Slæm loftgæði á Ísafirði og í Hveragerði í dag Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. júlí 2023 07:46 Það verður mikil loftmengun á Ísafirði í dag en gosmóðan frá eldgosinu er komin vestur. Það verður því sennilega ekki svona heiðskýrt eins og á þessari mynd. Vísir/Vilhelm Mikil loftmengun er á Ísafirði og í Hveragerði í dag og gætu viðkvæmir fundið fyrir einkennum vegna slæmra loftgæða. Gasmengun frá gosinu berst til norðurs og austurs yfir suðvestanvert landið. Samkvæmt vefnum loftgaedi.is mælast loftgæði óholl fyrir viðkvæma á Ísafirði og í Hveragerði í dag. Einstaklingar með astma og undirliggjandi lungnasjúkdóma gætu því fundið fyrir einkennum loftmengunarinnar. Alls staðar annars staðar á landinu mælast loftgæði góð eða mjög góð. Í samtali við Veðurstofuna kom fram að í Hveragerði mældist breinnsteinsvetni (H2S) í loftinu. Það væri því ekki frá eldgosinu heldur er líklegra að það komi frá Hellisheiðarvirkjun. Á Vestfjörðum er hins vegar um Súlfat (SO4) að ræða, taldi veðurfræðingur að sennilega væri þetta gosmökkur sem hefði náð að bindast við andrúmsloftið. Náttúruvársérfræðingur greindi frá því í gær að gosmóðan sem hefur hangið yfir höfuðborgarsvæðinu muni ekki fara fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag. Ef það rignir á meðan gosmóðan hangir yfir gæti fallið súrt regn en veðurfræðingar telja að það muni ekki hafa mikil áhrif á lífríki eða vatnsból. Rigning í nótt hreinsaði gosmóðuna aðeins Samkvæmt spá veðurvaktar um gasdreifingu berst gasmengun frá gosinu til norðurs og austurs yfir suðvestanvert landið. Búast má við því að gosmóðan sem hefur hangið yfir höfuðborgarsvæðinu verði áfram fram á miðvikudag. „Það er mjög lítil vindur þannig þetta liggur mest yfir gossvæðinu, ekki mikil hreyfing á þessu,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, um gasmengunina í dag. „Það var svona þoka yfir en hún hefur aðeins brotnað upp en það virðist liggja mökkur yfir gossvæðinu.“ „Spáin í dag er hægur vindur þannig þetta getur dreifst víða á Reykjanesskaganum,“ sagði hann. Þá sagði hann að gosmóðan sem hefur verið yfir höfuðborgarsvæðinu verði áfram næstu tvo daga en „á miðvikudag er komin mjög ákveðin austanátt sem feykir þessu út á hafið. Þá vonandi losnum við við þetta en fram að því þurfum við sennilega að þola þetta“ Þrátt fyrir að gosmóðan hangi yfir mælast loftgæði góð á höfuðborgarsvæðinu og segir Þorsteinn það sé rigningu að þakka. „Það kom einhver smá rigning sem hefur hreinsað þetta í nótt en það bætist við í dag. Við erum þakklát fyrir það en það bætist við í dag. Gosmóðan komin vestur Greint var frá því á laugardag að gosmóðan væri komin til Vestfjarða. Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði þá að stofunni hefði borist tilkynning um gosmóðu frá snjóflóðaathugunarmanni sem staddur var í Ísafjarðardjúpi. Gervitunglamyndir frá laugardeginum sýndu magn gosmóðunnar frá Reykjanesskaga, SO2 brennisteinsdíoxíðs, yfir landinu. Gervitunglamynd sýnir styrkleika brennisteinsdíoxíðs yfir landinu.Veðurstofa Íslands Móðan var þá komin inn á Breiðafjörð og þótti Magnúsi ekki ólíklegt að hún hafi dreifst yfir Vestfirði í kjölfarið. Gosmóðan mun líklega halda áfram yfir Tröllaskaga. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Loftgæði Hveragerði Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Gosmóðan komin til Vestfjarða: „Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín“ Gosmóðan úr eldgosinu í Litla-Hrúti er nú komin til Vestfjarða. Búast má við því að hún haldi þaðan til austurs í átt að Tröllaskaga. 22. júlí 2023 15:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Samkvæmt vefnum loftgaedi.is mælast loftgæði óholl fyrir viðkvæma á Ísafirði og í Hveragerði í dag. Einstaklingar með astma og undirliggjandi lungnasjúkdóma gætu því fundið fyrir einkennum loftmengunarinnar. Alls staðar annars staðar á landinu mælast loftgæði góð eða mjög góð. Í samtali við Veðurstofuna kom fram að í Hveragerði mældist breinnsteinsvetni (H2S) í loftinu. Það væri því ekki frá eldgosinu heldur er líklegra að það komi frá Hellisheiðarvirkjun. Á Vestfjörðum er hins vegar um Súlfat (SO4) að ræða, taldi veðurfræðingur að sennilega væri þetta gosmökkur sem hefði náð að bindast við andrúmsloftið. Náttúruvársérfræðingur greindi frá því í gær að gosmóðan sem hefur hangið yfir höfuðborgarsvæðinu muni ekki fara fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag. Ef það rignir á meðan gosmóðan hangir yfir gæti fallið súrt regn en veðurfræðingar telja að það muni ekki hafa mikil áhrif á lífríki eða vatnsból. Rigning í nótt hreinsaði gosmóðuna aðeins Samkvæmt spá veðurvaktar um gasdreifingu berst gasmengun frá gosinu til norðurs og austurs yfir suðvestanvert landið. Búast má við því að gosmóðan sem hefur hangið yfir höfuðborgarsvæðinu verði áfram fram á miðvikudag. „Það er mjög lítil vindur þannig þetta liggur mest yfir gossvæðinu, ekki mikil hreyfing á þessu,“ sagði Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, um gasmengunina í dag. „Það var svona þoka yfir en hún hefur aðeins brotnað upp en það virðist liggja mökkur yfir gossvæðinu.“ „Spáin í dag er hægur vindur þannig þetta getur dreifst víða á Reykjanesskaganum,“ sagði hann. Þá sagði hann að gosmóðan sem hefur verið yfir höfuðborgarsvæðinu verði áfram næstu tvo daga en „á miðvikudag er komin mjög ákveðin austanátt sem feykir þessu út á hafið. Þá vonandi losnum við við þetta en fram að því þurfum við sennilega að þola þetta“ Þrátt fyrir að gosmóðan hangi yfir mælast loftgæði góð á höfuðborgarsvæðinu og segir Þorsteinn það sé rigningu að þakka. „Það kom einhver smá rigning sem hefur hreinsað þetta í nótt en það bætist við í dag. Við erum þakklát fyrir það en það bætist við í dag. Gosmóðan komin vestur Greint var frá því á laugardag að gosmóðan væri komin til Vestfjarða. Magnús Freyr Sigurkarlsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði þá að stofunni hefði borist tilkynning um gosmóðu frá snjóflóðaathugunarmanni sem staddur var í Ísafjarðardjúpi. Gervitunglamyndir frá laugardeginum sýndu magn gosmóðunnar frá Reykjanesskaga, SO2 brennisteinsdíoxíðs, yfir landinu. Gervitunglamynd sýnir styrkleika brennisteinsdíoxíðs yfir landinu.Veðurstofa Íslands Móðan var þá komin inn á Breiðafjörð og þótti Magnúsi ekki ólíklegt að hún hafi dreifst yfir Vestfirði í kjölfarið. Gosmóðan mun líklega halda áfram yfir Tröllaskaga.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Loftgæði Hveragerði Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Gosmóðan komin til Vestfjarða: „Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín“ Gosmóðan úr eldgosinu í Litla-Hrúti er nú komin til Vestfjarða. Búast má við því að hún haldi þaðan til austurs í átt að Tröllaskaga. 22. júlí 2023 15:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Gosmóðan komin til Vestfjarða: „Ef þú getur ekki komið að gosinu kemur gosið til þín“ Gosmóðan úr eldgosinu í Litla-Hrúti er nú komin til Vestfjarða. Búast má við því að hún haldi þaðan til austurs í átt að Tröllaskaga. 22. júlí 2023 15:01