Nýr eigandi Bláhornsins með áfengisverslun í pípunum Árni Sæberg skrifar 3. ágúst 2023 13:58 Víðir Jónasson er stoltur nýr eigandi Bláhornsins. Víðir Jónasson gekk frá kaupum á Bláhorninu, gamalgrónum söluturni í miðborginni, í byrjun júlí. Hann segist vera með það í skoðun að hefja netsölu með áfengi, þar sem áfengi yrði sótt í Bláhornið. Bláhornið hefur verið rekið á horni Grundarstígs og Skálholtsstígs frá árinu 1916 og nú hafa orðið breytingar á eignarhaldi þess. Víðir Jónasson segist hafa verið dyggur viðskiptavinur verslunarinnar frá því að hann flutti í Þingholtin og hóf störf á Landspítalanum við Hringbraut. Síðasta sumar hafi eigandi verslunarinnar lent í mönnunarvanda og hann hafi því tekið nokkrar vaktir á bak við búðarborðið. Svo hafi orðið breytingar hjá eigandanum og hann boðið honum að kaupa Bláhornið. „Ég varð strax áhugasamur og sló til og keypti reksturinn,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hann kveðst spenntur fyrir rekstrinum og segir hann hafa gengið vel fyrstu vikurnar. Þar skipti fastakúnnar til margra ára miklu máli og að honum þyki strax orðið vænt um þá. Þá skili ferðamenn sér í nokkrum mæli í búðina. Boðar breytingar en blái liturinn fer hvergi Víðir segir að hann muni bæta við kæli og auka vöruúrvalið. Þá muni hann ráðast í breytingar á útliti söluturnsins að utan. Eðlilega brá blaðamanni í brún þegar hann heyrði það og spurði hvort blái liturinn væri nokkuð á förum. „Nei, nei, nei. Það er búið að hanna lógó og þetta verður rebrandað en allt blátt verður áfram til staðar.“ „Það eru náttúrulega svo margir að því núna“ Vísi barst til eyrna að til stæði að hefja netverslun með áfengi sem gerð yrði út frá Bláhorninu. Aðspurður sagðist Víðir lítið vilja tjá sig um það að sinni. „Það er verið að skoða ýmsa þætti í þessu. Það eru náttúrulega svo margir að því núna, það eru margir að skoða þennan möguleika. Stóru verslanirnar eru að byrja á þessu,“ segir hann og bætir við að ekki væri verra að hafa kaupmann á horninu sem selur líka bjór. Verslun Áfengi og tóbak Reykjavík Tímamót Netverslun með áfengi Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Bláhornið hefur verið rekið á horni Grundarstígs og Skálholtsstígs frá árinu 1916 og nú hafa orðið breytingar á eignarhaldi þess. Víðir Jónasson segist hafa verið dyggur viðskiptavinur verslunarinnar frá því að hann flutti í Þingholtin og hóf störf á Landspítalanum við Hringbraut. Síðasta sumar hafi eigandi verslunarinnar lent í mönnunarvanda og hann hafi því tekið nokkrar vaktir á bak við búðarborðið. Svo hafi orðið breytingar hjá eigandanum og hann boðið honum að kaupa Bláhornið. „Ég varð strax áhugasamur og sló til og keypti reksturinn,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hann kveðst spenntur fyrir rekstrinum og segir hann hafa gengið vel fyrstu vikurnar. Þar skipti fastakúnnar til margra ára miklu máli og að honum þyki strax orðið vænt um þá. Þá skili ferðamenn sér í nokkrum mæli í búðina. Boðar breytingar en blái liturinn fer hvergi Víðir segir að hann muni bæta við kæli og auka vöruúrvalið. Þá muni hann ráðast í breytingar á útliti söluturnsins að utan. Eðlilega brá blaðamanni í brún þegar hann heyrði það og spurði hvort blái liturinn væri nokkuð á förum. „Nei, nei, nei. Það er búið að hanna lógó og þetta verður rebrandað en allt blátt verður áfram til staðar.“ „Það eru náttúrulega svo margir að því núna“ Vísi barst til eyrna að til stæði að hefja netverslun með áfengi sem gerð yrði út frá Bláhorninu. Aðspurður sagðist Víðir lítið vilja tjá sig um það að sinni. „Það er verið að skoða ýmsa þætti í þessu. Það eru náttúrulega svo margir að því núna, það eru margir að skoða þennan möguleika. Stóru verslanirnar eru að byrja á þessu,“ segir hann og bætir við að ekki væri verra að hafa kaupmann á horninu sem selur líka bjór.
Verslun Áfengi og tóbak Reykjavík Tímamót Netverslun með áfengi Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira