Skorar á Ásmund Einar að mæta sér í sjónvarpi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júlí 2023 09:06 Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar, vill mæta honum í sjónvarpinu. Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, skorar á hann að mæta sér í sjónvarpssal til að ræða um ættardeiluna á Lambeyrum. Hún og systur hennar byrjuðu nýlega með hlaðvarp þar sem þær fjalla um málið. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Bítinu í morgun. Eins og áður hefur komið fram snúast deilurnar um jörðina Lambeyrar í Dalasýslu sem átta börn bóndans Einars Valdimarssonar erfðu árið 2007. Ása sagði að Daði Einarson, faðir Ásmundar, hefði veðsett jörðina gegn vilja hinna systkinanna og tapaði fjármununum og þar með föðurarfnum. Segir Ásmund hafa staðið að innbrotum Fór jörðin á uppboð og þrjú systkini keyptu hana. Síðan þá hefur vargöld ríkt á Lambeyrum, dómsmál verið höfðuð og skemmdarverk framin. „Daði var brjálaður yfir því að systkinin eiga jörðina. Hann fer út um alla sveitina og stórættina og heldur því fram að hann eigi jörðina,“ sagði Ása í viðtalinu. Lagalega sé rétturinn hins vegar skýr og meðal annars hafi afsalið verið birt á Twitter. „Þegar hann fær ekki sínu fram eru innbrot, þjófnaðir, skemmdarverk upp á margar milljónir og stöðugar ógnir. Fjölskyldan mín er búin að búa við þetta ástand í yfir fimmtán ár,“ sagði Ása. Nefndi hún Daða og Valdimar bróðir hans í þessu samhengi. Einnig að Ásmundur Einar hafi verið staðinn að innbrotum. Reyna að afstýra að fólk slasist Ástæðuna fyrir því að Ása og systur hennar stigu fram er að sögn Ásu það að lögreglan komi ekki til hjálpar þó að eftir því sé leitað. Mikil skemmdarverk hafi verið unnin á jörðinni. „Til dæmis var í skjóli nætur farið á stórum plógi og geðveikislegt munstur rist í jörðina,“ sagði Ása. Eini tilgangurinn sé að eyðileggja túnin, sem samsvari þrjátíu fótboltavöllum að stærð. Þá séu myndbönd og vitni til af því að þeir hafi mætt með stórvirkar vinnuvélar til að taka í sundur vatnslagnir. Engu að síður vildi lögreglan ekki koma. „Þegar við fáum svona svör, trekk í trekk, fer maður að hugsa að Ásmundur hafi mjög sterk ítök á Vesturlandi. Þannig að maður getur ekki annað en spurt sig hvort það hafi áhrif hvernig lögreglan er að bregðast við að þetta sé faðir ráðherra,“ sagði Ása. Aðspurð um hvort að hún óttist afleiðingar af þessum ásökunum sagðist hún vita að svo yrði. Ástandið sé hins vegar þannig að þetta endi með því að einhver slasist. Eina leiðin til að reyna að milda ástandið eða stöðva það sé að segja frá. Vill mæta Ásmundi á hans heimavelli Hún segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá frændum sínum eftir að hlaðvarpið birtist. Viðbrögð samfélagsins og fjölmiðla hafi hins vegar verið góð. „Okkar saga er alveg einhliða,“ sagði Ása. „En við erum alveg sátt við að hin hliðin komi fram. Þannig að ég er tilbúin til þess að mæta honum Ásmundi Einari Daðasyni í sjónvarpsviðtali. Ég minni á það að hann er ráðherra þannig að hann hefur mikla reynslu og þjálfun í að koma fram í fjölmiðlum, þannig að þetta yrði 100 prósent á hans heimavelli. En ég veit að sannleikurinn er með mér í liði,“ sagði hún að lokum. Ásmundur Einar hefur ekki brugðist við fyrirspurn Vísis um málið. Dalabyggð Bítið Lögreglumál Deilur um jörðina Lambeyrar Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Þetta kom fram í útvarpsþættinum Bítinu í morgun. Eins og áður hefur komið fram snúast deilurnar um jörðina Lambeyrar í Dalasýslu sem átta börn bóndans Einars Valdimarssonar erfðu árið 2007. Ása sagði að Daði Einarson, faðir Ásmundar, hefði veðsett jörðina gegn vilja hinna systkinanna og tapaði fjármununum og þar með föðurarfnum. Segir Ásmund hafa staðið að innbrotum Fór jörðin á uppboð og þrjú systkini keyptu hana. Síðan þá hefur vargöld ríkt á Lambeyrum, dómsmál verið höfðuð og skemmdarverk framin. „Daði var brjálaður yfir því að systkinin eiga jörðina. Hann fer út um alla sveitina og stórættina og heldur því fram að hann eigi jörðina,“ sagði Ása í viðtalinu. Lagalega sé rétturinn hins vegar skýr og meðal annars hafi afsalið verið birt á Twitter. „Þegar hann fær ekki sínu fram eru innbrot, þjófnaðir, skemmdarverk upp á margar milljónir og stöðugar ógnir. Fjölskyldan mín er búin að búa við þetta ástand í yfir fimmtán ár,“ sagði Ása. Nefndi hún Daða og Valdimar bróðir hans í þessu samhengi. Einnig að Ásmundur Einar hafi verið staðinn að innbrotum. Reyna að afstýra að fólk slasist Ástæðuna fyrir því að Ása og systur hennar stigu fram er að sögn Ásu það að lögreglan komi ekki til hjálpar þó að eftir því sé leitað. Mikil skemmdarverk hafi verið unnin á jörðinni. „Til dæmis var í skjóli nætur farið á stórum plógi og geðveikislegt munstur rist í jörðina,“ sagði Ása. Eini tilgangurinn sé að eyðileggja túnin, sem samsvari þrjátíu fótboltavöllum að stærð. Þá séu myndbönd og vitni til af því að þeir hafi mætt með stórvirkar vinnuvélar til að taka í sundur vatnslagnir. Engu að síður vildi lögreglan ekki koma. „Þegar við fáum svona svör, trekk í trekk, fer maður að hugsa að Ásmundur hafi mjög sterk ítök á Vesturlandi. Þannig að maður getur ekki annað en spurt sig hvort það hafi áhrif hvernig lögreglan er að bregðast við að þetta sé faðir ráðherra,“ sagði Ása. Aðspurð um hvort að hún óttist afleiðingar af þessum ásökunum sagðist hún vita að svo yrði. Ástandið sé hins vegar þannig að þetta endi með því að einhver slasist. Eina leiðin til að reyna að milda ástandið eða stöðva það sé að segja frá. Vill mæta Ásmundi á hans heimavelli Hún segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá frændum sínum eftir að hlaðvarpið birtist. Viðbrögð samfélagsins og fjölmiðla hafi hins vegar verið góð. „Okkar saga er alveg einhliða,“ sagði Ása. „En við erum alveg sátt við að hin hliðin komi fram. Þannig að ég er tilbúin til þess að mæta honum Ásmundi Einari Daðasyni í sjónvarpsviðtali. Ég minni á það að hann er ráðherra þannig að hann hefur mikla reynslu og þjálfun í að koma fram í fjölmiðlum, þannig að þetta yrði 100 prósent á hans heimavelli. En ég veit að sannleikurinn er með mér í liði,“ sagði hún að lokum. Ásmundur Einar hefur ekki brugðist við fyrirspurn Vísis um málið.
Dalabyggð Bítið Lögreglumál Deilur um jörðina Lambeyrar Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels