Kópavogsbær hækkar leikskólagjöld um tugi þúsunda króna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. ágúst 2023 22:00 Verðið hækkar gríðarlega á leikskólanum Læk og öðrum leikskólum Kópavogs um næstu mánaðamót. Arnar Halldórsson Ólga er meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi í ljósi gríðarlegra gjaldskrárhækkana um næstu mánaðamót. Gjaldskráin hækkar um tugi prósenta og leikskólarnir verða þeir dýrustu á höfuðborgarsvæðinu. Gjaldskrárbreytingin var samþykkt á fundi bæjarráðs þann 6. júlí og tekur gildi frá og með 1. september næstkomandi. Í breytingunni er dvalargjaldið fellt niður ef barn er í sex tíma eða skemur í leikskóla á dag en fyrir aðra hækkar gjaldskráin verulega. Samkvæmt heimildum Vísis er mikil ólga á meðal foreldra vegna þessara hækkana og bent er á á samfélagsmiðlum að afar fáir geti leyft sér þann munað að hafa börn sín aðeins sex tíma eða skemur á leikskóla. Hækkunin hlaupi á tugum prósenta hjá flestum. Dýrustu leikskólarnir á höfuðborgarsvæðinu Vísir gerði könnun á verði átta tíma leikskóladvalar með fullu fæði á höfuðborgarsvæðinu. Verðið í Kópavogi fer úr því að vera þriðja hæsta verðið í það dýrasta. Það fer úr 38.126 krónum í 49.474 krónur, hækkun upp á 11.348 krónur. Þjónustan kostar 45.646 krónur í Garðabæ, 38.259 krónur í Hafnarfirði, 36.351 í Seltjarnarnesi, 31.157 í Reykjavík og 28.784 í Mosfellsbæ. Hækkunin er enn þá meiri í lengri vistun. Níu klukkutíma dvalargjald með fullu fæði í Kópavogi hækkar úr 55.108 krónum í 77.474 krónur. Hækkun upp á 22.366 krónur. Hafa ber í huga að verðin hér að framan eru utan við alla systkinaafslætti, tekjutengda afslætti eða aðrar niðurgreiðslur sem sveitarfélög bjóða upp á í ýmsum tilfellum. Vilja hvetja fólk til að draga úr vistun Aðspurð um hækkanirnar vísar Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í útskýringar bæjarins sem birtast á kopavogur.is. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.Vísir/Vilhelm Þar segir meðal annars að eitt markmiðið með gjaldskrárhækkuninni sé að búa til hvata meðal foreldra og forsjáraðila til að draga úr dvalartíma barna sinna. Erfiðlega hafi gengið að manna leikskólana og veikindadögum fjölgað. Þegar ákvörðunin var tekin á fundi bæjarráðs var það bókað að bæjarráð teldi mikilvægt að koma til móts við útivinnandi foreldra undir tekjuviðmiðun sem eiga ekki kost á því að draga úr vistun barna sinna og eiga erfitt með að mæta gjaldskrárhækkuninni. Hins vegar verður ekki horft til úrræða fyrir þennan hóp fyrr en eftir þrjá mánuði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Fréttin hefur verið uppfærð. Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Fjármál heimilisins Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Gjaldskrárbreytingin var samþykkt á fundi bæjarráðs þann 6. júlí og tekur gildi frá og með 1. september næstkomandi. Í breytingunni er dvalargjaldið fellt niður ef barn er í sex tíma eða skemur í leikskóla á dag en fyrir aðra hækkar gjaldskráin verulega. Samkvæmt heimildum Vísis er mikil ólga á meðal foreldra vegna þessara hækkana og bent er á á samfélagsmiðlum að afar fáir geti leyft sér þann munað að hafa börn sín aðeins sex tíma eða skemur á leikskóla. Hækkunin hlaupi á tugum prósenta hjá flestum. Dýrustu leikskólarnir á höfuðborgarsvæðinu Vísir gerði könnun á verði átta tíma leikskóladvalar með fullu fæði á höfuðborgarsvæðinu. Verðið í Kópavogi fer úr því að vera þriðja hæsta verðið í það dýrasta. Það fer úr 38.126 krónum í 49.474 krónur, hækkun upp á 11.348 krónur. Þjónustan kostar 45.646 krónur í Garðabæ, 38.259 krónur í Hafnarfirði, 36.351 í Seltjarnarnesi, 31.157 í Reykjavík og 28.784 í Mosfellsbæ. Hækkunin er enn þá meiri í lengri vistun. Níu klukkutíma dvalargjald með fullu fæði í Kópavogi hækkar úr 55.108 krónum í 77.474 krónur. Hækkun upp á 22.366 krónur. Hafa ber í huga að verðin hér að framan eru utan við alla systkinaafslætti, tekjutengda afslætti eða aðrar niðurgreiðslur sem sveitarfélög bjóða upp á í ýmsum tilfellum. Vilja hvetja fólk til að draga úr vistun Aðspurð um hækkanirnar vísar Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í útskýringar bæjarins sem birtast á kopavogur.is. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.Vísir/Vilhelm Þar segir meðal annars að eitt markmiðið með gjaldskrárhækkuninni sé að búa til hvata meðal foreldra og forsjáraðila til að draga úr dvalartíma barna sinna. Erfiðlega hafi gengið að manna leikskólana og veikindadögum fjölgað. Þegar ákvörðunin var tekin á fundi bæjarráðs var það bókað að bæjarráð teldi mikilvægt að koma til móts við útivinnandi foreldra undir tekjuviðmiðun sem eiga ekki kost á því að draga úr vistun barna sinna og eiga erfitt með að mæta gjaldskrárhækkuninni. Hins vegar verður ekki horft til úrræða fyrir þennan hóp fyrr en eftir þrjá mánuði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Fjármál heimilisins Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira