Alls ekki einangrað tilvik Eiður Þór Árnason skrifar 31. júlí 2023 09:48 Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir segist ekki hafa komist hjá því að hlæja að fáránleika aðstæðna. Aðsend/Vísir Kona sem notar hjólastól segir ítrekað farið með fatlað fólk líkt og farangur frekar en manneskjur um borð í flugvélum. Hún fordæmir hversu lítið flugfélög og flugvellir komi til móts við fatlað fólk sem hafi flest erfiða reynslu af flugsamgöngum. „Mig langar ekkert að birta þessa mynd en mér finnst ég þurfa þess, til að vekja ófatlað fólk til umhugsunar,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi, listfræðingur og baráttukona. Umrædda ljósmynd birtir Inga á Facebook-síðu sinni. Þar sést hvernig hún hefur verið bundin niður í svokallaðan gangastól en fólki er gjarnan ekki leyft að fara um borð í eigin hjólastól. Inga segir tilganginn með myndbirtingunni að sýna hvernig reglulega sé farið með fatlaða farþega af starfsfólki flugfélaga og flugstöðva um heim allan. Ekki sé um að ræða einangrað tilvik heldur upplifun Ingu í hvert einasta skipti sem hún ferðist með flugvél. Allir geti lent í hjólastól „Mynduð þið, ófatlaða fólk, láta bjóða ykkur þetta? Mynduð þið vilja að fatlaða barnið ykkar, maki eða systkini þyrfti að þola svona meðferð? Svona gætir þú þurft að ferðast við næsta ferðalag, því það að vera ófatlaður er tímabundið ástand og við getum öll veikst og slasast og lent í hjólastól,“ bætir Inga við sem sést hlæjandi á ljósmyndinni yfir fáránleika aðstæðna. Inga hefur lengi verið áberandi í réttindabaráttu fatlaðs fólks og kallar eftir því að fólk sendi tölvupóst á flugvelli og flugfélög til að fordæma að „farið sé með fatlað fólk eins og farangur en ekki manneskjur.“ Ekki náðist í Ingu við vinnslu fréttarinnar. Fréttir af flugi Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Mig langar ekkert að birta þessa mynd en mér finnst ég þurfa þess, til að vekja ófatlað fólk til umhugsunar,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, doktorsnemi, listfræðingur og baráttukona. Umrædda ljósmynd birtir Inga á Facebook-síðu sinni. Þar sést hvernig hún hefur verið bundin niður í svokallaðan gangastól en fólki er gjarnan ekki leyft að fara um borð í eigin hjólastól. Inga segir tilganginn með myndbirtingunni að sýna hvernig reglulega sé farið með fatlaða farþega af starfsfólki flugfélaga og flugstöðva um heim allan. Ekki sé um að ræða einangrað tilvik heldur upplifun Ingu í hvert einasta skipti sem hún ferðist með flugvél. Allir geti lent í hjólastól „Mynduð þið, ófatlaða fólk, láta bjóða ykkur þetta? Mynduð þið vilja að fatlaða barnið ykkar, maki eða systkini þyrfti að þola svona meðferð? Svona gætir þú þurft að ferðast við næsta ferðalag, því það að vera ófatlaður er tímabundið ástand og við getum öll veikst og slasast og lent í hjólastól,“ bætir Inga við sem sést hlæjandi á ljósmyndinni yfir fáránleika aðstæðna. Inga hefur lengi verið áberandi í réttindabaráttu fatlaðs fólks og kallar eftir því að fólk sendi tölvupóst á flugvelli og flugfélög til að fordæma að „farið sé með fatlað fólk eins og farangur en ekki manneskjur.“ Ekki náðist í Ingu við vinnslu fréttarinnar.
Fréttir af flugi Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira