„Ögrun við tungumálið okkar“ Máni Snær Þorláksson skrifar 5. ágúst 2023 09:00 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, hefur mjög sterka skoðun þegar kemur að merkingum, íslenskan eigi að koma fyrst. Vísir/Vilhelm Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra segir að allar merkingar eigi fyrst að vera á íslensku. Það hafi til að mynda verið ögrun við íslenska tungu þegar Isavia setti upp skilti sem voru fyrst á ensku. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi mjög sterka skoðun á því þegar íslenska er ekki notuð fyrst í merkingum hér á landi. „Þar erum við farin út af sporinu.“ Reglulega vekja merkingar á ensku athygli netverja sem bölva og gagnrýna fyrirtæki og stofnanir fyrir að setja íslenskuna ekki í fyrsta sæti. Enskan hefur orðið mun algengari í merkingum og auglýsingum hér á landi síðan ferðaþjónustan fór að verða ein af helstu atvinnugreinum landsins. Árið 2016 fjallaði Vísir um hvernig flestallar merkingar í miðbænum væru á ensku. Síðan þá hefur reglulega verið vakin athygli á því þegar auglýsingar og vörur eru ekki á íslensku. „Það eiga allar merkingar að vera fyrst á íslensku,“ segir Lilja. Ferðaþjónustan fari út af sporinu þegar hún notar ekki íslensku fyrst. Til að mynda vekur hún athygli á því þegar sett voru upp skilti á Keflavíkurflugvelli sem voru fyrst á ensku og svo á íslensku. „Isavia hefur sagst ætla að breyta skiltunum sínum en það voru mikil mistök hjá þeim að setja upp skilti fyrst á ensku og ögrun við tungumálið okkar.“ Lilja segist ætla að leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi í haust. Með tillögunni eigi að leggja mun meiri áhersu á tungumálið. „Annars vegar fyrir þá innflytjendur sem búa hér, þar sem við erum að setja meiri skyldur á þau að læra íslensku. Hins vegar að íslenskan sé miklu sýnilegri en hún hefur verið og við erum að fara í samstarf við ferðaþjónustuna og atvinnulífið um að tekin verði mun ákveðnari skref til þess að gera íslenskunni hærra undir höfði og gera hana sýnilegri.“ Íslensk tunga Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, segir í samtali við fréttastofu að hún hafi mjög sterka skoðun á því þegar íslenska er ekki notuð fyrst í merkingum hér á landi. „Þar erum við farin út af sporinu.“ Reglulega vekja merkingar á ensku athygli netverja sem bölva og gagnrýna fyrirtæki og stofnanir fyrir að setja íslenskuna ekki í fyrsta sæti. Enskan hefur orðið mun algengari í merkingum og auglýsingum hér á landi síðan ferðaþjónustan fór að verða ein af helstu atvinnugreinum landsins. Árið 2016 fjallaði Vísir um hvernig flestallar merkingar í miðbænum væru á ensku. Síðan þá hefur reglulega verið vakin athygli á því þegar auglýsingar og vörur eru ekki á íslensku. „Það eiga allar merkingar að vera fyrst á íslensku,“ segir Lilja. Ferðaþjónustan fari út af sporinu þegar hún notar ekki íslensku fyrst. Til að mynda vekur hún athygli á því þegar sett voru upp skilti á Keflavíkurflugvelli sem voru fyrst á ensku og svo á íslensku. „Isavia hefur sagst ætla að breyta skiltunum sínum en það voru mikil mistök hjá þeim að setja upp skilti fyrst á ensku og ögrun við tungumálið okkar.“ Lilja segist ætla að leggja fram þingsályktunartillögu á Alþingi í haust. Með tillögunni eigi að leggja mun meiri áhersu á tungumálið. „Annars vegar fyrir þá innflytjendur sem búa hér, þar sem við erum að setja meiri skyldur á þau að læra íslensku. Hins vegar að íslenskan sé miklu sýnilegri en hún hefur verið og við erum að fara í samstarf við ferðaþjónustuna og atvinnulífið um að tekin verði mun ákveðnari skref til þess að gera íslenskunni hærra undir höfði og gera hana sýnilegri.“
Íslensk tunga Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Fleiri fréttir Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Sjá meira