Kópavogsbær hækkar leikskólagjöld um tugi þúsunda króna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. ágúst 2023 22:00 Verðið hækkar gríðarlega á leikskólanum Læk og öðrum leikskólum Kópavogs um næstu mánaðamót. Arnar Halldórsson Ólga er meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi í ljósi gríðarlegra gjaldskrárhækkana um næstu mánaðamót. Gjaldskráin hækkar um tugi prósenta og leikskólarnir verða þeir dýrustu á höfuðborgarsvæðinu. Gjaldskrárbreytingin var samþykkt á fundi bæjarráðs þann 6. júlí og tekur gildi frá og með 1. september næstkomandi. Í breytingunni er dvalargjaldið fellt niður ef barn er í sex tíma eða skemur í leikskóla á dag en fyrir aðra hækkar gjaldskráin verulega. Samkvæmt heimildum Vísis er mikil ólga á meðal foreldra vegna þessara hækkana og bent er á á samfélagsmiðlum að afar fáir geti leyft sér þann munað að hafa börn sín aðeins sex tíma eða skemur á leikskóla. Hækkunin hlaupi á tugum prósenta hjá flestum. Dýrustu leikskólarnir á höfuðborgarsvæðinu Vísir gerði könnun á verði átta tíma leikskóladvalar með fullu fæði á höfuðborgarsvæðinu. Verðið í Kópavogi fer úr því að vera þriðja hæsta verðið í það dýrasta. Það fer úr 38.126 krónum í 49.474 krónur, hækkun upp á 11.348 krónur. Þjónustan kostar 45.646 krónur í Garðabæ, 38.259 krónur í Hafnarfirði, 36.351 í Seltjarnarnesi, 31.157 í Reykjavík og 28.784 í Mosfellsbæ. Hækkunin er enn þá meiri í lengri vistun. Níu klukkutíma dvalargjald með fullu fæði í Kópavogi hækkar úr 55.108 krónum í 77.474 krónur. Hækkun upp á 22.366 krónur. Hafa ber í huga að verðin hér að framan eru utan við alla systkinaafslætti, tekjutengda afslætti eða aðrar niðurgreiðslur sem sveitarfélög bjóða upp á í ýmsum tilfellum. Vilja hvetja fólk til að draga úr vistun Aðspurð um hækkanirnar vísar Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í útskýringar bæjarins sem birtast á kopavogur.is. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.Vísir/Vilhelm Þar segir meðal annars að eitt markmiðið með gjaldskrárhækkuninni sé að búa til hvata meðal foreldra og forsjáraðila til að draga úr dvalartíma barna sinna. Erfiðlega hafi gengið að manna leikskólana og veikindadögum fjölgað. Þegar ákvörðunin var tekin á fundi bæjarráðs var það bókað að bæjarráð teldi mikilvægt að koma til móts við útivinnandi foreldra undir tekjuviðmiðun sem eiga ekki kost á því að draga úr vistun barna sinna og eiga erfitt með að mæta gjaldskrárhækkuninni. Hins vegar verður ekki horft til úrræða fyrir þennan hóp fyrr en eftir þrjá mánuði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Fjármál heimilisins Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Gjaldskrárbreytingin var samþykkt á fundi bæjarráðs þann 6. júlí og tekur gildi frá og með 1. september næstkomandi. Í breytingunni er dvalargjaldið fellt niður ef barn er í sex tíma eða skemur í leikskóla á dag en fyrir aðra hækkar gjaldskráin verulega. Samkvæmt heimildum Vísis er mikil ólga á meðal foreldra vegna þessara hækkana og bent er á á samfélagsmiðlum að afar fáir geti leyft sér þann munað að hafa börn sín aðeins sex tíma eða skemur á leikskóla. Hækkunin hlaupi á tugum prósenta hjá flestum. Dýrustu leikskólarnir á höfuðborgarsvæðinu Vísir gerði könnun á verði átta tíma leikskóladvalar með fullu fæði á höfuðborgarsvæðinu. Verðið í Kópavogi fer úr því að vera þriðja hæsta verðið í það dýrasta. Það fer úr 38.126 krónum í 49.474 krónur, hækkun upp á 11.348 krónur. Þjónustan kostar 45.646 krónur í Garðabæ, 38.259 krónur í Hafnarfirði, 36.351 í Seltjarnarnesi, 31.157 í Reykjavík og 28.784 í Mosfellsbæ. Hækkunin er enn þá meiri í lengri vistun. Níu klukkutíma dvalargjald með fullu fæði í Kópavogi hækkar úr 55.108 krónum í 77.474 krónur. Hækkun upp á 22.366 krónur. Hafa ber í huga að verðin hér að framan eru utan við alla systkinaafslætti, tekjutengda afslætti eða aðrar niðurgreiðslur sem sveitarfélög bjóða upp á í ýmsum tilfellum. Vilja hvetja fólk til að draga úr vistun Aðspurð um hækkanirnar vísar Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í útskýringar bæjarins sem birtast á kopavogur.is. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.Vísir/Vilhelm Þar segir meðal annars að eitt markmiðið með gjaldskrárhækkuninni sé að búa til hvata meðal foreldra og forsjáraðila til að draga úr dvalartíma barna sinna. Erfiðlega hafi gengið að manna leikskólana og veikindadögum fjölgað. Þegar ákvörðunin var tekin á fundi bæjarráðs var það bókað að bæjarráð teldi mikilvægt að koma til móts við útivinnandi foreldra undir tekjuviðmiðun sem eiga ekki kost á því að draga úr vistun barna sinna og eiga erfitt með að mæta gjaldskrárhækkuninni. Hins vegar verður ekki horft til úrræða fyrir þennan hóp fyrr en eftir þrjá mánuði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Fjármál heimilisins Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira