„Asnalegt að segja en ég er hrikalegur stoltur af liðinu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2023 19:32 Hermann Hreiðarsson þenur raddböndin. vísir/anton Hermanni Hreiðarssyni, þjálfara ÍBV, fannst úrslitin gegn Víkingi ekki gefa rétta mynd af leiknum. Eyjamenn töpuðu leiknum, 6-0. „Engan veginn en vissulega byrjuðum við illa og okkur var refsað fyrir lélegan varnarleik. Þetta voru ódýr mörk en lélegur varnarleikur, annað hvort eða bæði,“ sagði Hermann í samtali við Vísi eftir leikinn í Víkinni. „Í kjölfarið, ég vil leyfa mér að segja að ég var hrikalega stoltur af liðinu. Við stoppuðum þá í öllu spili en þetta breytti leiknum vissulega. Ég var hrikalega ánægður og stoltur af liðinu. Það var ekki einn sem hengdi haus. Það eru þvílíkir karakterar í þessu liði. Þeir brettu allir upp ermarnar og við unnum baráttuna, alveg klárt. Gæðin í þeirra liði eru einfaldlega meiri og það er gat þar á milli en við sýndum sannarlega geggjað og frábært hugarfar í níutíu mínútur. Það er asnalegt að segja en ég er hrikalegur stoltur af liðinu.“ Eyjamenn fengu ágætis færi í leiknum en tókst ekki að skora. „Við fengum frían skalla og svo getið þið dæmt um það hvort þetta hafi verið víti eða ekki. Ég ætla ekki að tala um dómarana. Hann var ekki til staðar í dag. Þeir nýttu sín færi en ekki við. Það er lykilinn. En í heildina, djöfull stoltur af liðinu,“ sagði Hermann. Næsti leikur Eyjamanna er á laugardaginn, á Þjóðhátíð, gegn Stjörnumönnum. „Þetta hefur verið svona síðustu tíu ár. Þetta er gaman, það verður fullt af fólki á vellinum og stemmning. Ég get alveg sagt þér að við tökum þennan karakter með okkur í næsta leik. Við höfum mætt tvíefldir í alla leiki. Þetta herðir okkur. Karakterinn sýndi sig,“ sagði Hermann að lokum. Besta deild karla ÍBV Víkingur Reykjavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Engan veginn en vissulega byrjuðum við illa og okkur var refsað fyrir lélegan varnarleik. Þetta voru ódýr mörk en lélegur varnarleikur, annað hvort eða bæði,“ sagði Hermann í samtali við Vísi eftir leikinn í Víkinni. „Í kjölfarið, ég vil leyfa mér að segja að ég var hrikalega stoltur af liðinu. Við stoppuðum þá í öllu spili en þetta breytti leiknum vissulega. Ég var hrikalega ánægður og stoltur af liðinu. Það var ekki einn sem hengdi haus. Það eru þvílíkir karakterar í þessu liði. Þeir brettu allir upp ermarnar og við unnum baráttuna, alveg klárt. Gæðin í þeirra liði eru einfaldlega meiri og það er gat þar á milli en við sýndum sannarlega geggjað og frábært hugarfar í níutíu mínútur. Það er asnalegt að segja en ég er hrikalegur stoltur af liðinu.“ Eyjamenn fengu ágætis færi í leiknum en tókst ekki að skora. „Við fengum frían skalla og svo getið þið dæmt um það hvort þetta hafi verið víti eða ekki. Ég ætla ekki að tala um dómarana. Hann var ekki til staðar í dag. Þeir nýttu sín færi en ekki við. Það er lykilinn. En í heildina, djöfull stoltur af liðinu,“ sagði Hermann. Næsti leikur Eyjamanna er á laugardaginn, á Þjóðhátíð, gegn Stjörnumönnum. „Þetta hefur verið svona síðustu tíu ár. Þetta er gaman, það verður fullt af fólki á vellinum og stemmning. Ég get alveg sagt þér að við tökum þennan karakter með okkur í næsta leik. Við höfum mætt tvíefldir í alla leiki. Þetta herðir okkur. Karakterinn sýndi sig,“ sagði Hermann að lokum.
Besta deild karla ÍBV Víkingur Reykjavík Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira