Ágúst sagður taka við eftir brottreksturinn: „Held að Gústi smellpassi“ Sindri Sverrisson skrifar 1. ágúst 2023 07:31 Ágúst Gylfason stýrði síðast Stjörnunni en var sagt upp störfum í maí. Nú virðist hann vera að taka við Fram. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Ágúst Gylfason, sem fyrr í sumar var rekinn frá Stjörnunni, mun að öllum líkindum snúa aftur í Bestu deildina í fótbolta sem þjálfari Fram. Þetta kom fram í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Framarar ráku félagsmanninn mikla Jón Sveinsson á dögunum vegna slaks gengis liðsins í sumar en Fram situr í fallsæti með 14 stig eftir 17 umferðir. Næsti leikur liðsins er mikilvægur slagur við Fylki eftir viku og þá gæti nýr þjálfari verið kominn í brúna. „Samkvæmt nýjustu heimildum, frá því í dag [í gær] segir sagan að Ágúst Gylfason sé mjög nálægt því að skrifa undir samning við Framara. Ágúst Gylfason er að sjálfsögðu fyrrum leikmaður Fram og væri líklega eðlilegasta lausnin,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, í þætti gærkvöldsins en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Þjálfaramál Framara Ágúst lék með Fram á árunum 1999-2003 eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku. Hann hefur stýrt liðum Fjölnis, Breiðabliks, Gróttu og Stjörnunnar í efstu deild. „Ég bjóst bara við að það væri búið að tilkynna hann sem þjálfara. Um leið og þetta gerðist þá beið maður eftir því að það kæmi tilkynning um að hann væri að fara að taka við þessu. Það kæmi mér á óvart ef það yrði einhver annar en hann,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson í Stúkunni í gær og bætti við: „Ég held að Gústi yrði mjög flottur fyrir Framarana. Og ef hann fær þann stuðning sem hann þarf, til að setja sitt mark á liðið… Fram er í dag rosalega flottur klúbbur. Þessi aðstaða sem þeir eru með og sagan sem þeir eru með, þetta er mjög flottur klúbbur.“ Ragnar vill þjálfa liðið áfram Albert Brynjar Ingason var sammála Lárusi um að Ágúst væri góður kostur: „Ég held að Gústi smellpassi í það sem þeir þurfa þarna. Það þarf stemningu þarna. Við höfum talað um að þetta hefur verið svolítið flatt undanfarið. Það þarf að rífa þennan hóp upp aðeins og Gústi er fullkominn í það,“ sagði Albert. Albert sagði vin sinn Ragnar Sigurðsson sömuleiðis tilbúinn í að þjálfa liðið en Ragnar hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins á þessu tímabili og stýrir því þessa dagana ásamt Aðalsteini Aðalsteinssyni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Fram Stúkan Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Sjá meira
Framarar ráku félagsmanninn mikla Jón Sveinsson á dögunum vegna slaks gengis liðsins í sumar en Fram situr í fallsæti með 14 stig eftir 17 umferðir. Næsti leikur liðsins er mikilvægur slagur við Fylki eftir viku og þá gæti nýr þjálfari verið kominn í brúna. „Samkvæmt nýjustu heimildum, frá því í dag [í gær] segir sagan að Ágúst Gylfason sé mjög nálægt því að skrifa undir samning við Framara. Ágúst Gylfason er að sjálfsögðu fyrrum leikmaður Fram og væri líklega eðlilegasta lausnin,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, í þætti gærkvöldsins en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan: Þjálfaramál Framara Ágúst lék með Fram á árunum 1999-2003 eftir að hafa snúið heim úr atvinnumennsku. Hann hefur stýrt liðum Fjölnis, Breiðabliks, Gróttu og Stjörnunnar í efstu deild. „Ég bjóst bara við að það væri búið að tilkynna hann sem þjálfara. Um leið og þetta gerðist þá beið maður eftir því að það kæmi tilkynning um að hann væri að fara að taka við þessu. Það kæmi mér á óvart ef það yrði einhver annar en hann,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson í Stúkunni í gær og bætti við: „Ég held að Gústi yrði mjög flottur fyrir Framarana. Og ef hann fær þann stuðning sem hann þarf, til að setja sitt mark á liðið… Fram er í dag rosalega flottur klúbbur. Þessi aðstaða sem þeir eru með og sagan sem þeir eru með, þetta er mjög flottur klúbbur.“ Ragnar vill þjálfa liðið áfram Albert Brynjar Ingason var sammála Lárusi um að Ágúst væri góður kostur: „Ég held að Gústi smellpassi í það sem þeir þurfa þarna. Það þarf stemningu þarna. Við höfum talað um að þetta hefur verið svolítið flatt undanfarið. Það þarf að rífa þennan hóp upp aðeins og Gústi er fullkominn í það,“ sagði Albert. Albert sagði vin sinn Ragnar Sigurðsson sömuleiðis tilbúinn í að þjálfa liðið en Ragnar hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins á þessu tímabili og stýrir því þessa dagana ásamt Aðalsteini Aðalsteinssyni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Fram Stúkan Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Sjá meira