Markadrottning Norðmanna gekk af velli rétt áður en að leikurinn hófst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2023 09:57 Ada Hegerberg sést hér hita upp fyrir leiksins en hún fann til í náranum og hætti við að spila skömmu áður en leikurinn var flautaður í gang. Getty/Phil Walter Noregur og Sviss gerðu markalaust jafntefli í lokaleik dagsins á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Stærsta frétt leiksins gerðist nokkrum sekúndum áður en leikurinn var flautaður á. Norska liðið var betra liðið í leiknum en var líka það lið sem þurfti meira á sigrinum að halda. Eftir þessi úrslit eru Svisslendingar á toppi riðilsins með fjögur stig en Noregur á botninum með eitt stig. Sviss vann fyrsta leik sinn og tók litla sem enga áhættu í leiknum. Liðið leit út fyrir að vera mjög sátt með stigið og það mátti sjá það líka í andlitum leikmanna eftir lokaflautið. Norsku konurnar hafa enn ekki skorað á mótinu og þurfa nú heldur betur á hagstæðum úrslitum í lokaumferðinni ætli þær að komast í sextán liða úrslitin. Þær hafa ekki skorað í síðustu fjórum leikjum sínum á stórmótum þrátt fyrir að vera með marga sóknarmenn úr bestu liðum Evrópu eins og Lyon, Chelsea og Barcelona. Norway star Ada Hegerberg dramatically pulled out of her side s crucial Women s World Cup clash against Switzerland seconds before kick-off after suffering a groin problem.https://t.co/RLJbz2lfUo— Metro (@MetroUK) July 25, 2023 Stærsta frétt leiksins gerðist þó stuttu áður en flautað var til leiks. Markadrottning Norðmanna gekk nefnilega af velli rétt áður en að leikurinn hófst. Ada Hegerberg var í byrjunarliðinu og ræddi við blaðamanna á fjölmiðlafundi fyrir leikinn. Hún hitaði upp, hlustaði á þjóðsönginn með liðsfélögunum og var út á velli rétt áður en leikurinn var flautaður á. Skyndilega þá yfirgaf Hegerberg völlinn, strunsaði inn í búningsklefa og allt í einu var Sophie Román Haug komin í norska byrjunarliðið. Stórfurðulegt atvik sem fáir skildu. Trygve Hunemo, læknir norska liðsins, staðfesti seinna við norska fjölmiðla að Hegerberg hafi fundið fyrir eymslum í nára í upphituninni. „Við tókum enga áhættu með hana,“ sagði aðstoðarþjálfarinn Ingvild Stensland við Viaplay í hálfleik. „Þetta er leiðinlegt en hún tók án nokkurs vafa réttu ákvörðunina með því að taka engan áhættu, sagði Gerd Stolsmo við NRK en hún er bæði móðir og umboðsmaður Hegerberg. Pure frustration from Ada Hegerberg... Would she have given this game the spark it needed? #FIFAWWC #NOR v #SUI pic.twitter.com/wxUM62F2nK— BBC Sport (@BBCSport) July 25, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Norska liðið var betra liðið í leiknum en var líka það lið sem þurfti meira á sigrinum að halda. Eftir þessi úrslit eru Svisslendingar á toppi riðilsins með fjögur stig en Noregur á botninum með eitt stig. Sviss vann fyrsta leik sinn og tók litla sem enga áhættu í leiknum. Liðið leit út fyrir að vera mjög sátt með stigið og það mátti sjá það líka í andlitum leikmanna eftir lokaflautið. Norsku konurnar hafa enn ekki skorað á mótinu og þurfa nú heldur betur á hagstæðum úrslitum í lokaumferðinni ætli þær að komast í sextán liða úrslitin. Þær hafa ekki skorað í síðustu fjórum leikjum sínum á stórmótum þrátt fyrir að vera með marga sóknarmenn úr bestu liðum Evrópu eins og Lyon, Chelsea og Barcelona. Norway star Ada Hegerberg dramatically pulled out of her side s crucial Women s World Cup clash against Switzerland seconds before kick-off after suffering a groin problem.https://t.co/RLJbz2lfUo— Metro (@MetroUK) July 25, 2023 Stærsta frétt leiksins gerðist þó stuttu áður en flautað var til leiks. Markadrottning Norðmanna gekk nefnilega af velli rétt áður en að leikurinn hófst. Ada Hegerberg var í byrjunarliðinu og ræddi við blaðamanna á fjölmiðlafundi fyrir leikinn. Hún hitaði upp, hlustaði á þjóðsönginn með liðsfélögunum og var út á velli rétt áður en leikurinn var flautaður á. Skyndilega þá yfirgaf Hegerberg völlinn, strunsaði inn í búningsklefa og allt í einu var Sophie Román Haug komin í norska byrjunarliðið. Stórfurðulegt atvik sem fáir skildu. Trygve Hunemo, læknir norska liðsins, staðfesti seinna við norska fjölmiðla að Hegerberg hafi fundið fyrir eymslum í nára í upphituninni. „Við tókum enga áhættu með hana,“ sagði aðstoðarþjálfarinn Ingvild Stensland við Viaplay í hálfleik. „Þetta er leiðinlegt en hún tók án nokkurs vafa réttu ákvörðunina með því að taka engan áhættu, sagði Gerd Stolsmo við NRK en hún er bæði móðir og umboðsmaður Hegerberg. Pure frustration from Ada Hegerberg... Would she have given this game the spark it needed? #FIFAWWC #NOR v #SUI pic.twitter.com/wxUM62F2nK— BBC Sport (@BBCSport) July 25, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira