Goslok möguleg eftir eina til tvær vikur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. júlí 2023 23:07 Eldgos við Litla-Hrút á Reykjanesskaga hófst 10. júlí síðastliðinn. vísir/vilhelm Dregið hefur úr afli gossins um 30 til 50 prósent síðustu vikuna. Goslok eru möguleg eftir eina til tvær vikur ef framleiðni gossins heldur áfram að falla með sama hraða. Þetta kemur fram í niðurstöðum Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands sem birti í dag niðurstöður rannsókna. Yfir tímabilið 12. til 17. júlí jókst rúmmál hraunbreiðunar um um það bil fjórar milljónir rúmmetra, sem samsvarar flæði upp úr gíg upp á 9 til 10 rúmmetra á sekúndu. Sambærilegir útreikningar fyrir tímabilið 18. til 25. júlí gefa um helmingi minni rúmmálsaukningu eða um það bil 2,3 milljónir rúmmetra. Tekið fram að sennilegt sé að rúmmálsaukning fyrir seinna tímabilið sé vanmetið og tvær ástæður gefnar upp fyrir því: „Flutningskerfið sem myndaði fyrsta hrauntauminn hefur líklega tæmst að stórum eftir gíghrunið þann 19. júlí og breytinganna á hraunflæðinu sem fylgdu í kjölfarið. Þegar hraun fór að flæða aftur í gömlu hraunrásina hefur nýja hraunkvikan fyllt mikið af þessu holrýmum. Fargið sem nýja hraunið er gæti verið komin til af færslu á hraunkviku inn í 2021 og 2022 hraununum í Meradölum og hraunið þar þá þykkara en okkar útreikningar gefa til kynna,“ segir í færslu rannsóknarstofunnar.“ Því sé hugsanlegt að rúmmálsaukningin sé vanmetin um eina til tvær milljónir rúmmetra. „Að sama skapi flæðið upp í gegnum gíginn, sem væru þá sennilega á bilinu 5-6 m3/s. Sem sagt það hefur dregið af afli gossins sem nemur 30-50% þessa síðustu viku. Ef framleiðnin heldur áfram að falla með sama hraða, þá eru goslok ekki langt undan – ein til tvær vikur?“ spyr rannsóknarstofan í lok færslunnar. Þrjátíu metra djúpir hraunpollar Hraunbreiðan sem myndast hefur út frá eldgosinu við Litla-Hrút þekur um 1,27 ferkílómetra. Rúmmál hraunbreiðunnar reiknast upp á þrettán milljónir rúmmetra. Útbreiðsla og þykkt á Litla-Hrútshraunbreiðunni eins og það var 25 júlí síðastliðinn.rannsóknarstofa í eldfjallafræði „Hraunbreiðan er þykkust á þremur stöðum, þar sem hraunkvikan hefur safnast fyrir í lægðum. Á þessum stöðum hefur og er hraunflæðið að mynda hraunpolla, sem eru allt að 30 m djúpir (1. mynd). Hraunið flæðir frá gígum, í og gegnum pollana, meira og minna eftir lokuðum rásum,“ segir í færslu rannsóknarstofunnar á Facebook. Fjallað er um flutningskerfi kvikunnar sem nær frá gíg og að vikrum vaxtarjaðri sem nú liggur í austanverðum Meradölum. „Þar færist hann fram í þremur megin rásum (hvítar örvar á kortinu og á fyrri ljósmyndinni) og er austasti hraunsepinn (þ.e. totan) um það bil 100 m norðan við skarðið sem liggur beint austur af miðjum Meradölum. En til þess að hraun flæði að einhverju marki út úr Meradölum um þetta skarð þarf hraunbreiðan í norðausturhluta Meradala (hraunpollur 3) að þykkna um 3-4 metra.“ Kort sem sýnir meginrásirnar.rannsóknarstofa í eldfjallafræði „Hækkandi yfirborð hraunpollana gefur til kynna að hraunkvika sé að safnast fyrir í þeim. Ef útflæðið í pollinum er minna en innflæðið, þá geta jaðrar hraunpollsins gefið eftir og hraunkvikan gusast út sem framhlaup, bæði yfir og út fyrir nýmyndað hraunið eins og sést vel á seinni ljósmyndinni.“ Myndin sýnir framhlaup hraunkvikunnar.rannsóknarstofa í eldfjallafræði Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Þetta kemur fram í niðurstöðum Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands sem birti í dag niðurstöður rannsókna. Yfir tímabilið 12. til 17. júlí jókst rúmmál hraunbreiðunar um um það bil fjórar milljónir rúmmetra, sem samsvarar flæði upp úr gíg upp á 9 til 10 rúmmetra á sekúndu. Sambærilegir útreikningar fyrir tímabilið 18. til 25. júlí gefa um helmingi minni rúmmálsaukningu eða um það bil 2,3 milljónir rúmmetra. Tekið fram að sennilegt sé að rúmmálsaukning fyrir seinna tímabilið sé vanmetið og tvær ástæður gefnar upp fyrir því: „Flutningskerfið sem myndaði fyrsta hrauntauminn hefur líklega tæmst að stórum eftir gíghrunið þann 19. júlí og breytinganna á hraunflæðinu sem fylgdu í kjölfarið. Þegar hraun fór að flæða aftur í gömlu hraunrásina hefur nýja hraunkvikan fyllt mikið af þessu holrýmum. Fargið sem nýja hraunið er gæti verið komin til af færslu á hraunkviku inn í 2021 og 2022 hraununum í Meradölum og hraunið þar þá þykkara en okkar útreikningar gefa til kynna,“ segir í færslu rannsóknarstofunnar.“ Því sé hugsanlegt að rúmmálsaukningin sé vanmetin um eina til tvær milljónir rúmmetra. „Að sama skapi flæðið upp í gegnum gíginn, sem væru þá sennilega á bilinu 5-6 m3/s. Sem sagt það hefur dregið af afli gossins sem nemur 30-50% þessa síðustu viku. Ef framleiðnin heldur áfram að falla með sama hraða, þá eru goslok ekki langt undan – ein til tvær vikur?“ spyr rannsóknarstofan í lok færslunnar. Þrjátíu metra djúpir hraunpollar Hraunbreiðan sem myndast hefur út frá eldgosinu við Litla-Hrút þekur um 1,27 ferkílómetra. Rúmmál hraunbreiðunnar reiknast upp á þrettán milljónir rúmmetra. Útbreiðsla og þykkt á Litla-Hrútshraunbreiðunni eins og það var 25 júlí síðastliðinn.rannsóknarstofa í eldfjallafræði „Hraunbreiðan er þykkust á þremur stöðum, þar sem hraunkvikan hefur safnast fyrir í lægðum. Á þessum stöðum hefur og er hraunflæðið að mynda hraunpolla, sem eru allt að 30 m djúpir (1. mynd). Hraunið flæðir frá gígum, í og gegnum pollana, meira og minna eftir lokuðum rásum,“ segir í færslu rannsóknarstofunnar á Facebook. Fjallað er um flutningskerfi kvikunnar sem nær frá gíg og að vikrum vaxtarjaðri sem nú liggur í austanverðum Meradölum. „Þar færist hann fram í þremur megin rásum (hvítar örvar á kortinu og á fyrri ljósmyndinni) og er austasti hraunsepinn (þ.e. totan) um það bil 100 m norðan við skarðið sem liggur beint austur af miðjum Meradölum. En til þess að hraun flæði að einhverju marki út úr Meradölum um þetta skarð þarf hraunbreiðan í norðausturhluta Meradala (hraunpollur 3) að þykkna um 3-4 metra.“ Kort sem sýnir meginrásirnar.rannsóknarstofa í eldfjallafræði „Hækkandi yfirborð hraunpollana gefur til kynna að hraunkvika sé að safnast fyrir í þeim. Ef útflæðið í pollinum er minna en innflæðið, þá geta jaðrar hraunpollsins gefið eftir og hraunkvikan gusast út sem framhlaup, bæði yfir og út fyrir nýmyndað hraunið eins og sést vel á seinni ljósmyndinni.“ Myndin sýnir framhlaup hraunkvikunnar.rannsóknarstofa í eldfjallafræði
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira