Markadrottning Norðmanna gekk af velli rétt áður en að leikurinn hófst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2023 09:57 Ada Hegerberg sést hér hita upp fyrir leiksins en hún fann til í náranum og hætti við að spila skömmu áður en leikurinn var flautaður í gang. Getty/Phil Walter Noregur og Sviss gerðu markalaust jafntefli í lokaleik dagsins á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Stærsta frétt leiksins gerðist nokkrum sekúndum áður en leikurinn var flautaður á. Norska liðið var betra liðið í leiknum en var líka það lið sem þurfti meira á sigrinum að halda. Eftir þessi úrslit eru Svisslendingar á toppi riðilsins með fjögur stig en Noregur á botninum með eitt stig. Sviss vann fyrsta leik sinn og tók litla sem enga áhættu í leiknum. Liðið leit út fyrir að vera mjög sátt með stigið og það mátti sjá það líka í andlitum leikmanna eftir lokaflautið. Norsku konurnar hafa enn ekki skorað á mótinu og þurfa nú heldur betur á hagstæðum úrslitum í lokaumferðinni ætli þær að komast í sextán liða úrslitin. Þær hafa ekki skorað í síðustu fjórum leikjum sínum á stórmótum þrátt fyrir að vera með marga sóknarmenn úr bestu liðum Evrópu eins og Lyon, Chelsea og Barcelona. Norway star Ada Hegerberg dramatically pulled out of her side s crucial Women s World Cup clash against Switzerland seconds before kick-off after suffering a groin problem.https://t.co/RLJbz2lfUo— Metro (@MetroUK) July 25, 2023 Stærsta frétt leiksins gerðist þó stuttu áður en flautað var til leiks. Markadrottning Norðmanna gekk nefnilega af velli rétt áður en að leikurinn hófst. Ada Hegerberg var í byrjunarliðinu og ræddi við blaðamanna á fjölmiðlafundi fyrir leikinn. Hún hitaði upp, hlustaði á þjóðsönginn með liðsfélögunum og var út á velli rétt áður en leikurinn var flautaður á. Skyndilega þá yfirgaf Hegerberg völlinn, strunsaði inn í búningsklefa og allt í einu var Sophie Román Haug komin í norska byrjunarliðið. Stórfurðulegt atvik sem fáir skildu. Trygve Hunemo, læknir norska liðsins, staðfesti seinna við norska fjölmiðla að Hegerberg hafi fundið fyrir eymslum í nára í upphituninni. „Við tókum enga áhættu með hana,“ sagði aðstoðarþjálfarinn Ingvild Stensland við Viaplay í hálfleik. „Þetta er leiðinlegt en hún tók án nokkurs vafa réttu ákvörðunina með því að taka engan áhættu, sagði Gerd Stolsmo við NRK en hún er bæði móðir og umboðsmaður Hegerberg. Pure frustration from Ada Hegerberg... Would she have given this game the spark it needed? #FIFAWWC #NOR v #SUI pic.twitter.com/wxUM62F2nK— BBC Sport (@BBCSport) July 25, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Norska liðið var betra liðið í leiknum en var líka það lið sem þurfti meira á sigrinum að halda. Eftir þessi úrslit eru Svisslendingar á toppi riðilsins með fjögur stig en Noregur á botninum með eitt stig. Sviss vann fyrsta leik sinn og tók litla sem enga áhættu í leiknum. Liðið leit út fyrir að vera mjög sátt með stigið og það mátti sjá það líka í andlitum leikmanna eftir lokaflautið. Norsku konurnar hafa enn ekki skorað á mótinu og þurfa nú heldur betur á hagstæðum úrslitum í lokaumferðinni ætli þær að komast í sextán liða úrslitin. Þær hafa ekki skorað í síðustu fjórum leikjum sínum á stórmótum þrátt fyrir að vera með marga sóknarmenn úr bestu liðum Evrópu eins og Lyon, Chelsea og Barcelona. Norway star Ada Hegerberg dramatically pulled out of her side s crucial Women s World Cup clash against Switzerland seconds before kick-off after suffering a groin problem.https://t.co/RLJbz2lfUo— Metro (@MetroUK) July 25, 2023 Stærsta frétt leiksins gerðist þó stuttu áður en flautað var til leiks. Markadrottning Norðmanna gekk nefnilega af velli rétt áður en að leikurinn hófst. Ada Hegerberg var í byrjunarliðinu og ræddi við blaðamanna á fjölmiðlafundi fyrir leikinn. Hún hitaði upp, hlustaði á þjóðsönginn með liðsfélögunum og var út á velli rétt áður en leikurinn var flautaður á. Skyndilega þá yfirgaf Hegerberg völlinn, strunsaði inn í búningsklefa og allt í einu var Sophie Román Haug komin í norska byrjunarliðið. Stórfurðulegt atvik sem fáir skildu. Trygve Hunemo, læknir norska liðsins, staðfesti seinna við norska fjölmiðla að Hegerberg hafi fundið fyrir eymslum í nára í upphituninni. „Við tókum enga áhættu með hana,“ sagði aðstoðarþjálfarinn Ingvild Stensland við Viaplay í hálfleik. „Þetta er leiðinlegt en hún tók án nokkurs vafa réttu ákvörðunina með því að taka engan áhættu, sagði Gerd Stolsmo við NRK en hún er bæði móðir og umboðsmaður Hegerberg. Pure frustration from Ada Hegerberg... Would she have given this game the spark it needed? #FIFAWWC #NOR v #SUI pic.twitter.com/wxUM62F2nK— BBC Sport (@BBCSport) July 25, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira