Besti framherji Norðmanna hefur ekki skorað í tólf klukkutíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2023 07:50 Ada Hegerberg í leiknum á móti Nýja Sjálandi en það eru margir að bíða eftir marki frá henni í dag. Getty/Ulrik Pedersen Norski framherjinn Ada Hegerberg hefur raðað inn mörkum með franska stórliðinu Olympique Lyon en það er ekki hægt að segja sömu sögu af henni í norska landsliðinu. Hegerberg hefur nú spilað í tólf klukkutíma samfellt á stórmótum án þess að skora eitt einasta mark. Hún hefur ekki skorað á síðustu fjórum stórmótum sínum með norska landsliðinu. Síðasta markið hennar fyrir Noreg á stórmóti kom á móti Fílabeinsströndinni á HM 2015 í Kanada. Norska ríkisútvarpið fjallaði um málið. Hegerberg hopes for change in fortunes as Norway set for Swiss shake-up https://t.co/0mk9bYDIS4 pic.twitter.com/7hhZqbcOBy— CNA (@ChannelNewsAsia) July 24, 2023 Hegerberg og félagar hennar í norska liðinu skoruðu ekki mark og töpuðu 1-0 á móti Nýja Sjálandi í fyrsta leik sínum á HM og það er því að duga eða drepast á móti Sviss á eftir. Norskur blaðamaður bar þessa tölfræði undir framherjann á blaðamannafundi fyrir þennan annan leik norska liðsins á HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi. „Ég set mikla pressu á mig sjálfa að standa mig með norska landsliðinu. Það er mjög mikilvægt fyrir mig persónulega,“ svaraði Ada Hegerberg og hélt áfram: „Það eina sem ég vil er að ná árangri með þessu liði og er ég að undirbúa mig fyrir að reyna að hjálpa liðinu sem mest. Þetta skiptir ekki máli hvort ég skora ef liðið vinnur,“ sagði Hegerberg. Hegerberg hefur vissulega skorað 43 mörk í 77 landsleikjum með Noregi en ekkert þessara marka kom í síðustu átta leikjum hennar á stórmótum. Norska liðið hefur tapað sjö af þessum átta leikjum. Markalausu leikirnir eru á móti Englandi (HM 2015, 1-2), Hollandi (EM 2017, 0-1) Belgíu (EM 2017, 0-2), Danmörku (EM 2017, 0-1), Norður Írlandi (EM 2022, 4-1 sigur), Englandi (EM 2022, 0-8), Austurríki (EM 2022, 0-1) og Nýja Sjálandi (HM 2023, 0-1). Hún hefur nú spilað 733 mínútur á stórmótum án þess að skora eða síðan hún skoraði á 62. mínútu á móti Fílabeinsströndinni 15. júní 2015. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Hegerberg hefur nú spilað í tólf klukkutíma samfellt á stórmótum án þess að skora eitt einasta mark. Hún hefur ekki skorað á síðustu fjórum stórmótum sínum með norska landsliðinu. Síðasta markið hennar fyrir Noreg á stórmóti kom á móti Fílabeinsströndinni á HM 2015 í Kanada. Norska ríkisútvarpið fjallaði um málið. Hegerberg hopes for change in fortunes as Norway set for Swiss shake-up https://t.co/0mk9bYDIS4 pic.twitter.com/7hhZqbcOBy— CNA (@ChannelNewsAsia) July 24, 2023 Hegerberg og félagar hennar í norska liðinu skoruðu ekki mark og töpuðu 1-0 á móti Nýja Sjálandi í fyrsta leik sínum á HM og það er því að duga eða drepast á móti Sviss á eftir. Norskur blaðamaður bar þessa tölfræði undir framherjann á blaðamannafundi fyrir þennan annan leik norska liðsins á HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi. „Ég set mikla pressu á mig sjálfa að standa mig með norska landsliðinu. Það er mjög mikilvægt fyrir mig persónulega,“ svaraði Ada Hegerberg og hélt áfram: „Það eina sem ég vil er að ná árangri með þessu liði og er ég að undirbúa mig fyrir að reyna að hjálpa liðinu sem mest. Þetta skiptir ekki máli hvort ég skora ef liðið vinnur,“ sagði Hegerberg. Hegerberg hefur vissulega skorað 43 mörk í 77 landsleikjum með Noregi en ekkert þessara marka kom í síðustu átta leikjum hennar á stórmótum. Norska liðið hefur tapað sjö af þessum átta leikjum. Markalausu leikirnir eru á móti Englandi (HM 2015, 1-2), Hollandi (EM 2017, 0-1) Belgíu (EM 2017, 0-2), Danmörku (EM 2017, 0-1), Norður Írlandi (EM 2022, 4-1 sigur), Englandi (EM 2022, 0-8), Austurríki (EM 2022, 0-1) og Nýja Sjálandi (HM 2023, 0-1). Hún hefur nú spilað 733 mínútur á stórmótum án þess að skora eða síðan hún skoraði á 62. mínútu á móti Fílabeinsströndinni 15. júní 2015.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira