Varar fólk við að vera of nærri virkum gígum Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júlí 2023 11:57 Þorvaldur er prófessor í eldfjallafræði og bergfræði. Hann segir að ekki megi gleyma því hversu hættulegt það geti verið að vera í kringum virkt eldgos. Vísir/Vilhelm Breytingar urðu við eldgosið í gær þegar hraunbarmur gígsins brast. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir það hafa verið mikið sjónarspil þegar gígbarmurinn brast en að það megi ekki gleyma því að um hættusvæði sé að ræða. Hraunbarmum gígsins brast í nótt. Þorvaldur segir að hann hafi brostið vegna þess að þyngsli kvikunnar hafi verið orðin of mikil og að veggir gígsins hafi ekki getað haldið henni lengur. „Upp úr hálf ellefu fór að hækka í gígnum í gær,“ segir Þorvaldur og að hraunframleiðslan hafi í raun ekki breyst, heldur hraunflæðið. „Það safnaðist þá saman meira magn af kviku inn í gígskálinni sjálfri og þetta endaði svo með því að hann fylltist alveg upp að rima. Hann var stútfullur af kviku og það hefur leitt til þess að þyngdin á þessum massa sem kvikan er fór að ýta norðurhluta gígrimans út. Hægt og rólega, og það er þessi órói sem hófst í gærkvöldi,“ segir Þorvaldur og að þyngslin hafi orðið svo mikil að veggir gígrimans hafi brostið að enda og hraunið lekið út og nærri tæmt gíginn. Veggirnir ekki nægilega sterkir Spurður hvort þetta sé eðlileg hegðun eldgosa segir Þorvaldur að það megi ekki gleyma því að gígrimar séu óstöðug fyrirbæri og að ekki sé óalgengt að sjá hluta gígrima falla saman eða ýtast út, eða jafnvel falla ofan í gíginn og færast til. „Þetta er mjög algengt og ekkert óvenjulegt við þetta. Þessar breytingar eru einfaldlega því það var of mikil kvika í gígskálinni og veggirnir voru ekki nægilega sterkir til að halda þessum vökva inn í.“ Þorvaldur segir þetta ferli hafa verið mikið sjónarspil en að það megi ekki gleyma því að svæðið sé hættulegt og óstöðugt. „Fólk var ansi nærri gígnum í gærkvöldi. Beint undir þeim hluta sem skreið fram og ef það hefði verið þar á þeim tíma sem þetta gerðist þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Þetta er góð vísbending um að fólk eigi ekki að vera nærri virkum gígum. Þeir geta brostið hvenær sem er og ef fólk lendir í því að fá svona gusu yfir sig þá hleypurðu ekki undan henni, hún fer það hratt. Það hleypur enginn frá þessu,“ segir Þorvaldur. Hann segir að ekki sé hægt að sjá þessa atburði fyrir, þeir gerist það hratt og að það geti verið stórhættulegt að vera of nærri. Þá bendir hann á að mengun sé töluverð við gosið, bæði úr gígnum og frá gróðureldum sem enn geisa við svæðið. Mælingar þeirra hafi sýnt mikið magn rykkorna í lofti. Erlendur ferðamaður hné niður á gönguleið að gosstöðvum í gær og lést í kjölfarið á sjúkrahúsi. Þá varð tólf ára stúlka örmagna og kona viðskila við gönguhóp sinn. Lögreglan á Suðurnesjum ítrekaði í tilkynningu í morgun að aðstæður séu erfiðar við gosstöðvar og að fólk eigi að huga vel að því að kynna sér aðstæður á vefsíðunni safetravel.is áður en það leggur af stað í göngu upp að gosi. Gossvæðið lokar klukkan fimm í dag vegna lélegs skyggnis. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Hraunbarmum gígsins brast í nótt. Þorvaldur segir að hann hafi brostið vegna þess að þyngsli kvikunnar hafi verið orðin of mikil og að veggir gígsins hafi ekki getað haldið henni lengur. „Upp úr hálf ellefu fór að hækka í gígnum í gær,“ segir Þorvaldur og að hraunframleiðslan hafi í raun ekki breyst, heldur hraunflæðið. „Það safnaðist þá saman meira magn af kviku inn í gígskálinni sjálfri og þetta endaði svo með því að hann fylltist alveg upp að rima. Hann var stútfullur af kviku og það hefur leitt til þess að þyngdin á þessum massa sem kvikan er fór að ýta norðurhluta gígrimans út. Hægt og rólega, og það er þessi órói sem hófst í gærkvöldi,“ segir Þorvaldur og að þyngslin hafi orðið svo mikil að veggir gígrimans hafi brostið að enda og hraunið lekið út og nærri tæmt gíginn. Veggirnir ekki nægilega sterkir Spurður hvort þetta sé eðlileg hegðun eldgosa segir Þorvaldur að það megi ekki gleyma því að gígrimar séu óstöðug fyrirbæri og að ekki sé óalgengt að sjá hluta gígrima falla saman eða ýtast út, eða jafnvel falla ofan í gíginn og færast til. „Þetta er mjög algengt og ekkert óvenjulegt við þetta. Þessar breytingar eru einfaldlega því það var of mikil kvika í gígskálinni og veggirnir voru ekki nægilega sterkir til að halda þessum vökva inn í.“ Þorvaldur segir þetta ferli hafa verið mikið sjónarspil en að það megi ekki gleyma því að svæðið sé hættulegt og óstöðugt. „Fólk var ansi nærri gígnum í gærkvöldi. Beint undir þeim hluta sem skreið fram og ef það hefði verið þar á þeim tíma sem þetta gerðist þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Þetta er góð vísbending um að fólk eigi ekki að vera nærri virkum gígum. Þeir geta brostið hvenær sem er og ef fólk lendir í því að fá svona gusu yfir sig þá hleypurðu ekki undan henni, hún fer það hratt. Það hleypur enginn frá þessu,“ segir Þorvaldur. Hann segir að ekki sé hægt að sjá þessa atburði fyrir, þeir gerist það hratt og að það geti verið stórhættulegt að vera of nærri. Þá bendir hann á að mengun sé töluverð við gosið, bæði úr gígnum og frá gróðureldum sem enn geisa við svæðið. Mælingar þeirra hafi sýnt mikið magn rykkorna í lofti. Erlendur ferðamaður hné niður á gönguleið að gosstöðvum í gær og lést í kjölfarið á sjúkrahúsi. Þá varð tólf ára stúlka örmagna og kona viðskila við gönguhóp sinn. Lögreglan á Suðurnesjum ítrekaði í tilkynningu í morgun að aðstæður séu erfiðar við gosstöðvar og að fólk eigi að huga vel að því að kynna sér aðstæður á vefsíðunni safetravel.is áður en það leggur af stað í göngu upp að gosi. Gossvæðið lokar klukkan fimm í dag vegna lélegs skyggnis.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira