Ásmundarfólk forðast símann: „Ég er alveg á kafi að gera við dráttarvél“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júlí 2023 10:46 Frænkur Ásmundar Einars hafa verið háværar í hlaðvarpinu um Lambeyrarmálið en þögnin úr herbúðum Ásmundar er ærandi. Vísir hefur undanfarna daga reynt margítrekað að ná tali af Ásmundi Einari Daðasyni mennta-og barnamálaráðherra vegna ásakana sem koma fram í hlaðvarpinu Lömbin þagna ekki. Lögreglan á Vesturlandi segist ekki mega svara fyrirspurnum Vísis efnislega. Margítrekaðar tilraunir Vísis til að ná tali af Ásmundi Einari vegna Lambeyrarmálsins hafa engu skilað. Ekki heldur tilraunir til að ná tali af öðrum úr herbúðum ráðherra. Símtölum, tölvupósti og textaskilaboðum er ekki svarað. Nýlega stigu þrjár frænkur Ásmundar Einars fram í hlaðvarpinu „Lömbin þagna ekki“ og sökuðu hann, föður hans Daða Einarsson og föðurbróður Valdimar Einarsson um skemmdarverk og innbrot. „Ég hef engar upplýsingar um þau. Það eru eiginlega allir í sumarfríi í júlí,“ sagði skrifstofudama í ráðuneytinu aðspurð um ráðherra, aðstoðarmenn hans eða upplýsingafulltrúa. „Þau hljóta að vera meðvituð um það,“ sagði hún þegar henni var tjáð Vísir hafi ítrekað reynt að ná tali af þeim. Rosalega upptekinn Teitur Erlingsson, aðstoðarmaður Ásmundar Einars, sagðist á fimmtudag ætla að athuga hvort að ráðherra myndi veita viðtal og ætlaði að láta vita. Teitur hefur ekki haft samband síðan og ekki hefur náðst í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Teitur Erlingsson ætlaði að hringja til baka en ekkert hefur náðst í hann síðan. Hinn aðstoðarmaðurinn, Sóley Ragnarsdóttir, bar fyrir sig sumarfrí. „Ég er í sumarfríi og ætla að fá að vera það,“ sagði hún. Engin svör hafa heldur borist frá Hjalta Andrasyni, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Daði Einarsson svaraði símanum en sagðist svo ekki hafa neinn tíma til að tala þegar blaðamaður kynnti sig. „Ég er rosalega upptekinn núna. Ég er alveg á kafi að gera við dráttarvél,“ sagði Daði. Hefur Daði ekki svarað símtölum Vísis eftir það. Hræ skilin eftir og skít dreift við íbúðarhús Eins og áður hefur verið greint frá lýtur deilan að bænum Lambeyrum í Dölum sem erfðist til átta barna Einars Valdimars Ólafssonar árið 2007. Lentu bræðurnir Daði og Valdimar upp á kant við hin systkini sín og í dag er deilan svo hatrömm að fólk talast ekki við. Sóley Ragnarsdóttir segist vera í sumarfríi. Að sögn systranna breytti Ásmundur Einar prókúru á reikningum Lambeyrabúsins og hafi öllum eignum búsins, og föðurarfi systkinanna, verið sólundað í braski. Að lokum fór jörðin á uppboð og þrjú hinna systkinanna keyptu jörðina. Hefur staðið styr um jörðina allar götur síðan. Systurnar segja meðal annars að margir hektarar af túnum hafi verið skorin og eyðilögð, vatnsveita tekin í sundur, rotnandi kindahræ skilin eftir, skít dreift við íbúðarhús, öryggismyndavélar og margir kílómetrar af girðingum eyðilagðar. Þá hafi Ásmundur Einar og fleiri verið staðnir að innbroti á bæinn. Lögregla segist ekki mega svara Hluti af ásökununum lúta að Lögreglunni á Vesturlandi. En í hlaðvarpinu segja systurnar meðal annars frá því að hjálparköllum föður þeirra Skúla Einarssonar, einum af núverandi eigendum Lambeyra, til lögreglu hafi ekki verið sinnt. Í eitt skipti hafi hann meðal annars staðið ofan í skurði til að reyna að verjast því þegar bræður hans hafi komið á stórvirkum vinnuvélum til að fremja skemmdarverk á jörðinni. Þá hafi lögreglan sagt að hann kynni að verða kærður fyrir að sólunda tíma lögreglunnar.Vísir sendi spurningar á Lögregluna á Vesturlandi. Meðal annars hvort lögreglan hafi orðið fyrir þrýstingi ráðherra og hvort lögreglan hafi neitað að mæta þegar þess var óskað. Í svari Jóns Hauks Haukssonar, staðgengils lögreglustjóra, segir að samkvæmt fyrirmælum Ríkissaksóknari sé ekki gert ráð fyrir upplýsingagjöf lögreglu í erindi sem þessu. „Lögreglan fær margar tilkynningar og sinnir eins og kostur er fjölmörgum verkefnum um allt umdæmið og á öllum tímum sólarhrings. Verkefni eru mismunandi og krefjast mismunandi nálgunar og meðferðar en eru afgreidd í samræmi við tilefni og starfsreglur. Í lögum er mælt fyrir um kæruheimildir og kæruleiðir sem hagsmunaaðilar geta notfært sér ef þeir eru ósáttir við aðgerðir eða aðgerðaleysi lögreglu,“ segir Jón Haukur í svarinu. „Að öðru leyti er ekki hægt til að svara þessu enda ekki talið heimilt að svara erindinu efnislega.“ Dalabyggð Lögreglumál Deilur um jörðina Lambeyrar Tengdar fréttir Skorar á Ásmund Einar að mæta sér í sjónvarpi Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, skorar á hann að mæta sér í sjónvarpssal til að ræða um ættardeiluna á Lambeyrum. Hún og systur hennar byrjuðu nýlega með hlaðvarp þar sem þær fjalla um málið. 20. júlí 2023 09:06 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Margítrekaðar tilraunir Vísis til að ná tali af Ásmundi Einari vegna Lambeyrarmálsins hafa engu skilað. Ekki heldur tilraunir til að ná tali af öðrum úr herbúðum ráðherra. Símtölum, tölvupósti og textaskilaboðum er ekki svarað. Nýlega stigu þrjár frænkur Ásmundar Einars fram í hlaðvarpinu „Lömbin þagna ekki“ og sökuðu hann, föður hans Daða Einarsson og föðurbróður Valdimar Einarsson um skemmdarverk og innbrot. „Ég hef engar upplýsingar um þau. Það eru eiginlega allir í sumarfríi í júlí,“ sagði skrifstofudama í ráðuneytinu aðspurð um ráðherra, aðstoðarmenn hans eða upplýsingafulltrúa. „Þau hljóta að vera meðvituð um það,“ sagði hún þegar henni var tjáð Vísir hafi ítrekað reynt að ná tali af þeim. Rosalega upptekinn Teitur Erlingsson, aðstoðarmaður Ásmundar Einars, sagðist á fimmtudag ætla að athuga hvort að ráðherra myndi veita viðtal og ætlaði að láta vita. Teitur hefur ekki haft samband síðan og ekki hefur náðst í hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Teitur Erlingsson ætlaði að hringja til baka en ekkert hefur náðst í hann síðan. Hinn aðstoðarmaðurinn, Sóley Ragnarsdóttir, bar fyrir sig sumarfrí. „Ég er í sumarfríi og ætla að fá að vera það,“ sagði hún. Engin svör hafa heldur borist frá Hjalta Andrasyni, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Daði Einarsson svaraði símanum en sagðist svo ekki hafa neinn tíma til að tala þegar blaðamaður kynnti sig. „Ég er rosalega upptekinn núna. Ég er alveg á kafi að gera við dráttarvél,“ sagði Daði. Hefur Daði ekki svarað símtölum Vísis eftir það. Hræ skilin eftir og skít dreift við íbúðarhús Eins og áður hefur verið greint frá lýtur deilan að bænum Lambeyrum í Dölum sem erfðist til átta barna Einars Valdimars Ólafssonar árið 2007. Lentu bræðurnir Daði og Valdimar upp á kant við hin systkini sín og í dag er deilan svo hatrömm að fólk talast ekki við. Sóley Ragnarsdóttir segist vera í sumarfríi. Að sögn systranna breytti Ásmundur Einar prókúru á reikningum Lambeyrabúsins og hafi öllum eignum búsins, og föðurarfi systkinanna, verið sólundað í braski. Að lokum fór jörðin á uppboð og þrjú hinna systkinanna keyptu jörðina. Hefur staðið styr um jörðina allar götur síðan. Systurnar segja meðal annars að margir hektarar af túnum hafi verið skorin og eyðilögð, vatnsveita tekin í sundur, rotnandi kindahræ skilin eftir, skít dreift við íbúðarhús, öryggismyndavélar og margir kílómetrar af girðingum eyðilagðar. Þá hafi Ásmundur Einar og fleiri verið staðnir að innbroti á bæinn. Lögregla segist ekki mega svara Hluti af ásökununum lúta að Lögreglunni á Vesturlandi. En í hlaðvarpinu segja systurnar meðal annars frá því að hjálparköllum föður þeirra Skúla Einarssonar, einum af núverandi eigendum Lambeyra, til lögreglu hafi ekki verið sinnt. Í eitt skipti hafi hann meðal annars staðið ofan í skurði til að reyna að verjast því þegar bræður hans hafi komið á stórvirkum vinnuvélum til að fremja skemmdarverk á jörðinni. Þá hafi lögreglan sagt að hann kynni að verða kærður fyrir að sólunda tíma lögreglunnar.Vísir sendi spurningar á Lögregluna á Vesturlandi. Meðal annars hvort lögreglan hafi orðið fyrir þrýstingi ráðherra og hvort lögreglan hafi neitað að mæta þegar þess var óskað. Í svari Jóns Hauks Haukssonar, staðgengils lögreglustjóra, segir að samkvæmt fyrirmælum Ríkissaksóknari sé ekki gert ráð fyrir upplýsingagjöf lögreglu í erindi sem þessu. „Lögreglan fær margar tilkynningar og sinnir eins og kostur er fjölmörgum verkefnum um allt umdæmið og á öllum tímum sólarhrings. Verkefni eru mismunandi og krefjast mismunandi nálgunar og meðferðar en eru afgreidd í samræmi við tilefni og starfsreglur. Í lögum er mælt fyrir um kæruheimildir og kæruleiðir sem hagsmunaaðilar geta notfært sér ef þeir eru ósáttir við aðgerðir eða aðgerðaleysi lögreglu,“ segir Jón Haukur í svarinu. „Að öðru leyti er ekki hægt til að svara þessu enda ekki talið heimilt að svara erindinu efnislega.“
Dalabyggð Lögreglumál Deilur um jörðina Lambeyrar Tengdar fréttir Skorar á Ásmund Einar að mæta sér í sjónvarpi Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, skorar á hann að mæta sér í sjónvarpssal til að ræða um ættardeiluna á Lambeyrum. Hún og systur hennar byrjuðu nýlega með hlaðvarp þar sem þær fjalla um málið. 20. júlí 2023 09:06 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Skorar á Ásmund Einar að mæta sér í sjónvarpi Ása Skúladóttir, frænka Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra, skorar á hann að mæta sér í sjónvarpssal til að ræða um ættardeiluna á Lambeyrum. Hún og systur hennar byrjuðu nýlega með hlaðvarp þar sem þær fjalla um málið. 20. júlí 2023 09:06