Rænd á afmælisdaginn og ræninginn gengur laus Árni Sæberg skrifar 4. ágúst 2023 11:10 Ránið var framið á bílastæði í Eddufelli. Stöð 2/Einar Berglind Ármannsdóttir átti heldur verri afmælisdag í gær en venjulega þar sem hún var rænd á bílaplani í Breiðholti. Hún er nokkuð lemstruð eftir að hafa dottið í jörðina þegar ræninginn sló til hennar og fór á bráðamóttöku í gær. Lögregla leitar ræningjans enn. „Ég er bara enn þá í sjokki. Ég var að labba og tala við barnabarn mitt og dóttur í símann, þær voru að syngja fyrir mig af því ég átti afmæli. Ég var á leið í bílinn úr lit og plokk á hárgreiðslustofunni og hélt á veskinu yfir öxlina. Þá kemur einhver aftan að mér, ég finn það, hélt að það væri einhver sem ég þekki að djóka í mér. Nei, nei, þá rífur hann veskið og ég flækist aðeins í bandið en næ að hlaupa á eftir honum. Þá slær hann til mín og ég náttúrulega dúndrast í jörðina, á háhæluðum skónum,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Ræninginn hlaupinn uppi af vegfaranda Berglind segir að hún hafi enn verið með dóttur sína á línunni þegar hún gaf frá sér mikið óp. Dóttirin hafi verið í næsta nágrenni og komið hið snarasta á vettvang ásamt eigin dóttur. Þá hafi mikill fjöldi fólks verið á svæðinu og margir verið mjög hjálplegir. Hún segir að ungur maður hafi tekið á rás á eftir ræningjanum þegar hann flúði af vettvangi. Við það hafi ræninginn fyrst misst hluti úr veskinu og síðan hent því frá sér þegar ungi maðurinn nálgaðist. Þá segir Berglind að ungi maðurinn hafi sagst hafa séð ræningjann munda hníf. Sérsveitin var í nágrenninu Þá þakkar Berglind lögreglu fyrir veitta aðstoð en hún var mjög fljót á vettvang, þar á meðal voru meðlimir sérsveitar ríkislögreglustjóra. Sigrún Jónasdóttir, staðgengill lögreglufulltrúa á lögreglustöð 3, sem sinnir meðal annars Breiðholti, segir að sérsveitin hafi verið nálægt og því hafi hún sinnt útkallinu. Hvorki henni né almennum lögregluþjónum hafi þó tekist að hafa hendur í hári ræningjans og hans sé nú leitað. Lögregla fari nú yfir upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Sigrún segir lögreglu ekki ganga út frá því að ræninginn hafi verið vopnaður. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
„Ég er bara enn þá í sjokki. Ég var að labba og tala við barnabarn mitt og dóttur í símann, þær voru að syngja fyrir mig af því ég átti afmæli. Ég var á leið í bílinn úr lit og plokk á hárgreiðslustofunni og hélt á veskinu yfir öxlina. Þá kemur einhver aftan að mér, ég finn það, hélt að það væri einhver sem ég þekki að djóka í mér. Nei, nei, þá rífur hann veskið og ég flækist aðeins í bandið en næ að hlaupa á eftir honum. Þá slær hann til mín og ég náttúrulega dúndrast í jörðina, á háhæluðum skónum,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Ræninginn hlaupinn uppi af vegfaranda Berglind segir að hún hafi enn verið með dóttur sína á línunni þegar hún gaf frá sér mikið óp. Dóttirin hafi verið í næsta nágrenni og komið hið snarasta á vettvang ásamt eigin dóttur. Þá hafi mikill fjöldi fólks verið á svæðinu og margir verið mjög hjálplegir. Hún segir að ungur maður hafi tekið á rás á eftir ræningjanum þegar hann flúði af vettvangi. Við það hafi ræninginn fyrst misst hluti úr veskinu og síðan hent því frá sér þegar ungi maðurinn nálgaðist. Þá segir Berglind að ungi maðurinn hafi sagst hafa séð ræningjann munda hníf. Sérsveitin var í nágrenninu Þá þakkar Berglind lögreglu fyrir veitta aðstoð en hún var mjög fljót á vettvang, þar á meðal voru meðlimir sérsveitar ríkislögreglustjóra. Sigrún Jónasdóttir, staðgengill lögreglufulltrúa á lögreglustöð 3, sem sinnir meðal annars Breiðholti, segir að sérsveitin hafi verið nálægt og því hafi hún sinnt útkallinu. Hvorki henni né almennum lögregluþjónum hafi þó tekist að hafa hendur í hári ræningjans og hans sé nú leitað. Lögregla fari nú yfir upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Sigrún segir lögreglu ekki ganga út frá því að ræninginn hafi verið vopnaður.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira