„Þetta sýnir að fólk þarf að fara varlega“ Árni Sæberg skrifar 24. júlí 2023 14:21 Gígbarmurinn brast einnig aðfaranótt 19. júlí. Stöð 2/Arnar Eldfjallafræðingur segir að viðbúið hafi verið að barmur gígsins við Litla-Hrút myndi gefa sig í dag strax í gær. Í gær hafi mikill fjöldi fólks verið á svæðinu þar sem hraun rann niður á sléttuna og það ítreki mikilvægi þess að fólk fari varlega og hlýði fyrirmælum. Barmur gígsins gaf sig til norðurs á tólfta tímanum í dag með þeim afleiðingum að gígurinn tæmdist niður á sléttuna. Atvikið má sjá í myndskeiði úr vefmyndavél Vísis hér að neðan: „Það er bara viðbúið. Hann lokar sér og svo safnast kvika í hann. Hún er náttúrulega langt fyrir ofan yfirborðið af því að götin út úr honum eru of lítil, þá safnast upp í honum. Það sem gerist núna á meðan hann er að þessu þá byggir hann upp í kringum sig og hann hækkar og hækkar. Þessi hraun komast ekkert svo langt af því að þau fara fyrir utan meginhraunstrauminn, sem þýðir að þau þurfa að búa til nýtt flutningskerfi. Það er bara meira en að segja það,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í samtali við Vísi. Svæðið fullt af fólki í gær Ármann segir að síðast í gær hafi mikill fjöldi fólks verið á sléttunni norður af gígnum, sem fór undir hraun í morgun. Lögreglan hafi þó lokað því svæði fyrr en gosstöðvunum almenn í gær og rýmt það. Því hafi engin raunveruleg hætta verið á ferð. „Ekki nema einhver glópur hefði verið þarna inni. Engir lögreglu- eða björgunarsveitarmenn eru inni á hættusvæði, af því að við erum ekki að stofna þeim í hættu.“ Þá segir hann að hraunflæðið í gær undirstriki mikilvægi þess að fólk fari varlega og hlýði fyrirmælum yfirvalda á svæðinu. Mun hækka og hækka Ármann segir að þegar gígbarmurinn brestur styrki gígurinn undirstöður sínar til lengri tíma og því geti hann hækkað meira áður en hann brestur næst. Þannig gæti gígurinn orðið mjög stór ef gosið heldur áfram í lengri tíma. Það hafi til að mynda gerst í eldgosinu í Geldingadölum, þar sem finna má myndarlegan gíg. Vefmyndavél Vísis á gossvæðinu má sjá hér að neðan: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gossvæðinu alltaf lokað klukkan sex Lögreglan á Suðurnesjum lokaði aðgangi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í gær og í tilkynningu segir að lokunin hafi gengið vandræðalaust fyrir sig. Nú hefur verið ákveðið að svæðinu verði lokað klukkan 18 á meðan eldgos varir. 23. júlí 2023 09:38 Hraunrennslið nú alfarið neðanjarðar Hraunrennsli í eldgosinu virðist nú vera alfarið neðanjarðar og gígskálinn virkar einungis sem bullsjóðandi pottur án yfirborðsrennslis. Í kvöld má greina nokkra staði í hraunbreiðunni þaðan sem hraun vellur upp úr hraunrásum neðanjarðar. 23. júlí 2023 23:21 Veggir gígsins muni hrynja innan skamms Eldfjallafræðingur segir að líklegt sé að gígurinn við Litla-Hrút muni bresta von bráðar. Brotni hann til austurs gæti stórslys orðið verði ekki búið að rýma svæðið. Hann segir að líkur séu á að nýr gígur opnist austur af Keili. 23. júlí 2023 19:15 Varar fólk við að vera of nærri virkum gígum Breytingar urðu við eldgosið í gær þegar hraunbarmur gígsins brast. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir það hafa verið mikið sjónarspil þegar gígbarmurinn brast en að það megi ekki gleyma því að um hættusvæði sé að ræða. 19. júlí 2023 11:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Barmur gígsins gaf sig til norðurs á tólfta tímanum í dag með þeim afleiðingum að gígurinn tæmdist niður á sléttuna. Atvikið má sjá í myndskeiði úr vefmyndavél Vísis hér að neðan: „Það er bara viðbúið. Hann lokar sér og svo safnast kvika í hann. Hún er náttúrulega langt fyrir ofan yfirborðið af því að götin út úr honum eru of lítil, þá safnast upp í honum. Það sem gerist núna á meðan hann er að þessu þá byggir hann upp í kringum sig og hann hækkar og hækkar. Þessi hraun komast ekkert svo langt af því að þau fara fyrir utan meginhraunstrauminn, sem þýðir að þau þurfa að búa til nýtt flutningskerfi. Það er bara meira en að segja það,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í samtali við Vísi. Svæðið fullt af fólki í gær Ármann segir að síðast í gær hafi mikill fjöldi fólks verið á sléttunni norður af gígnum, sem fór undir hraun í morgun. Lögreglan hafi þó lokað því svæði fyrr en gosstöðvunum almenn í gær og rýmt það. Því hafi engin raunveruleg hætta verið á ferð. „Ekki nema einhver glópur hefði verið þarna inni. Engir lögreglu- eða björgunarsveitarmenn eru inni á hættusvæði, af því að við erum ekki að stofna þeim í hættu.“ Þá segir hann að hraunflæðið í gær undirstriki mikilvægi þess að fólk fari varlega og hlýði fyrirmælum yfirvalda á svæðinu. Mun hækka og hækka Ármann segir að þegar gígbarmurinn brestur styrki gígurinn undirstöður sínar til lengri tíma og því geti hann hækkað meira áður en hann brestur næst. Þannig gæti gígurinn orðið mjög stór ef gosið heldur áfram í lengri tíma. Það hafi til að mynda gerst í eldgosinu í Geldingadölum, þar sem finna má myndarlegan gíg. Vefmyndavél Vísis á gossvæðinu má sjá hér að neðan:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gossvæðinu alltaf lokað klukkan sex Lögreglan á Suðurnesjum lokaði aðgangi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í gær og í tilkynningu segir að lokunin hafi gengið vandræðalaust fyrir sig. Nú hefur verið ákveðið að svæðinu verði lokað klukkan 18 á meðan eldgos varir. 23. júlí 2023 09:38 Hraunrennslið nú alfarið neðanjarðar Hraunrennsli í eldgosinu virðist nú vera alfarið neðanjarðar og gígskálinn virkar einungis sem bullsjóðandi pottur án yfirborðsrennslis. Í kvöld má greina nokkra staði í hraunbreiðunni þaðan sem hraun vellur upp úr hraunrásum neðanjarðar. 23. júlí 2023 23:21 Veggir gígsins muni hrynja innan skamms Eldfjallafræðingur segir að líklegt sé að gígurinn við Litla-Hrút muni bresta von bráðar. Brotni hann til austurs gæti stórslys orðið verði ekki búið að rýma svæðið. Hann segir að líkur séu á að nýr gígur opnist austur af Keili. 23. júlí 2023 19:15 Varar fólk við að vera of nærri virkum gígum Breytingar urðu við eldgosið í gær þegar hraunbarmur gígsins brast. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir það hafa verið mikið sjónarspil þegar gígbarmurinn brast en að það megi ekki gleyma því að um hættusvæði sé að ræða. 19. júlí 2023 11:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Gossvæðinu alltaf lokað klukkan sex Lögreglan á Suðurnesjum lokaði aðgangi að gosstöðvunum við Litla-Hrút klukkan 18 í gær og í tilkynningu segir að lokunin hafi gengið vandræðalaust fyrir sig. Nú hefur verið ákveðið að svæðinu verði lokað klukkan 18 á meðan eldgos varir. 23. júlí 2023 09:38
Hraunrennslið nú alfarið neðanjarðar Hraunrennsli í eldgosinu virðist nú vera alfarið neðanjarðar og gígskálinn virkar einungis sem bullsjóðandi pottur án yfirborðsrennslis. Í kvöld má greina nokkra staði í hraunbreiðunni þaðan sem hraun vellur upp úr hraunrásum neðanjarðar. 23. júlí 2023 23:21
Veggir gígsins muni hrynja innan skamms Eldfjallafræðingur segir að líklegt sé að gígurinn við Litla-Hrút muni bresta von bráðar. Brotni hann til austurs gæti stórslys orðið verði ekki búið að rýma svæðið. Hann segir að líkur séu á að nýr gígur opnist austur af Keili. 23. júlí 2023 19:15
Varar fólk við að vera of nærri virkum gígum Breytingar urðu við eldgosið í gær þegar hraunbarmur gígsins brast. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir það hafa verið mikið sjónarspil þegar gígbarmurinn brast en að það megi ekki gleyma því að um hættusvæði sé að ræða. 19. júlí 2023 11:57