Íslenski boltinn

Kynntu nýjan samning Birnis með Wolf of Wall Street myndbandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birnir Snær Ingason kom til Víkings frá HK fyrir síðasta tímabil.
Birnir Snær Ingason kom til Víkings frá HK fyrir síðasta tímabil. vísir/hulda margrét

Fótboltamaðurinn Birnir Snær Ingason hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Víking.

Íslandsmeistarar Breiðabliks höfðu áhuga á að fá Birni en hann hefur nú framlengt samning sinn við Víking.

Bikarmeistararnir greindu frá nýja samningnum með skemmtilegu myndbandi á Twitter. 

Í upphafi þess er stutt myndbrot úr frægu atriði í kvikmyndinni The Wolf of Wall Street þar sem Leonardo DiCaprio í hlutverki Jordans Belfort tilkynnir að hann ætli ekki að yfirgefa fyrirtækið Stratton Oakmont þrátt fyrir rannsóknir yfirvalda.

Birnir hefur verið einn besti leikmaður Bestu deildarinnar í sumar. Hann hefur skorað sex mörk fyrir Víking sem er með sex stiga forskot á toppi deildarinnar.

Næsti leikur Víkings er gegn ÍBV á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×