak úr þeim hafi náð að valda skemmdum á höfninni í borginni. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ákvörðun Rússa áfall fyrir fólk um allan heim. Sameinuðu þjóðirnar muni áfram reyna að koma korni og áburði frá bæði Úkraínu og Rússlandi til þeirra sem þurfi á að halda. Hann sendi Vladimir Putin forseta Rússlands bréf með nýjum tillögum í gær en því bréfi hefur ekki verið svarað. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði í höfuðstöðvum Sameinu þjóðanna í gær að Rússar muni halda áfram að kúga umheiminn eins lengi og þeir kæmust upp með það.AP/Mary Altaffer Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu fundaði með Guterres í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann segir Rússa sýna fullkomið ábyrgðarleysi og þeir stefndu fæðuöryggi heimsins í voða á sama tíma og þeir væru sjálfir að stórauka útflutning sinn á korni á áburði. Tryggja þyrfti útflutning Úkraínu á sjó og landi með öllum ráðum. „Rússar auka aðallega líkurnar á hungursneyð í ríkjum Asíu og Afríku og að verð á matvælum fari hækkandi,“ sagði Kuleba. Rússar hefðu valdið umheiminum enn einum hausverknum, ábyrgðust ekki lengur öryggi skipa til og frá Úkraínu og hótuðu þar með að ráðast á þau. Umheimurinn yrði að skilja eitt einfalt grundvallaratriði: „Eins lengi Rússar eru á Krím og komast upp með að kúga og þröngva vilja sínum upp á alla aðra, heldur þetta vandamál áfram," sagði Kuleba. Besta lausnin væri því að sigra Rússa og þvinga þá til að draga herlið sitt til baka. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. 18. júlí 2023 08:03 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08 Síðasta kornfyllta skipið siglt úr höfn Síðasta flutningaskipið, með úkraínskt korn innanborðs, hefur siglt úr höfn í bili. Samningur sem greiðir fyrir útflutningi korns frá Úkraínu rennur út á morgun en Rússar hafa hótað því undanfarið að framlengja ekki samninginn. 17. júlí 2023 00:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Síðasta kornflutningaskipið frá Úkraínu eftir að Rússar drógu sig út úr samkomulagi Sameinuðu þjóðanna sást úti fyrir ströndum Istanbul í Tyrklandi í morgun. Í samkomulagi Sameinuðu þjóðanna sem Tyrkir höfðu milligöngu um, var komið upp sameiginlegri miðstöð fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi sem fylgdist með flutningaskipunum á ferðum þeirra til og frá útflutningshöfnum í Úkraínu um Svartahaf og og sá um skoðanir á förmum skipanna. Þegar Rússar hafa nú dregið sig út úr samkomulaginu þýðir það að þeir ábyrgjast ekki að ekki verði gerðar árásir á flutningaskipin. Korn flutt í skip í borginni Izmail í Úkraínu sl. vor.AP/Andrew Kravchenko Í nótt skutu Rússar sex stýriflaugum og fjölda sprengjudróna að Ódessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu við Svartahaf. Úkraínumenn segjast hafa skotið allar flaugarnar og drónana niður, en brak úr þeim hafi náð að valda skemmdum á höfninni í borginni. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ákvörðun Rússa áfall fyrir fólk um allan heim. Sameinuðu þjóðirnar muni áfram reyna að koma korni og áburði frá bæði Úkraínu og Rússlandi til þeirra sem þurfi á að halda. Hann sendi Vladimir Putin forseta Rússlands bréf með nýjum tillögum í gær en því bréfi hefur ekki verið svarað. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði í höfuðstöðvum Sameinu þjóðanna í gær að Rússar muni halda áfram að kúga umheiminn eins lengi og þeir kæmust upp með það.AP/Mary Altaffer Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu fundaði með Guterres í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann segir Rússa sýna fullkomið ábyrgðarleysi og þeir stefndu fæðuöryggi heimsins í voða á sama tíma og þeir væru sjálfir að stórauka útflutning sinn á korni á áburði. Tryggja þyrfti útflutning Úkraínu á sjó og landi með öllum ráðum. „Rússar auka aðallega líkurnar á hungursneyð í ríkjum Asíu og Afríku og að verð á matvælum fari hækkandi,“ sagði Kuleba. Rússar hefðu valdið umheiminum enn einum hausverknum, ábyrgðust ekki lengur öryggi skipa til og frá Úkraínu og hótuðu þar með að ráðast á þau. Umheimurinn yrði að skilja eitt einfalt grundvallaratriði: „Eins lengi Rússar eru á Krím og komast upp með að kúga og þröngva vilja sínum upp á alla aðra, heldur þetta vandamál áfram," sagði Kuleba. Besta lausnin væri því að sigra Rússa og þvinga þá til að draga herlið sitt til baka.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. 18. júlí 2023 08:03 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08 Síðasta kornfyllta skipið siglt úr höfn Síðasta flutningaskipið, með úkraínskt korn innanborðs, hefur siglt úr höfn í bili. Samningur sem greiðir fyrir útflutningi korns frá Úkraínu rennur út á morgun en Rússar hafa hótað því undanfarið að framlengja ekki samninginn. 17. júlí 2023 00:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. 18. júlí 2023 08:03
Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20
Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08
Síðasta kornfyllta skipið siglt úr höfn Síðasta flutningaskipið, með úkraínskt korn innanborðs, hefur siglt úr höfn í bili. Samningur sem greiðir fyrir útflutningi korns frá Úkraínu rennur út á morgun en Rússar hafa hótað því undanfarið að framlengja ekki samninginn. 17. júlí 2023 00:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent