Nýr eigandi Bláhornsins með áfengisverslun í pípunum Árni Sæberg skrifar 3. ágúst 2023 13:58 Víðir Jónasson er stoltur nýr eigandi Bláhornsins. Víðir Jónasson gekk frá kaupum á Bláhorninu, gamalgrónum söluturni í miðborginni, í byrjun júlí. Hann segist vera með það í skoðun að hefja netsölu með áfengi, þar sem áfengi yrði sótt í Bláhornið. Bláhornið hefur verið rekið á horni Grundarstígs og Skálholtsstígs frá árinu 1916 og nú hafa orðið breytingar á eignarhaldi þess. Víðir Jónasson segist hafa verið dyggur viðskiptavinur verslunarinnar frá því að hann flutti í Þingholtin og hóf störf á Landspítalanum við Hringbraut. Síðasta sumar hafi eigandi verslunarinnar lent í mönnunarvanda og hann hafi því tekið nokkrar vaktir á bak við búðarborðið. Svo hafi orðið breytingar hjá eigandanum og hann boðið honum að kaupa Bláhornið. „Ég varð strax áhugasamur og sló til og keypti reksturinn,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hann kveðst spenntur fyrir rekstrinum og segir hann hafa gengið vel fyrstu vikurnar. Þar skipti fastakúnnar til margra ára miklu máli og að honum þyki strax orðið vænt um þá. Þá skili ferðamenn sér í nokkrum mæli í búðina. Boðar breytingar en blái liturinn fer hvergi Víðir segir að hann muni bæta við kæli og auka vöruúrvalið. Þá muni hann ráðast í breytingar á útliti söluturnsins að utan. Eðlilega brá blaðamanni í brún þegar hann heyrði það og spurði hvort blái liturinn væri nokkuð á förum. „Nei, nei, nei. Það er búið að hanna lógó og þetta verður rebrandað en allt blátt verður áfram til staðar.“ „Það eru náttúrulega svo margir að því núna“ Vísi barst til eyrna að til stæði að hefja netverslun með áfengi sem gerð yrði út frá Bláhorninu. Aðspurður sagðist Víðir lítið vilja tjá sig um það að sinni. „Það er verið að skoða ýmsa þætti í þessu. Það eru náttúrulega svo margir að því núna, það eru margir að skoða þennan möguleika. Stóru verslanirnar eru að byrja á þessu,“ segir hann og bætir við að ekki væri verra að hafa kaupmann á horninu sem selur líka bjór. Verslun Áfengi og tóbak Reykjavík Tímamót Netverslun með áfengi Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Bláhornið hefur verið rekið á horni Grundarstígs og Skálholtsstígs frá árinu 1916 og nú hafa orðið breytingar á eignarhaldi þess. Víðir Jónasson segist hafa verið dyggur viðskiptavinur verslunarinnar frá því að hann flutti í Þingholtin og hóf störf á Landspítalanum við Hringbraut. Síðasta sumar hafi eigandi verslunarinnar lent í mönnunarvanda og hann hafi því tekið nokkrar vaktir á bak við búðarborðið. Svo hafi orðið breytingar hjá eigandanum og hann boðið honum að kaupa Bláhornið. „Ég varð strax áhugasamur og sló til og keypti reksturinn,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hann kveðst spenntur fyrir rekstrinum og segir hann hafa gengið vel fyrstu vikurnar. Þar skipti fastakúnnar til margra ára miklu máli og að honum þyki strax orðið vænt um þá. Þá skili ferðamenn sér í nokkrum mæli í búðina. Boðar breytingar en blái liturinn fer hvergi Víðir segir að hann muni bæta við kæli og auka vöruúrvalið. Þá muni hann ráðast í breytingar á útliti söluturnsins að utan. Eðlilega brá blaðamanni í brún þegar hann heyrði það og spurði hvort blái liturinn væri nokkuð á förum. „Nei, nei, nei. Það er búið að hanna lógó og þetta verður rebrandað en allt blátt verður áfram til staðar.“ „Það eru náttúrulega svo margir að því núna“ Vísi barst til eyrna að til stæði að hefja netverslun með áfengi sem gerð yrði út frá Bláhorninu. Aðspurður sagðist Víðir lítið vilja tjá sig um það að sinni. „Það er verið að skoða ýmsa þætti í þessu. Það eru náttúrulega svo margir að því núna, það eru margir að skoða þennan möguleika. Stóru verslanirnar eru að byrja á þessu,“ segir hann og bætir við að ekki væri verra að hafa kaupmann á horninu sem selur líka bjór.
Verslun Áfengi og tóbak Reykjavík Tímamót Netverslun með áfengi Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun