„Fyrsta rauða spjaldið sem ég fæ sem þjálfari og ég hef þjálfað í fimmtán ár“ Andri Már Eggertsson skrifar 24. júlí 2023 20:42 Sigurður Ragnar var ekki sáttur með að fá aðeins stig í dag. Vísir/Diego Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var afar svekktur eftir 3-4 tap gegn KA. Sigurður fékk beint rautt spjald í leiknum og að hans mati hefur dómgæslan verið ósanngjörn gagnvart Keflavík á tímabilinu. „Við hefðum viljað fá eitthvað út úr þessum leik og áttum góðan séns á því en það var of mikið að fá á sig fjögur mörk,“ sagði Sigurður Ragnar eftir tap gegn KA í sjö marka leik. Keflavík komst yfir en KA skoraði tvö mörk á síðustu tveimur mínútum fyrri hálfleiks og heimamenn voru undir í hálfleik. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en við fengum tvö mörk á okkur eftir hornspyrnu og þar vantaði að menn færu almennilega í fyrsta, annan og þriðja boltann en menn gerðu það ekki nógu vel.“ Sigurður var ekki ánægður með einbeitinguna í sínu liði. Keflavík jafnaði tvisvar í síðari hálfleik en KA svaraði alltaf á innan við fimm mínútum. „Mér fannst einbeitingarleysi hjá okkur og í einu tilfelli jafna þeir tíu sekúndum eftir að við skoruðum og það var í annað skipti sem það gerðist á tímabilinu og við þurfum að læra af því.“ „Við spiluðum vel sóknarlega og það var gott að skora þrjú mörk gegn KA en að fá á sig fjögur mörk var allt of mikið.“ Sigurður Ragnar fékk beint rautt spjald undir lokin og var það hans fyrsta á fimmtán ára ferli sem þjálfari. Sigurður sagði að þetta gæti verið uppsafnaður pirringur þar sem honum finnst dómgæslan ekki hafa verið sanngjörn gagnvart Keflavík. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég fékk rautt spjald sem þjálfari og ég hef þjálfað í fimmtán ár. Ég missti mig á hliðarlínunni. Mér fannst boltinn fara í hendina á leikmanni KA og rétt á undan fannst mér við eiga að fá aukaspyrnu þegar brotið var á Degi [Inga Valssyni] mér fannst dómgæslan ekki sanngjörn þar.“ „Mögulega er þetta uppsafnað. Víkingar fengu gefins víti hér þegar það var engin snerting á manninn og gegn ÍBV úti þurftum við að svara fyrir sérstaklega grófan leik hjá leikmanni sem var fáránlegt og við þurftum að skrifa greinargerð til KSÍ. Mér finnst dómgæslan ekki búin að vera nógu góð og ég missti mig. Ef dómararnir meta það þannig að það hafi verið beint rautt spjald, ég veit ekki nákvæmlega fyrir hvað, líklega mótmæli á hliðarlínunni en það er líka til gult spjald.“ En er þetta vegna þess að Keflavík er í neðsta sæti deildarinnar? „Ég veit ekki hvort það sé dæmt öðruvísi á okkur en önnur lið og mér fannst dómgæslan ekki nógu góð og heilt yfir hefur hún ekki verið nógu góð. Dómgæslan er ekki búin að vera sanngjörn til dæmis þegar við fengum dæmt á okkur víti gegn Víkingi þegar það var engin snerting. Þá bað dómarinn mig afsökunar út á bílaplani eftir leikinn þar sem hann var búinn að sjá atvikið aftur.“ Aðeins 300 áhorfendur voru á leiknum sem er það lægsta á heimavelli Keflavíkur frá því liðið byrjaði að spila á HS Orku-vellinum á þessu tímabili. Aðspurður hvort stuðningsmenn Keflavíkur hafi misst trúna á verkefninu. „Það veit ég ekki. Það er ekkert frábær mæting á aðra velli en það verður hver að eiga það við sig. Við myndum þiggja meiri stuðning en ég stýri því ekki hvort fólk mæti á völlinn, ég stýri liðinu eftir bestu getu. Við erum að læra og við erum að þroskast sem lið.“ „Það var margt gott í okkar leik sem skilaði sér í þremur mörkum gegn KA sem er gott lið. Við þurfum bara halda markinu okkar aðeins meira hreinu. Við höfum fengið sjö mörk á okkur í síðustu tveimur heimaleikjum sem er of mikið,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson að lokum. Keflavík ÍF Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
„Við hefðum viljað fá eitthvað út úr þessum leik og áttum góðan séns á því en það var of mikið að fá á sig fjögur mörk,“ sagði Sigurður Ragnar eftir tap gegn KA í sjö marka leik. Keflavík komst yfir en KA skoraði tvö mörk á síðustu tveimur mínútum fyrri hálfleiks og heimamenn voru undir í hálfleik. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en við fengum tvö mörk á okkur eftir hornspyrnu og þar vantaði að menn færu almennilega í fyrsta, annan og þriðja boltann en menn gerðu það ekki nógu vel.“ Sigurður var ekki ánægður með einbeitinguna í sínu liði. Keflavík jafnaði tvisvar í síðari hálfleik en KA svaraði alltaf á innan við fimm mínútum. „Mér fannst einbeitingarleysi hjá okkur og í einu tilfelli jafna þeir tíu sekúndum eftir að við skoruðum og það var í annað skipti sem það gerðist á tímabilinu og við þurfum að læra af því.“ „Við spiluðum vel sóknarlega og það var gott að skora þrjú mörk gegn KA en að fá á sig fjögur mörk var allt of mikið.“ Sigurður Ragnar fékk beint rautt spjald undir lokin og var það hans fyrsta á fimmtán ára ferli sem þjálfari. Sigurður sagði að þetta gæti verið uppsafnaður pirringur þar sem honum finnst dómgæslan ekki hafa verið sanngjörn gagnvart Keflavík. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég fékk rautt spjald sem þjálfari og ég hef þjálfað í fimmtán ár. Ég missti mig á hliðarlínunni. Mér fannst boltinn fara í hendina á leikmanni KA og rétt á undan fannst mér við eiga að fá aukaspyrnu þegar brotið var á Degi [Inga Valssyni] mér fannst dómgæslan ekki sanngjörn þar.“ „Mögulega er þetta uppsafnað. Víkingar fengu gefins víti hér þegar það var engin snerting á manninn og gegn ÍBV úti þurftum við að svara fyrir sérstaklega grófan leik hjá leikmanni sem var fáránlegt og við þurftum að skrifa greinargerð til KSÍ. Mér finnst dómgæslan ekki búin að vera nógu góð og ég missti mig. Ef dómararnir meta það þannig að það hafi verið beint rautt spjald, ég veit ekki nákvæmlega fyrir hvað, líklega mótmæli á hliðarlínunni en það er líka til gult spjald.“ En er þetta vegna þess að Keflavík er í neðsta sæti deildarinnar? „Ég veit ekki hvort það sé dæmt öðruvísi á okkur en önnur lið og mér fannst dómgæslan ekki nógu góð og heilt yfir hefur hún ekki verið nógu góð. Dómgæslan er ekki búin að vera sanngjörn til dæmis þegar við fengum dæmt á okkur víti gegn Víkingi þegar það var engin snerting. Þá bað dómarinn mig afsökunar út á bílaplani eftir leikinn þar sem hann var búinn að sjá atvikið aftur.“ Aðeins 300 áhorfendur voru á leiknum sem er það lægsta á heimavelli Keflavíkur frá því liðið byrjaði að spila á HS Orku-vellinum á þessu tímabili. Aðspurður hvort stuðningsmenn Keflavíkur hafi misst trúna á verkefninu. „Það veit ég ekki. Það er ekkert frábær mæting á aðra velli en það verður hver að eiga það við sig. Við myndum þiggja meiri stuðning en ég stýri því ekki hvort fólk mæti á völlinn, ég stýri liðinu eftir bestu getu. Við erum að læra og við erum að þroskast sem lið.“ „Það var margt gott í okkar leik sem skilaði sér í þremur mörkum gegn KA sem er gott lið. Við þurfum bara halda markinu okkar aðeins meira hreinu. Við höfum fengið sjö mörk á okkur í síðustu tveimur heimaleikjum sem er of mikið,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson að lokum.
Keflavík ÍF Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira