Verslunarmannahelgin 2023: Hvað er í boði? Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. ágúst 2023 08:00 Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Verslunarmannahelgin, stærsta ferðahelgi ársins, nálgast nú óðfluga. Hjá mörgum er það fastur liður að skella sér á útihátíð og það er svo sannarlegu úr ýmsu að velja. Vísir tók saman lista yfir helstu útihátíðir og viðburði sem boðið verður upp á um helgina. Nóg er framboðið og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem markmiðið er að skemmta sér uppi á palli, inni í tjaldi eða úti í fljóti. Innipúkinn í Reykjavík Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í tuttugasta og fyrsta skiptið í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Að vana er hátíðin haldin innandyra og í annað skiptið er hún haldin í Gamla Bíó og á Röntgen. Fjöldi þjóðþekktra listamanna hafa boðað komu sína á Innipúkann í ár. Þar má meðal annars nefna GDRN, Birni, Þórunni Antoníu, Valdimar og Sykur. Tónleikadagskrá hátíðarinnar fer fram föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, helgina 4.-6. ágúst. Auk tónlistaratriða í Gamla Bíói og á Röntgen verður boðið upp á hátíðarstemningu í Ingólfsstræti alla helgina þar sem hægt verður að kaupa sér veitingar, hlýða á ljúfa tóna plötusnúða og versla á lista- og fatamarkaði. Á meðal þeirra sem troða upp á Innipúkanum í ár eru Moses Hightower, Bríet, Sykur, Ragga Holm X Steina, Þórunn Antonía og Valdimar.Brynjar Snær Þá munu plötusnúðar í fyrsta sinn koma fram á lokakvöldi Innipúkans þegar DJ Frímann og DJ Yamaho koma fram undir merkjum PartyZone95 þar sem house og teknó danstónlistarslagarar níunnar verða í aðalhlutverki. Neistaflug á Neskaupsstað Fjölskylduhátíðin Neistaflug verður 30 ára í ár og verður því mikið um dýrðir á Neskaupsstað um verslunarmannahelgina. Meðal annars verður boðið upp á tjaldmarkað, skrúðgöngu, strandblaksmót, flugeldasýningu og keppt verður í brunaslöngubolti á milli hverfa. Skemmtikraftarnir eru ekki af verri endanum en Una Torfa, Langi Seli og Skuggarnir, Stuðlabandið, Flott, Nobbaraball, Stjórnin, Gunni og Felix, Dj Nonni Clausen, Íþróttaálfurinn, Benedikt búálfar og Dídí munu stíga á svið ásamt fleirum. Þjóðhátíð í Eyjum Þjóðhátíð í Eyjum þarfnast varla kynningar enda er hér á ferð ein vinsælasta útihátíð landsins. Á meðal þeirra sem stíga á stokk í ár eru Bríet, Stjórnin, Friðrik Dór, Klara Elias, Emmsjé Gauti, XXX Rottweiler, Una Torfa, Jón Ólafsson ásamt gestum (Eyfi, Björn Jörundur, Daníel Ágúst, Hildur Vala), Jóhanna Guðrún og Diljá. Þá má ekki gleyma föstum liðum á borð við brennuna á fjósakletti á föstudeginum, flugeldasýningu á laugardeginum og brekkusönginn fræga á sunnudeginum. Það verður mikið um dýrðir í Herjólfsdal um helgina.Vísir/Óskar P. Helgarpassinn kostar 35.500 kr en ókeypis er fyrir börn á 13. aldursári og yngri. Hægt er að kaupa laugardags- og sunnudagspassa og gilda þeir í sólarhring frá 10 að morgni til 10 næsta morguns. Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð. Fyrsta mótið var haldið á Dalvík árið 1993. Frá árinu 2002 hefur mótið verið haldið árlega og er það opið öllum á aldrinum 11 – 18 ára. Mótið 2023 verður það 24. í röðinni og verður haldið á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Mótið hefst fimmtudaginn 3. ágúst og því líkur sunnudaginn 6. ágúst. Keppt verður í hinum ýmsu greinum svo sem frjálsum íþróttum, golfi, körfubolta, dansi og fleiru. Allir geta tekið þátt á sínum forsendum og valið sér keppnisgreinar, eina, tvær, þrjár eða fleiri. Á mótinu er boðið upp á fjölda annarra greina, bæði til að kynnast og vinnubúðir í Freestyle Football undir handleiðslu margfalds heimsmeistara, sem við hvetjum þátttakendur til að prófa. Síldarævintýri á Siglufirði Síldaævintýrið á Siglufirði fer fram um helgina en um að ræða fjögurra daga fjölskylduhátíð þar sem lögð er áhersla á að allir aldurshópar finni eitthvað við sitt hæfi. Markmið hátíðarinnar er fyrst og fremst að skapa grundvöll fyrir bæjarbúa til að koma saman og gleðjast auk þess að kynna allt það frábæra sem Siglufjörður hefur upp á að bjóða í menningu, mat og drykk að ógleymdri hinni stórbrotnu náttúru og iðandi mannlífi. Áætlað er að hátíðin í ár verði samsett af um 50 smærri viðburðum um allan miðbæinn á Siglufirði og gestir hátíðarinnar sjá og upplifa eitthvað nýtt og spennandi á hverju götuhorni. Ekkert kostar inn á hátíðina og það er ekkert aldurstakmark. Síldarævintýrið á Siglufirði er ein elsta bæjarhátíð á Íslandi.Steingrímur Kristinsson. Kotmót Hvítasunnukirkjunnar í Fljótshlíð Kotmót er kristilegt fjölskyldumót í Fljótshlíð sem haldið hefur verið haldið árlega síðan 1949. Samhliða dagskrá er boðið uppá barnamót fyrir yngstu kynslóðina ásamt þéttri dagskrá fyrir unglingana. Tjaldstæði með aðgengi að rafmagni eru í boði á mótssvæðinu. Einnig er hægt að kaupa gistingu í kirkjunni í kotinu sem og í skála á svæðinu. Ekkert kostar á mótið, en rukkað er fyrir tjaldsvæðið. 1.850 fyrir fullorðna, 1100 fyrir unglinga (14-17 ára) en frítt fyrir börn. 1000 krónur er svo fyrir rafmagn. Verðin eru per nótt. Ein með öllu á Akureyri Bæjarhátíð Akureyringa er fastur liður um verslunarmannahelgina og í ár verður sem fyrr boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Hátíðin býður upp á fjölda viðburða og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem er í boði er tívolí, barnaskemmtun, Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju, fjáröflunarviðburðurinn „Mömmur og möffins“ og „Sparitónleikar“ á lokakvöldinu sem eru stærstu tónleikar hátíðarinnar. Þar koma fram þekktir söngvarar, hljómsveitir og upprennandi stjörnur. Hátíðinni lýkur svo með glæsilegri flugeldasýningu. Sparitónleikarnir á lokakvöldinu eru stærstu tónleikar hátíðarinnar. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. Þar koma fram þekktustu listamenn landsins, hljómsveitir og upprennandi stjörnur og má þar nefna Friðrik dór, Herra Hnetusmjör, Aron Can og Birki Blæ.Hátíðinni lýkur svo með glæsilegri flugeldasýningu. Samhliða Einni með öllu eru Íslensku Sumarleikarnir haldnir þar sem m.a. fer fram Akureyri.bike áskorunin 2023, rafhjólaleikarnir 2023 og Kirkjutröppuhlaupið. Akureyrarbær mun iða af lífi um verslunarmannahelgina.Ásgrímur Örn Hallgrímsson Norðanpaunk á Laugarbakka Árlegt ættarmót pönkara fer fram á á Laugarbakka Vestur-Húnvatnasýslu um verslunarmannahelgina. Á hátíðinni munu 50 hljómsveitir stíga á stokk. Á meðal þeirra sem koma fram eru Dödsrit, Kælan mikla, Sangre de muerdago, Múr og Ghostigital. Vert er að taka fram að takmarkað magn miða er í boði og miðar eru ekki seldir við dyrnar. Flúðir um Versló Hin árlega bæjarhátíð verður haldin á Flúðum í Hrunamannahreppi um verslunarmannahelgina. Frábær dagskrá verður frá fimmtudegi til mánudags þar sem boðið verður upp á dansleiki brenna, brekkusöng, tónleika, barnaskemmtanir, leiktæki og svo verða Traktoratorfæran og Furðubátakeppnin á sínum stað. Þá verður allskyns afþreying og skemmtun í boði hjá þjónustufyrirtækjum og verslunum í Hrunamannahreppi. Skemmtikvöld með Eyþóri Inga & Babies verður á föstudagskvöldið. Á laugardeginum verður fjölskyldu- & barnaskemmtun við félagsheimilið þar sem Lalli töframaður, BMX Brós og Sylvia & Árni ásamt hundinum Oreo koma fram, auk þess sem boðið verður upp á tónlistaratriði. Um kvöldið verða haldnir tónleikar með GDRN ásamt Moses Hightower og síðan tekur við stórdansleikur með Stjórninni. Á sunnudeginum mun Leikhópurinn Lotta skemmta ungum og öldnum og klukkan 22 um kvöldið verður brekkusöngur og varðeldur með Bjössa Greifa í torfadal. Klukkan 23 verður síðann haldinn dansleikur með Greifunum í félagsheimilinu. Hraunborgir í Grímsnesi Á Hraunborgum verður mikið um dýrðir. Boðið verður upp á varðeld öll kvöld og mun trúbadorinn Trúbadorinn Hlynur Snær halda uppi fjörinu á föstudagskvöldið. Þá verður boðið upp á nammiregn og nammileit og grillaðar pylsur á pallinum og í þjónustumiðstöðinni verður matarmarkaður opinn á laugardag og sunnudag. Þá mun Ingó veðurguð spila frá 17 til 19 á laugardeginum. Kaffi Kjós í Hvalfirði Kaffi Kjós mun halda sína með sína eigin útihátíð um verslunarmannahelgina. Á laugardeginum verður hoppukastali frá kl. 13 til 16. Blaðrarinn kíkir í heimsókn á milli klukkan 14 og 16 og börn fá frían íspinna á meðan birgðir endast. Klukkan 16 verður síðan brekkusöngur fyrir börnin. Á sunnudeginum verður brekkusöngur klukkan 21 um kvöldið og varðeldur klukkann 22 og er lopapeysu og hattaþema. Berjadagar á Ólafsfirði Berjadagar er fjölskylduvæn þriggja til fjögurra daga tónlistarhátíð sem fram fer um verslunarmannahelgi ár hvert í Ólafsfirði í Fjallabyggð, Norðurlandi eystra. Hátíðin var stofnuð 1999 og hefur fest sig í sessi. Frítt er inn fyrir 18 ára og yngri á alla viðburði hátíðarinnar. Á Berjadögum koma fram ólíkir hljóðfæraleikarar til að flytja list sína í kynngimögnuðum tónlistarsölum sem gera upplifun af klassískum tónleikum einstaka. Í Ólafsfirði eru 14 dalir og hátíðin býður því upp á göngu með náttúruskoðun, brunch á Kaffi Klöru, skógrækt, listsýningu í Pálshúsi og ekki síst glæsilega tónleika í Menningarhúsinu Tjarnarborg og í Ólafsfjarðarkirkju. Á hátíðinni hljómar klassísk tónlist, djass, brasilísk tónlist, þjóðlög, íslensk sönglög og ópera. Tónlistarunnendur munu flykkjast á Ólafsfjörð um helgina og njóta ljúfra tóna.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fljótahátíð á Ketilás í Fljótum Fljótahátíð verður haldin í ár í annað sinn en hún var fyrst haldin fyrir tveimur árum. Dagskráin er fjölbreytt: dansleikur með skagfirsku hljómsveitinni Danssveit Dósa, sápuboltamót, músík bingó, brekkusöngur og brenna. Miði á hátíðina kostar 9.950kr. og er öll dagskrá innifalin í því ásamt aðgangi að tjaldsvæðinu. Hægt er að nálgast miða hér. Nábrókin í Trékyllisvík Í Trékyllisvík verður svo sannarlega nóg um að vera um verslunarmannahelgina. Á föstudeginum verða tónleikar með Melasystrum og músíkmönnum í fjárhúsinu á Melum. Á laugardaginn verður keppt í mýrarbolta og er það eina mýrarboltamótið á landinu sem vitað er um. Frá Nábrókinni 2022.Facebook Þá verður ekta sveitaball um kvöldið og á sunnudaginn verður varðeldur. Allar nánari upplýsingar má finna á facebooksíðu hátíðarinnar. Sæludagar KFUK og KFUM í Vatnaskógi Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa fyrir vímulausri fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina undir heitinu Sæludagar í Vatnaskógi. Dagskrá hátíðarinnar er í anda sumarbúðastarfs KFUM og KFUK og á að höfða til flestra aldurshópa. Markmiðið með hátíðinni er að skapa heilbrigða og eftirsóknaverða hátíð á sanngjörnu verði þar sem höfðað er til ólíkra aldurshópa. Meðal annars verður boðið upp á kvöldvökur, brekkusöng, hoppukastala, spurningakeppni og bingó. Þá mun valinkunnir skemmtikraftar stíga á svið og má þar nefna Pál Óskar, Gunna og Felix, Jón Jónsson og KK. Svæðið opnar á fimmtudagskvöldið fyrir Sæludagagesti. Boðið er upp á dagskrá frá fimmtudagskvöldi og fram að mánudagshádegi. Helgarpassi fyrir 16 ára og eldri: 9.500 krónur Helgarpassi fyrir 7-15 ára: 6.500 krónur Dagspassi fyrir 16 ára og eldri: 5.500 krónur Dagspassi fyrir 7-15 ára: 3.000 krónur Frítt fyrir sex ára og yngri Tónleikahald á Flateyri Árlegt Geirfuglaball fer fram á Vagninum á Flateyri laugardaginn um verslunarmannahelgina. Tónlistin verður í aðalhlutverki í bænum um helgina. Svona er dagskráin á Vagninum: Fimmtudagurinn 3.ágúst: Karaoke með Eyjólfi kl. 22:00 - frítt inn Föstudagurinn 4.ágúst: Herbert Guðmundsson kl. 22:00 - 2.900kr - miðasala á tix.is Laugardagurinn 5.ágúst: Celebs og Geirfuglarnir kl. 22:00 - 4.000kr - miðasala við hurð Sunnudagurinn 6.ágúst: Inspector Spacetime og Dr. Gunni - 21:30 - 3.490kr. - miðasala á tix.is Er fleira að gerast um verslunarmannahelgina sem ætti heima í grein eins og þessari? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Ferðalög Börn og uppeldi Vestmannaeyjar Akureyri Reykjavík Tónleikar á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Innipúkinn Skagafjörður Íþróttir barna Fjallabyggð Rangárþing eystra Húnaþing vestra Hrunamannahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Kjósarhreppur Árneshreppur Hvalfjarðarsveit Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Vísir tók saman lista yfir helstu útihátíðir og viðburði sem boðið verður upp á um helgina. Nóg er framboðið og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem markmiðið er að skemmta sér uppi á palli, inni í tjaldi eða úti í fljóti. Innipúkinn í Reykjavík Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í tuttugasta og fyrsta skiptið í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Að vana er hátíðin haldin innandyra og í annað skiptið er hún haldin í Gamla Bíó og á Röntgen. Fjöldi þjóðþekktra listamanna hafa boðað komu sína á Innipúkann í ár. Þar má meðal annars nefna GDRN, Birni, Þórunni Antoníu, Valdimar og Sykur. Tónleikadagskrá hátíðarinnar fer fram föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, helgina 4.-6. ágúst. Auk tónlistaratriða í Gamla Bíói og á Röntgen verður boðið upp á hátíðarstemningu í Ingólfsstræti alla helgina þar sem hægt verður að kaupa sér veitingar, hlýða á ljúfa tóna plötusnúða og versla á lista- og fatamarkaði. Á meðal þeirra sem troða upp á Innipúkanum í ár eru Moses Hightower, Bríet, Sykur, Ragga Holm X Steina, Þórunn Antonía og Valdimar.Brynjar Snær Þá munu plötusnúðar í fyrsta sinn koma fram á lokakvöldi Innipúkans þegar DJ Frímann og DJ Yamaho koma fram undir merkjum PartyZone95 þar sem house og teknó danstónlistarslagarar níunnar verða í aðalhlutverki. Neistaflug á Neskaupsstað Fjölskylduhátíðin Neistaflug verður 30 ára í ár og verður því mikið um dýrðir á Neskaupsstað um verslunarmannahelgina. Meðal annars verður boðið upp á tjaldmarkað, skrúðgöngu, strandblaksmót, flugeldasýningu og keppt verður í brunaslöngubolti á milli hverfa. Skemmtikraftarnir eru ekki af verri endanum en Una Torfa, Langi Seli og Skuggarnir, Stuðlabandið, Flott, Nobbaraball, Stjórnin, Gunni og Felix, Dj Nonni Clausen, Íþróttaálfurinn, Benedikt búálfar og Dídí munu stíga á svið ásamt fleirum. Þjóðhátíð í Eyjum Þjóðhátíð í Eyjum þarfnast varla kynningar enda er hér á ferð ein vinsælasta útihátíð landsins. Á meðal þeirra sem stíga á stokk í ár eru Bríet, Stjórnin, Friðrik Dór, Klara Elias, Emmsjé Gauti, XXX Rottweiler, Una Torfa, Jón Ólafsson ásamt gestum (Eyfi, Björn Jörundur, Daníel Ágúst, Hildur Vala), Jóhanna Guðrún og Diljá. Þá má ekki gleyma föstum liðum á borð við brennuna á fjósakletti á föstudeginum, flugeldasýningu á laugardeginum og brekkusönginn fræga á sunnudeginum. Það verður mikið um dýrðir í Herjólfsdal um helgina.Vísir/Óskar P. Helgarpassinn kostar 35.500 kr en ókeypis er fyrir börn á 13. aldursári og yngri. Hægt er að kaupa laugardags- og sunnudagspassa og gilda þeir í sólarhring frá 10 að morgni til 10 næsta morguns. Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð. Fyrsta mótið var haldið á Dalvík árið 1993. Frá árinu 2002 hefur mótið verið haldið árlega og er það opið öllum á aldrinum 11 – 18 ára. Mótið 2023 verður það 24. í röðinni og verður haldið á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Mótið hefst fimmtudaginn 3. ágúst og því líkur sunnudaginn 6. ágúst. Keppt verður í hinum ýmsu greinum svo sem frjálsum íþróttum, golfi, körfubolta, dansi og fleiru. Allir geta tekið þátt á sínum forsendum og valið sér keppnisgreinar, eina, tvær, þrjár eða fleiri. Á mótinu er boðið upp á fjölda annarra greina, bæði til að kynnast og vinnubúðir í Freestyle Football undir handleiðslu margfalds heimsmeistara, sem við hvetjum þátttakendur til að prófa. Síldarævintýri á Siglufirði Síldaævintýrið á Siglufirði fer fram um helgina en um að ræða fjögurra daga fjölskylduhátíð þar sem lögð er áhersla á að allir aldurshópar finni eitthvað við sitt hæfi. Markmið hátíðarinnar er fyrst og fremst að skapa grundvöll fyrir bæjarbúa til að koma saman og gleðjast auk þess að kynna allt það frábæra sem Siglufjörður hefur upp á að bjóða í menningu, mat og drykk að ógleymdri hinni stórbrotnu náttúru og iðandi mannlífi. Áætlað er að hátíðin í ár verði samsett af um 50 smærri viðburðum um allan miðbæinn á Siglufirði og gestir hátíðarinnar sjá og upplifa eitthvað nýtt og spennandi á hverju götuhorni. Ekkert kostar inn á hátíðina og það er ekkert aldurstakmark. Síldarævintýrið á Siglufirði er ein elsta bæjarhátíð á Íslandi.Steingrímur Kristinsson. Kotmót Hvítasunnukirkjunnar í Fljótshlíð Kotmót er kristilegt fjölskyldumót í Fljótshlíð sem haldið hefur verið haldið árlega síðan 1949. Samhliða dagskrá er boðið uppá barnamót fyrir yngstu kynslóðina ásamt þéttri dagskrá fyrir unglingana. Tjaldstæði með aðgengi að rafmagni eru í boði á mótssvæðinu. Einnig er hægt að kaupa gistingu í kirkjunni í kotinu sem og í skála á svæðinu. Ekkert kostar á mótið, en rukkað er fyrir tjaldsvæðið. 1.850 fyrir fullorðna, 1100 fyrir unglinga (14-17 ára) en frítt fyrir börn. 1000 krónur er svo fyrir rafmagn. Verðin eru per nótt. Ein með öllu á Akureyri Bæjarhátíð Akureyringa er fastur liður um verslunarmannahelgina og í ár verður sem fyrr boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Hátíðin býður upp á fjölda viðburða og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem er í boði er tívolí, barnaskemmtun, Óskalagatónleikar í Akureyrarkirkju, fjáröflunarviðburðurinn „Mömmur og möffins“ og „Sparitónleikar“ á lokakvöldinu sem eru stærstu tónleikar hátíðarinnar. Þar koma fram þekktir söngvarar, hljómsveitir og upprennandi stjörnur. Hátíðinni lýkur svo með glæsilegri flugeldasýningu. Sparitónleikarnir á lokakvöldinu eru stærstu tónleikar hátíðarinnar. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. Þar koma fram þekktustu listamenn landsins, hljómsveitir og upprennandi stjörnur og má þar nefna Friðrik dór, Herra Hnetusmjör, Aron Can og Birki Blæ.Hátíðinni lýkur svo með glæsilegri flugeldasýningu. Samhliða Einni með öllu eru Íslensku Sumarleikarnir haldnir þar sem m.a. fer fram Akureyri.bike áskorunin 2023, rafhjólaleikarnir 2023 og Kirkjutröppuhlaupið. Akureyrarbær mun iða af lífi um verslunarmannahelgina.Ásgrímur Örn Hallgrímsson Norðanpaunk á Laugarbakka Árlegt ættarmót pönkara fer fram á á Laugarbakka Vestur-Húnvatnasýslu um verslunarmannahelgina. Á hátíðinni munu 50 hljómsveitir stíga á stokk. Á meðal þeirra sem koma fram eru Dödsrit, Kælan mikla, Sangre de muerdago, Múr og Ghostigital. Vert er að taka fram að takmarkað magn miða er í boði og miðar eru ekki seldir við dyrnar. Flúðir um Versló Hin árlega bæjarhátíð verður haldin á Flúðum í Hrunamannahreppi um verslunarmannahelgina. Frábær dagskrá verður frá fimmtudegi til mánudags þar sem boðið verður upp á dansleiki brenna, brekkusöng, tónleika, barnaskemmtanir, leiktæki og svo verða Traktoratorfæran og Furðubátakeppnin á sínum stað. Þá verður allskyns afþreying og skemmtun í boði hjá þjónustufyrirtækjum og verslunum í Hrunamannahreppi. Skemmtikvöld með Eyþóri Inga & Babies verður á föstudagskvöldið. Á laugardeginum verður fjölskyldu- & barnaskemmtun við félagsheimilið þar sem Lalli töframaður, BMX Brós og Sylvia & Árni ásamt hundinum Oreo koma fram, auk þess sem boðið verður upp á tónlistaratriði. Um kvöldið verða haldnir tónleikar með GDRN ásamt Moses Hightower og síðan tekur við stórdansleikur með Stjórninni. Á sunnudeginum mun Leikhópurinn Lotta skemmta ungum og öldnum og klukkan 22 um kvöldið verður brekkusöngur og varðeldur með Bjössa Greifa í torfadal. Klukkan 23 verður síðann haldinn dansleikur með Greifunum í félagsheimilinu. Hraunborgir í Grímsnesi Á Hraunborgum verður mikið um dýrðir. Boðið verður upp á varðeld öll kvöld og mun trúbadorinn Trúbadorinn Hlynur Snær halda uppi fjörinu á föstudagskvöldið. Þá verður boðið upp á nammiregn og nammileit og grillaðar pylsur á pallinum og í þjónustumiðstöðinni verður matarmarkaður opinn á laugardag og sunnudag. Þá mun Ingó veðurguð spila frá 17 til 19 á laugardeginum. Kaffi Kjós í Hvalfirði Kaffi Kjós mun halda sína með sína eigin útihátíð um verslunarmannahelgina. Á laugardeginum verður hoppukastali frá kl. 13 til 16. Blaðrarinn kíkir í heimsókn á milli klukkan 14 og 16 og börn fá frían íspinna á meðan birgðir endast. Klukkan 16 verður síðan brekkusöngur fyrir börnin. Á sunnudeginum verður brekkusöngur klukkan 21 um kvöldið og varðeldur klukkann 22 og er lopapeysu og hattaþema. Berjadagar á Ólafsfirði Berjadagar er fjölskylduvæn þriggja til fjögurra daga tónlistarhátíð sem fram fer um verslunarmannahelgi ár hvert í Ólafsfirði í Fjallabyggð, Norðurlandi eystra. Hátíðin var stofnuð 1999 og hefur fest sig í sessi. Frítt er inn fyrir 18 ára og yngri á alla viðburði hátíðarinnar. Á Berjadögum koma fram ólíkir hljóðfæraleikarar til að flytja list sína í kynngimögnuðum tónlistarsölum sem gera upplifun af klassískum tónleikum einstaka. Í Ólafsfirði eru 14 dalir og hátíðin býður því upp á göngu með náttúruskoðun, brunch á Kaffi Klöru, skógrækt, listsýningu í Pálshúsi og ekki síst glæsilega tónleika í Menningarhúsinu Tjarnarborg og í Ólafsfjarðarkirkju. Á hátíðinni hljómar klassísk tónlist, djass, brasilísk tónlist, þjóðlög, íslensk sönglög og ópera. Tónlistarunnendur munu flykkjast á Ólafsfjörð um helgina og njóta ljúfra tóna.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Fljótahátíð á Ketilás í Fljótum Fljótahátíð verður haldin í ár í annað sinn en hún var fyrst haldin fyrir tveimur árum. Dagskráin er fjölbreytt: dansleikur með skagfirsku hljómsveitinni Danssveit Dósa, sápuboltamót, músík bingó, brekkusöngur og brenna. Miði á hátíðina kostar 9.950kr. og er öll dagskrá innifalin í því ásamt aðgangi að tjaldsvæðinu. Hægt er að nálgast miða hér. Nábrókin í Trékyllisvík Í Trékyllisvík verður svo sannarlega nóg um að vera um verslunarmannahelgina. Á föstudeginum verða tónleikar með Melasystrum og músíkmönnum í fjárhúsinu á Melum. Á laugardaginn verður keppt í mýrarbolta og er það eina mýrarboltamótið á landinu sem vitað er um. Frá Nábrókinni 2022.Facebook Þá verður ekta sveitaball um kvöldið og á sunnudaginn verður varðeldur. Allar nánari upplýsingar má finna á facebooksíðu hátíðarinnar. Sæludagar KFUK og KFUM í Vatnaskógi Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa fyrir vímulausri fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina undir heitinu Sæludagar í Vatnaskógi. Dagskrá hátíðarinnar er í anda sumarbúðastarfs KFUM og KFUK og á að höfða til flestra aldurshópa. Markmiðið með hátíðinni er að skapa heilbrigða og eftirsóknaverða hátíð á sanngjörnu verði þar sem höfðað er til ólíkra aldurshópa. Meðal annars verður boðið upp á kvöldvökur, brekkusöng, hoppukastala, spurningakeppni og bingó. Þá mun valinkunnir skemmtikraftar stíga á svið og má þar nefna Pál Óskar, Gunna og Felix, Jón Jónsson og KK. Svæðið opnar á fimmtudagskvöldið fyrir Sæludagagesti. Boðið er upp á dagskrá frá fimmtudagskvöldi og fram að mánudagshádegi. Helgarpassi fyrir 16 ára og eldri: 9.500 krónur Helgarpassi fyrir 7-15 ára: 6.500 krónur Dagspassi fyrir 16 ára og eldri: 5.500 krónur Dagspassi fyrir 7-15 ára: 3.000 krónur Frítt fyrir sex ára og yngri Tónleikahald á Flateyri Árlegt Geirfuglaball fer fram á Vagninum á Flateyri laugardaginn um verslunarmannahelgina. Tónlistin verður í aðalhlutverki í bænum um helgina. Svona er dagskráin á Vagninum: Fimmtudagurinn 3.ágúst: Karaoke með Eyjólfi kl. 22:00 - frítt inn Föstudagurinn 4.ágúst: Herbert Guðmundsson kl. 22:00 - 2.900kr - miðasala á tix.is Laugardagurinn 5.ágúst: Celebs og Geirfuglarnir kl. 22:00 - 4.000kr - miðasala við hurð Sunnudagurinn 6.ágúst: Inspector Spacetime og Dr. Gunni - 21:30 - 3.490kr. - miðasala á tix.is Er fleira að gerast um verslunarmannahelgina sem ætti heima í grein eins og þessari? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Er fleira að gerast um verslunarmannahelgina sem ætti heima í grein eins og þessari? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Ferðalög Börn og uppeldi Vestmannaeyjar Akureyri Reykjavík Tónleikar á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Innipúkinn Skagafjörður Íþróttir barna Fjallabyggð Rangárþing eystra Húnaþing vestra Hrunamannahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Kjósarhreppur Árneshreppur Hvalfjarðarsveit Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira