Besti framherji Norðmanna hefur ekki skorað í tólf klukkutíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2023 07:50 Ada Hegerberg í leiknum á móti Nýja Sjálandi en það eru margir að bíða eftir marki frá henni í dag. Getty/Ulrik Pedersen Norski framherjinn Ada Hegerberg hefur raðað inn mörkum með franska stórliðinu Olympique Lyon en það er ekki hægt að segja sömu sögu af henni í norska landsliðinu. Hegerberg hefur nú spilað í tólf klukkutíma samfellt á stórmótum án þess að skora eitt einasta mark. Hún hefur ekki skorað á síðustu fjórum stórmótum sínum með norska landsliðinu. Síðasta markið hennar fyrir Noreg á stórmóti kom á móti Fílabeinsströndinni á HM 2015 í Kanada. Norska ríkisútvarpið fjallaði um málið. Hegerberg hopes for change in fortunes as Norway set for Swiss shake-up https://t.co/0mk9bYDIS4 pic.twitter.com/7hhZqbcOBy— CNA (@ChannelNewsAsia) July 24, 2023 Hegerberg og félagar hennar í norska liðinu skoruðu ekki mark og töpuðu 1-0 á móti Nýja Sjálandi í fyrsta leik sínum á HM og það er því að duga eða drepast á móti Sviss á eftir. Norskur blaðamaður bar þessa tölfræði undir framherjann á blaðamannafundi fyrir þennan annan leik norska liðsins á HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi. „Ég set mikla pressu á mig sjálfa að standa mig með norska landsliðinu. Það er mjög mikilvægt fyrir mig persónulega,“ svaraði Ada Hegerberg og hélt áfram: „Það eina sem ég vil er að ná árangri með þessu liði og er ég að undirbúa mig fyrir að reyna að hjálpa liðinu sem mest. Þetta skiptir ekki máli hvort ég skora ef liðið vinnur,“ sagði Hegerberg. Hegerberg hefur vissulega skorað 43 mörk í 77 landsleikjum með Noregi en ekkert þessara marka kom í síðustu átta leikjum hennar á stórmótum. Norska liðið hefur tapað sjö af þessum átta leikjum. Markalausu leikirnir eru á móti Englandi (HM 2015, 1-2), Hollandi (EM 2017, 0-1) Belgíu (EM 2017, 0-2), Danmörku (EM 2017, 0-1), Norður Írlandi (EM 2022, 4-1 sigur), Englandi (EM 2022, 0-8), Austurríki (EM 2022, 0-1) og Nýja Sjálandi (HM 2023, 0-1). Hún hefur nú spilað 733 mínútur á stórmótum án þess að skora eða síðan hún skoraði á 62. mínútu á móti Fílabeinsströndinni 15. júní 2015. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Hegerberg hefur nú spilað í tólf klukkutíma samfellt á stórmótum án þess að skora eitt einasta mark. Hún hefur ekki skorað á síðustu fjórum stórmótum sínum með norska landsliðinu. Síðasta markið hennar fyrir Noreg á stórmóti kom á móti Fílabeinsströndinni á HM 2015 í Kanada. Norska ríkisútvarpið fjallaði um málið. Hegerberg hopes for change in fortunes as Norway set for Swiss shake-up https://t.co/0mk9bYDIS4 pic.twitter.com/7hhZqbcOBy— CNA (@ChannelNewsAsia) July 24, 2023 Hegerberg og félagar hennar í norska liðinu skoruðu ekki mark og töpuðu 1-0 á móti Nýja Sjálandi í fyrsta leik sínum á HM og það er því að duga eða drepast á móti Sviss á eftir. Norskur blaðamaður bar þessa tölfræði undir framherjann á blaðamannafundi fyrir þennan annan leik norska liðsins á HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi. „Ég set mikla pressu á mig sjálfa að standa mig með norska landsliðinu. Það er mjög mikilvægt fyrir mig persónulega,“ svaraði Ada Hegerberg og hélt áfram: „Það eina sem ég vil er að ná árangri með þessu liði og er ég að undirbúa mig fyrir að reyna að hjálpa liðinu sem mest. Þetta skiptir ekki máli hvort ég skora ef liðið vinnur,“ sagði Hegerberg. Hegerberg hefur vissulega skorað 43 mörk í 77 landsleikjum með Noregi en ekkert þessara marka kom í síðustu átta leikjum hennar á stórmótum. Norska liðið hefur tapað sjö af þessum átta leikjum. Markalausu leikirnir eru á móti Englandi (HM 2015, 1-2), Hollandi (EM 2017, 0-1) Belgíu (EM 2017, 0-2), Danmörku (EM 2017, 0-1), Norður Írlandi (EM 2022, 4-1 sigur), Englandi (EM 2022, 0-8), Austurríki (EM 2022, 0-1) og Nýja Sjálandi (HM 2023, 0-1). Hún hefur nú spilað 733 mínútur á stórmótum án þess að skora eða síðan hún skoraði á 62. mínútu á móti Fílabeinsströndinni 15. júní 2015.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira