Náði að koma sér út á svalir þegar eldur kviknaði út frá rafhlaupahjóli Eiður Þór Árnason skrifar 1. ágúst 2023 06:21 Rafhlaupahjólið sem um ræðir. Vísir/slökkvilið Eldur kviknaði í íbúð á 3. hæð við Hringbraut í Reykjavík í nótt og er talið að hann hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli sem var í hleðslu innandyra. Íbúi komst út á svalir en nágranni sem kom til aðstoðar var fluttur á slysadeild til aðhlynningar og skoðunar. Tilkynning um eldinn barst til slökkviliðs klukkan 04:30 í morgun og voru þrjár stöðvar sendar af stað. Þegar slökkviliðsmenn voru komnir á staðinn var töluverður eldur í íbúðinni. Greint er frá því í færslu á Facebook-síðu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins að um klukkustund hafi tekið að reykræsta íbúðina. Reglulega kvikni eldar út frá rafhlaupahjólum í hleðslu. Orðið töluvert tjón „Það var nú grunur um að það væri ein manneskja þarna inni til að byrja með en hún hafði komist út á svalir og fékk aðstoð við að komast þaðan. Eldurinn kviknaði út frá rafhlaupahjóli sem var í hleðslu og það var töluverður eldur og mikill reykur í íbúðinni. Það gekk nokkuð greiðlega að slökkva eldinn og koma hlutunum út en það tók hátt í klukkustund að reykræsta íbúðina, stigagang og sameign,“ segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Hann segir hafa orðið töluvert tjón og varar fólk við því að hlaða rafhlaupahjólin á næturnar og nálægt hlutum sem geti borið eld. „Þetta eru orðnir svolítið algengir brunar hjá okkur þessi rafhlaupahjól. Það er svo sem allt í lagi að hlaða þetta inni en reyna kannski að hafa ekki nálægt hlutum sem eiga auðvelt með að brenna og hafa þetta ekki í sambandi á nóttunni,“ segir Sigurjón. Mælst sé til þess að fólk taki farartækin úr hleðslu á meðan það er sofandi eða enginn er heima. „Þetta virðist bara ofhlaðast og ofhitna eða eitthvað í hleðslu og hefur kannski orðið fyrir einhverju hnjaski á hoppum og þá er þetta viðkvæmt fyrir því að fá svona mikla hleðslu og langa.“ Slökkvilið Reykjavík Rafhlaupahjól Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Tilkynning um eldinn barst til slökkviliðs klukkan 04:30 í morgun og voru þrjár stöðvar sendar af stað. Þegar slökkviliðsmenn voru komnir á staðinn var töluverður eldur í íbúðinni. Greint er frá því í færslu á Facebook-síðu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins að um klukkustund hafi tekið að reykræsta íbúðina. Reglulega kvikni eldar út frá rafhlaupahjólum í hleðslu. Orðið töluvert tjón „Það var nú grunur um að það væri ein manneskja þarna inni til að byrja með en hún hafði komist út á svalir og fékk aðstoð við að komast þaðan. Eldurinn kviknaði út frá rafhlaupahjóli sem var í hleðslu og það var töluverður eldur og mikill reykur í íbúðinni. Það gekk nokkuð greiðlega að slökkva eldinn og koma hlutunum út en það tók hátt í klukkustund að reykræsta íbúðina, stigagang og sameign,“ segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Hann segir hafa orðið töluvert tjón og varar fólk við því að hlaða rafhlaupahjólin á næturnar og nálægt hlutum sem geti borið eld. „Þetta eru orðnir svolítið algengir brunar hjá okkur þessi rafhlaupahjól. Það er svo sem allt í lagi að hlaða þetta inni en reyna kannski að hafa ekki nálægt hlutum sem eiga auðvelt með að brenna og hafa þetta ekki í sambandi á nóttunni,“ segir Sigurjón. Mælst sé til þess að fólk taki farartækin úr hleðslu á meðan það er sofandi eða enginn er heima. „Þetta virðist bara ofhlaðast og ofhitna eða eitthvað í hleðslu og hefur kannski orðið fyrir einhverju hnjaski á hoppum og þá er þetta viðkvæmt fyrir því að fá svona mikla hleðslu og langa.“
Slökkvilið Reykjavík Rafhlaupahjól Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira