Ekki sniðugt að plana gosferð í september Máni Snær Þorláksson skrifar 30. júlí 2023 13:00 Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur við Litla-Hrút. Hann mælir ekki með því að fólk fresti því of lengi að fara upp að gosinu. Vísir/Vilhelm Jarðeðlisfræðingur segir að fólk ætti ekki að geyma það að sjá eldgosið við Litla Hrút fram í september, þar sem senn kunni að líða að goslokum. Hann segir um eðlilega lengd á eldgosi sé að ræða, og því gæti lokið eftir eina til tvær vikur. Niðurstöður Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands benda til þess að goslok séu möguleg eftir eina til tvær vikur ef framleiðni gossins heldur áfram að falla með sama hraða. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að eldgosið við Litla Hrút sé búið að haga sér með frekar hefðbundnum hætti þegar kemur að eldgosum á Íslandi. „Það verður mest fyrst og síðan dregur úr því. Sú þróun heldur áfram og við sjáum þetta líka ef fólk horfir á gíginn, hvernig hann lítur út og hvernig hraunið er að breiða úr sér þá er að hægja á þessu. Þetta sýna mælingar sem hafa verið gerðar endurtekið að það er alltaf að draga heldur úr.“ Líklegast að það dragi áfram úr gosinu Gosið hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. Magnús segir að algeng lengd á gosi séu nokkrar vikur. „Það er allt til í þessu en ein til fjórar vikur er algengasti tíminn,“ segir Magnús en það er spurning hvað gerist í framhaldinu. Magnús segir að líklegasta sviðsmyndin sé sú að það haldi áfram að draga úr eldgosinu. „Ef maður gerir ráð fyrir veldislækkun á þessu þá fær maður út að það séu fimmtán dagar eftir eða eitthvað svoleiðis.“ Það sé þó ekki hægt að fullyrða neitt um það hvenær eldgosið á eftir að syngja sitt síðasta. „Við verðum náttúrulega að passa okkur svolítið á þessu því það sýnir sig í mörgum gosum að þó að þau hegði sér svona þá koma tímabil þar sem þau eru stöðug og jafnvel vaxa aðeins aftur,“ segir Magnús. „Þannig það er engu hægt að slá föstu en þróunin fram að þessu er alveg í samræmi við það að þessu gæti lokið á einni, tveimur vikum. En það er ekki hægt að slá neinu föstu og það er enginn að slá neinu föstu.“ Ljóst er að fólk sem ætlar að ganga að gosinu eigi ekki að fresta því of lengi. „Ef fólk virkilega vill sjá eldgosið þá er ekki sniðugt að plana það að fara einhvern tímann í september.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Niðurstöður Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá hjá Háskóla Íslands benda til þess að goslok séu möguleg eftir eina til tvær vikur ef framleiðni gossins heldur áfram að falla með sama hraða. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að eldgosið við Litla Hrút sé búið að haga sér með frekar hefðbundnum hætti þegar kemur að eldgosum á Íslandi. „Það verður mest fyrst og síðan dregur úr því. Sú þróun heldur áfram og við sjáum þetta líka ef fólk horfir á gíginn, hvernig hann lítur út og hvernig hraunið er að breiða úr sér þá er að hægja á þessu. Þetta sýna mælingar sem hafa verið gerðar endurtekið að það er alltaf að draga heldur úr.“ Líklegast að það dragi áfram úr gosinu Gosið hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. Magnús segir að algeng lengd á gosi séu nokkrar vikur. „Það er allt til í þessu en ein til fjórar vikur er algengasti tíminn,“ segir Magnús en það er spurning hvað gerist í framhaldinu. Magnús segir að líklegasta sviðsmyndin sé sú að það haldi áfram að draga úr eldgosinu. „Ef maður gerir ráð fyrir veldislækkun á þessu þá fær maður út að það séu fimmtán dagar eftir eða eitthvað svoleiðis.“ Það sé þó ekki hægt að fullyrða neitt um það hvenær eldgosið á eftir að syngja sitt síðasta. „Við verðum náttúrulega að passa okkur svolítið á þessu því það sýnir sig í mörgum gosum að þó að þau hegði sér svona þá koma tímabil þar sem þau eru stöðug og jafnvel vaxa aðeins aftur,“ segir Magnús. „Þannig það er engu hægt að slá föstu en þróunin fram að þessu er alveg í samræmi við það að þessu gæti lokið á einni, tveimur vikum. En það er ekki hægt að slá neinu föstu og það er enginn að slá neinu föstu.“ Ljóst er að fólk sem ætlar að ganga að gosinu eigi ekki að fresta því of lengi. „Ef fólk virkilega vill sjá eldgosið þá er ekki sniðugt að plana það að fara einhvern tímann í september.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira