Ragnhildur sú eina sem gat gert ráðningarsamning við Agnesi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. júlí 2023 11:33 Agnes Sigurðardóttir biskup hefur tilkynnt að hún muni láta af störfum á næsta ári. Vísir/Vilhelm Eins og stjórnsýslu þjóðkirkjunnar er háttað gat enginn annar en framkvæmdastjóri biskupsstofu gert ráðningarsamning við biskup Íslands. Biskup er starfsmaður þjóðkirkjunnar en heyrir hvorki undir kirkjuþing né rekstrarstofu þjóðkirkjunnar, sem heyrir undir kirkjuþing. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá biskupsstofu, sem er undirrituð af Pétri G. Markan biskupsritara og Einari Huga Bjarnasyni hæstaréttarlögmanni. Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að það hafi komið Drífu Hjartardóttur, forseta kirkjuþings, á óvart að komast að því á dögunum að Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri biskupsstofu, hefði gert ráðningarsamning við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, til 31. október 2024. „Ég frétti af tilvist þessa samnings í síðustu viku, ég hafði ekki hugmynd um hann áður. Mér finnst það mjög undarlegt að undirmaður geti gert ráðningarsamning við yfirmann sinn. Við vorum aldrei látin vita af þessu, hvorki forsætisnefnd kirkjuþings né kirkjuþingið sjálft. Þetta kom mér mjög á óvart og er mjög sérstakt,“ sagði Drífa í viðtali við Morgunblaðið. Látið hefur verið að því liggja að biskup sé umboðslaus þar sem skipunartími hennar rann út 1. júlí 2022 en samkvæmt lögum sem tóku gildi 1. janúar 2020 var biskup ekki lengur opinber embættismaður heldur starfsmaður þjóðkirkjunnar. Í yfirlýsingu biskupsstofu er þannig bent á að í lögskýringargögnum sem fylgdu fyrrnefndu frumvarpi hafi verið tekið sérstaklega fram að því starfsfólki kirkjunnar sem skipað var tímabundið yrði boðinn ráðningarsamningur að skipunartíma loknum. „Sökum þess að biskup Íslands fellur undir þessa skilgreiningu var gerður ráðningarsamningur við biskup, líkt og við aðra í sambærilegri stöðu, eða 1. júlí 2022. Aðrir kostir voru vitaskuld ekki tækir, enda hafði kjörstjórn ekki boðað til biskupskjörs fyrir lok skipunartímans,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að með tilliti til ofangreindra staðreynda sé engin réttaróvissa uppi um stöðu biskups, enda hafi annar biskup yfir Íslandi ekki verið kosinn. Biskup muni að öðru leyti ekki tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Biskupskjör 2024 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá biskupsstofu, sem er undirrituð af Pétri G. Markan biskupsritara og Einari Huga Bjarnasyni hæstaréttarlögmanni. Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að það hafi komið Drífu Hjartardóttur, forseta kirkjuþings, á óvart að komast að því á dögunum að Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri biskupsstofu, hefði gert ráðningarsamning við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, til 31. október 2024. „Ég frétti af tilvist þessa samnings í síðustu viku, ég hafði ekki hugmynd um hann áður. Mér finnst það mjög undarlegt að undirmaður geti gert ráðningarsamning við yfirmann sinn. Við vorum aldrei látin vita af þessu, hvorki forsætisnefnd kirkjuþings né kirkjuþingið sjálft. Þetta kom mér mjög á óvart og er mjög sérstakt,“ sagði Drífa í viðtali við Morgunblaðið. Látið hefur verið að því liggja að biskup sé umboðslaus þar sem skipunartími hennar rann út 1. júlí 2022 en samkvæmt lögum sem tóku gildi 1. janúar 2020 var biskup ekki lengur opinber embættismaður heldur starfsmaður þjóðkirkjunnar. Í yfirlýsingu biskupsstofu er þannig bent á að í lögskýringargögnum sem fylgdu fyrrnefndu frumvarpi hafi verið tekið sérstaklega fram að því starfsfólki kirkjunnar sem skipað var tímabundið yrði boðinn ráðningarsamningur að skipunartíma loknum. „Sökum þess að biskup Íslands fellur undir þessa skilgreiningu var gerður ráðningarsamningur við biskup, líkt og við aðra í sambærilegri stöðu, eða 1. júlí 2022. Aðrir kostir voru vitaskuld ekki tækir, enda hafði kjörstjórn ekki boðað til biskupskjörs fyrir lok skipunartímans,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að með tilliti til ofangreindra staðreynda sé engin réttaróvissa uppi um stöðu biskups, enda hafi annar biskup yfir Íslandi ekki verið kosinn. Biskup muni að öðru leyti ekki tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar.
Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Biskupskjör 2024 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira