„Eitthvað sem við munum aldrei gleyma“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. júlí 2023 09:00 Olga Ýr segist enn að átta sig á því sem gerðist. Haglélin hafi verið eins og golfkúlur að stærð og glerhörð. instagram/olgaýr Rúður brotnuðu, bílar skemmdust og fjöldi fólks slasaðist þegar haglélsstormur dundi yfir Norður-Ítalíu í fyrradag. Íslendingur á svæðinu segist enn vera að átta sig á því sem gerðist, höglin hafi verið á stærð við golfkúlur. Í myndbandsfréttinni sjáum við haglél dynja á bílrúðu hjá íslenskri fjölskyldu þegar harkalegur haglélsstormur dundi á Norður-Ítalíu í fyrradag með þeim afleiðingum að tjón varð á fjölda bíla og nokkrir sagðir slasaðir, enginn alvarlega. Olga Ýr Georgsdóttir er ein þeirra fjölmörgu Íslendinga sem staddir eru á svæðinu en hún segir að mánudagurinn hafi í fyrstu einkennst af sól og hita. Lognið á undan storminum. Um kvöldið hófst þrumuveður. „En síðan bara á einni mínútu byrjar þetta að vera eins og skotárás. Maður vissi ekki hvað var í gangi og líka bara að sjá þessa bolta skoppa út um allt. Maður vissi ekkert hvað máður átti að gera.“ Olga segir að haglélin hafi verið eins og golfkúlur að stærð og grjóthörð. „Þetta er stærðin á haglélinu og það er búið að bráðna smá. Þetta er galið,“ segir Olga í myndbandi þar sem hún heldur á hagléli og sýnir hversu hart það er. Fékk gat á hausinn „Síðan fórum við inn og mætum manni sem var allur í blóði. Hann hafði fengið gat á hausinn og það var lekandi blóð frá hausnum og niður á tær.“ Vinkona Olgu aðstoðaði manninn þar til sjúkrabíll mætti klukkutíma síðar. Haglélið hafi staðið stutt yfir en náð að valda miklum usla, sírenuvæl í sjúkrabílum hafi heyrst óma á götum úti og þjófavarnarkerfi bíla ílað langt fram eftir kvöldi. Olga segist enn vera að átta sig á því sem gerðist. Það sé mikið áfall að sjá hamfarahlýnunina með eigin augum. „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei og við munum aldrei gleyma, þetta er ótrúlegt.“ Veður Ítalía Íslendingar erlendis Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Haglél eyðilagði bílaleigubíla Íslendinga á Ítalíu Hópur Íslendinga lenti í haglélsstormi á Norður-Ítalíu í gær. Höglin voru á stærð við golfbolta og varð mikið tjón á bílaleigubílum hópsins. Tugir fólks hafa særst og að minnsta kosti tveir látist í stormum á Norður-Ítalíu undanfarið. 25. júlí 2023 12:04 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Í myndbandsfréttinni sjáum við haglél dynja á bílrúðu hjá íslenskri fjölskyldu þegar harkalegur haglélsstormur dundi á Norður-Ítalíu í fyrradag með þeim afleiðingum að tjón varð á fjölda bíla og nokkrir sagðir slasaðir, enginn alvarlega. Olga Ýr Georgsdóttir er ein þeirra fjölmörgu Íslendinga sem staddir eru á svæðinu en hún segir að mánudagurinn hafi í fyrstu einkennst af sól og hita. Lognið á undan storminum. Um kvöldið hófst þrumuveður. „En síðan bara á einni mínútu byrjar þetta að vera eins og skotárás. Maður vissi ekki hvað var í gangi og líka bara að sjá þessa bolta skoppa út um allt. Maður vissi ekkert hvað máður átti að gera.“ Olga segir að haglélin hafi verið eins og golfkúlur að stærð og grjóthörð. „Þetta er stærðin á haglélinu og það er búið að bráðna smá. Þetta er galið,“ segir Olga í myndbandi þar sem hún heldur á hagléli og sýnir hversu hart það er. Fékk gat á hausinn „Síðan fórum við inn og mætum manni sem var allur í blóði. Hann hafði fengið gat á hausinn og það var lekandi blóð frá hausnum og niður á tær.“ Vinkona Olgu aðstoðaði manninn þar til sjúkrabíll mætti klukkutíma síðar. Haglélið hafi staðið stutt yfir en náð að valda miklum usla, sírenuvæl í sjúkrabílum hafi heyrst óma á götum úti og þjófavarnarkerfi bíla ílað langt fram eftir kvöldi. Olga segist enn vera að átta sig á því sem gerðist. Það sé mikið áfall að sjá hamfarahlýnunina með eigin augum. „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei og við munum aldrei gleyma, þetta er ótrúlegt.“
Veður Ítalía Íslendingar erlendis Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Haglél eyðilagði bílaleigubíla Íslendinga á Ítalíu Hópur Íslendinga lenti í haglélsstormi á Norður-Ítalíu í gær. Höglin voru á stærð við golfbolta og varð mikið tjón á bílaleigubílum hópsins. Tugir fólks hafa særst og að minnsta kosti tveir látist í stormum á Norður-Ítalíu undanfarið. 25. júlí 2023 12:04 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Haglél eyðilagði bílaleigubíla Íslendinga á Ítalíu Hópur Íslendinga lenti í haglélsstormi á Norður-Ítalíu í gær. Höglin voru á stærð við golfbolta og varð mikið tjón á bílaleigubílum hópsins. Tugir fólks hafa særst og að minnsta kosti tveir látist í stormum á Norður-Ítalíu undanfarið. 25. júlí 2023 12:04