Belgía verður níunda landið sem Guðlaugur Victor spilar í á atvinnumannaferlinum. Hann hefur einnig spilað í Bandaríkjunum, Englandi, Skotlandi, Hollandi, Svíþjóð, Danmörku, Sviss og Þýskalandi.
Guðlaugur Victor, sem er 32 ára, skrifaði undir þriggja ára samning við Eupen.
Welcome to the -Family Victor Pálsson!
— KAS Eupen (@kas_eupen) July 28, 2023
More Info https://t.co/qnIvdRymjC#MoreThanFootball #Herzenssache #AffaireDeCoeur pic.twitter.com/UY3KgM8g3G
Eupen bjargaði sér naumlega frá falli úr belgísku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Eupen mætir Westerlo í 1. umferð belgísku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2023-24 á morgun.